Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk 4, 24.) Krossgáta Lárétt | 1 hrekkjótti, 8 þoli, 9 slóttugur, 10 flaut, 11 líta í kringum sig, 13 ákveð, 15 fjárrétt, 18 gorta, 21 beita, 22 erfið viðskiptis, 23 nið- urandlitið, 24 daður. Lóðrétt | 2 refur, 3 þrátta, 4 fen, 5 manns- nafn, 6 höfuð, 7 óvana, 12 dá, 14 fum, 15 sæti, 16 í vafa, 17 reipi, 18 dreng- ur, 19 æviskeiðið, 20 hóf- dýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ásjón, 4 þvarg, 7 aftur, 8 æskir, 9 múr, 11 part, 13 hóls, 14 álfur, 15 spöl, 17 æpir, 20 árs, 22 ýmist, 23 lútum, 24 afann, 25 renna. Lóðrétt: 1 ávarp, 2 Jótar, 3 norm, 4 þvær, 5 afkró, 6 garms, 10 útför, 12 tál, 13 hræ, 15 spýta, 16 öxina, 18 pútan, 19 remma, 20 átan, 21 slór. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 9. nóvember 1930 Reykjavíkurbréf birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu, á sunnudegi. Það var stílað á gamlan vin í sveitinni og flutti einkum stjórnmálafréttir. „Menn lifa og hrærast í pólitík og tala sumir varla um ann- að,“ sagði höfundurinn sem nefndi sig Nóa. Tæpu ári síðar fóru bréfin að birtast reglu- lega í blaðinu. 9. nóvember 1930 Austurbæjarskólinn í Reykja- vík var tengdur hitaveitu úr Þvottalaugunum í Laugardal, fyrstur húsa, og „hitaður með Laugavatni,“ eins og sagði í Morgunblaðinu. Þá þegar var stefnt að því „að hita allan Reykjavíkurbæ“. Boranir höfðu hafist sumarið 1928. 9. nóvember 1932 Gúttóslagurinn. Átök urðu í Reykjavík þegar bæj- arstjórnin hélt fund í Góð- templarahúsinu og fjallaði um lækkun launa í atvinnubóta- vinnu. 9. nóvember 1986 Tveimur hvalbátum var sökkt við Ægisgarð í Reykjavík- urhöfn. Líklegt var talið að sendimenn hvalfriðunarsam- takanna Sea Shepard hefðu verið þar að verki. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Sudoku Frumstig 2 4 1 4 3 9 6 2 8 3 5 4 9 5 1 6 1 7 3 8 9 5 3 1 2 6 8 3 2 9 5 2 3 8 6 6 5 9 3 4 7 1 9 4 2 7 5 3 7 8 2 3 4 9 6 4 1 2 1 8 6 4 9 8 1 5 2 9 7 6 5 4 3 9 8 6 1 6 8 5 4 9 7 6 3 9 8 7 9 5 8 6 3 6 3 7 1 1 7 3 8 5 8 2 9 1 6 4 7 3 6 4 1 3 7 2 5 8 9 7 9 3 8 5 4 6 2 1 3 7 8 6 9 5 2 1 4 9 2 6 7 4 1 8 3 5 4 1 5 2 8 3 7 9 6 2 6 7 4 3 9 1 5 8 1 3 4 5 2 8 9 6 7 8 5 9 1 6 7 3 4 2 5 1 3 9 4 8 6 7 2 9 2 8 6 5 7 1 3 4 6 4 7 1 3 2 5 9 8 7 9 6 5 2 4 8 1 3 1 8 4 3 6 9 2 5 7 3 5 2 7 8 1 4 6 9 4 7 9 8 1 5 3 2 6 2 3 5 4 9 6 7 8 1 8 6 1 2 7 3 9 4 5 1 2 5 3 4 9 7 6 8 6 4 7 5 8 1 9 3 2 8 9 3 7 2 6 4 1 5 5 3 2 9 1 7 8 4 6 7 8 1 6 3 4 5 2 9 9 6 4 2 5 8 1 7 3 4 5 6 1 9 2 3 8 7 2 1 9 8 7 3 6 5 4 3 7 8 4 6 5 2 9 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. dagbók Í dag er sunnudagur 9. nóvember, 314. dagur ársins 2008 Víkverji, sem er annálaður mat-gæðingur, fékk fallega gjöf frá vinum sínum í vikunni. Var það óvenju vegleg matreiðslubók sem bókaforlagið Bjartur gefur út. Silfur- skeiðin heitir hún og er sannkallaður atlas ítalskrar matargerðar. x x x Bókin er rúmlega tólf hundruð síð-ur, ekki bók til þess að lesa í rúminu, og Víkverja reiknaðist svo til að ef hann notaði fimm uppskriftir úr bókinni í hverri viku, væri hann í átta ár að elda sig í gegnum hana. x x x En matreiðslubækur eru ekkibara til þess að elda upp úr þeim. Víkverji les stundum mat- reiðslubækur einfaldlega sér til ynd- isauka og þessi bók hentar sér- staklega vel til þess. Bókin er fallega myndskreytt og þar má lesa sér til um ítalska matarmenningu, en þessi bók sem kom fyrst út á Ítalíu árið 1950, er eins konar „Helga Sigurðardóttir“ þeirra Ítala, og að sögn til nánast á hverju heimili. x x x Víkverji er sem fyrr segir mikillvíkingur í eldhúsinu og hefur háð þar marga langa orrustuna, en eftir því sem aldurinn og reynslan færist yfir hefur Víkverji horfið aftur til hinna einföldu dyggða í eldhúsinu og það sem heillar hann mest er allt hið einfaldasta, þar sem hráefni er fá- breytt og aðferðin einföld – en öllu skiptir að hráefnið sé gott og hinni einföldu aðferð fylgt. x x x Nú horfir Víkverji glaður til næstuára þar sem hann getur notið sín þar sem honum líður best, það er að segja í eldhúsinu. Hann mun elda sína einföldu gómsætu rétti upp úr Silfurskeiðinni og taka á móti hrósi fjölskyldu og vina með stoltu brosi á vör. Já, það verður gaman í eldhús- inu! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 Rf6 7. f4 Bb4 8. Rdb5 Da5 9. e5 Rd5 10. Bd2 Rxc3 11. bxc3 Bc5 12. Bd3 Dd8 13. De2 0-0 14. De4 g6 15. h4 f5 16. exf6 d5 17. De2 a6 Á rússneska meistaramótinu urðu þrír stórmeistarar jafnir og efstir svo að heyja þurfti aukakeppni um meist- aratitilinn. Staðan kom upp í auka- keppninni á milli Dmitry Jakovenko (2.709), hvítt, og Evgeny Alekseev (2.708). 18. h5! axb5 19. hxg6 hxg6 20. Bxg6 Dxf6 21. Hh6! Dg7 22. Dh5 Hf6 23. f5! exf5 24. Bh7+ Kf8 25. Hxf6+ Dxf6 26. Bh6+ Ke7 27. Bg5 hvítur vinnur nú drottningu svarts og stuttu síðar skákina. 27. … Be6 28. Bxf6+ Kxf6 29. 0-0-0 Be3+ 30. Kb1 d4 31. cxd4 Bxa2+ 32. Kb2 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Loðin svör. Norður ♠Á103 ♥Á8752 ♦5 ♣D963 Vestur Austur ♠D ♠KG86432 ♥KG106 ♥93 ♦G632 ♦4 ♣KG102 ♣875 Suður ♠97 ♥D4 ♦ÁKD10987 ♣Á4 Suður spilar 3G. Pietro Forquet, einn af liðsmönnum Bláu sveitarinnar fornfrægu, kom út með ♠D gegn 3G. Makker hans í austur hafði opnað á 3♠ og suður skellti sér í 3G, fyrirstöðulaus í spaðanum. Sagnhafi dúkkaði fyrsta slaginn og austur kallaði. Forquet undraðist þessa þróun mála og spurði norður út í þriggja-granda sögn- ina, en fékk loðin svör: “Til að spila, meira veit ég ekki,“ sagði norður. Forquet lét gott heita og hugsaði málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að suður hlyti að vera með slagaríkan langlit – tígul í þessu tilfelli – því ella hefði hann ekki sagt 3G án fyrirstöðu í spaða. Með gosann fjórða í tígli sá For- quet að hann yrði að ráðast á hliðarinn- komuna strax og húrraði út laufkóngn- um! Einn niður og sagnhafi grét þá ónákvæmni sína að dúkka fyrsta slag- inn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Kapp er bezt með forsjá og það er langur vegur frá því að þú þurfir að eign- ast alla skapaða hluti. Vertu því þol- inmóður og gefðu öðrum tíma til þess að skilja um hvað málið snýst. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er í lagi að taka tilfinningarnar með í reikninginn en útkoman getur reynst afleit ef þær eru einar um hituna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Reyndu ekki að halda of fast í hlutina. Landið og heimilið skipta þig miklu máli núna. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Alls konar tækifæri til aukinnar menntunar og ferðalaga eru í spilunum í ár. Bíddu með aðgerðir, því það er aldrei að vita nema útkoman verði þér í hag. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Aðrir eru kröfuharðir á tíma þinn, þú verður að gera það upp við þig hvað skipt- ir máli og hvað ekki. Leyfðu villingnum innra með þér að baða sig í sólinni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur áhyggjur af gagnrýni yf- irmanns þíns. Treystu skilningarvitunum frekar en upplýsingum. Gættu þess sem er þitt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma gjörðir þess. Varastu að vera of gagnrýninn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú veist eiginlega ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga þegar vinir þínir lýsa skoðunum sínum á ákveðnu máli. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert ekki nógu skipulagður og það pirrar þig þegar skipulagsleysið kemur niður á frítíma þínum. Betur sjá augu en auga og margar hendur vinna létt verk. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Stundum virðist allt vera á móti manni og þá er gott að flýja á vit dag- draumanna. Ef allt er í góðu, fínt, en ef ekki, þarftu að íhuga breytingar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hvað þú eigir að gefa vinum og fjöl- skyldunni. Fallegasta stund dagsins verð- ur þegar þú uppgötvar eitthvað nýtt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Menn halda að þér alls konar mál- efnum og vilja fá þig til fylgis við þau. En ekki til frambúðar. Samband við einhvern í fjarlægð kveikir ástríður innra með þér. Stjörnuspá „Ég er bara 55 ára í dag. Ég hef hins vegar verið að hugsa um stöðu eldra fólks sem mér finnst hafa gleymst í þessum hvirfilbyl sem gengið hefur yf- ir,“ segir Pjetur Stefánsson myndlistarmaður. „Ég á móður sem sennilega er búin að tapa allt að 100 milljónum vegna hruns bankanna. Hún hefur ekki tök á að endurfjármagna sitt tap frekar en aðrir á hennar aldri. Ég er hins vegar kornungur enn. Og þar sem það er ekki minnsti vafi í mínum huga um að þeir sem stjórna landinu, Geir, Davíð og Björn Bjarnason, séu að gera sitt besta trúi ég því að ég geti litið björtum augum á framtíðina.“ Pjetur telur víst að eiginkonan og dóttirin baki fyrir afmælisveisl- una hans í dag sem hann segir verða ljúfa og litla eins og veislur hans séu alltaf. Traktorinn sem mamma hans gaf honum þegar hann varð 5 ára er skemmtilegasta afmælisgjöf sem hann hefur fengið. „Þetta var lítill trétraktor, um 15 cm hár, sem hægt var að stýra.“ Virkjanakitt er hugmynd Pjeturs að nýjum afmælisgjöfum fyrir stráka. „Þeir geta þá virkjað læki og fossa. Mér datt þetta í hug þegar virkjanafárið gekk yfir. Þetta er svona nýsköpunarhugmynd í anda Bjarkar Guð- mundsdóttur en um leið karllæg afstaða til hennar hugmynda.“ Pjetur Stefánsson myndlistarmaður 55 ára Veislan verður lítil og ljúf Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.