Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 49
Minningar 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Aðalbjarnadóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Að-albjarnardóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1928. Hún lést á dval- arheimilinu Kirkju- hvoli 20. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Aðalbjörn Stef- ánsson prentari f. á Garðsá í Eyjafirði 28.12. 1873, d. 18.6. 1938, og Þorbjörg Grímsdóttir hús- móðir, f. á Litla-Seli 8.7. 1889, d. 3.8. 1993. Guðrún átti 7 systkini sem öll eru látin. Það voru Aðalbjörn, f. 1915, d. 2002, Grímur, f. 1917, d.1987, Stefán, f. 1918, d. 1991, Kristín, f. 1920, d. 1981, Katrín, f. 1922, d. 1986, Guðjón, f. 1924, d. 1979, og Þor- björn, f. 1932, d. 1977. 15. janúar 1955 giftist Guðrún Helga Einarssyni, múrarameist- ara frá Sperðli í V-Landeyjum, f. 31.7. 1926, d. 20.6. 1998. For- eldrar hans voru Einar Einarsson frá Krossi A-Landeyjum, f. 2.11. 1887, d. 8.11. 1967 og Hólmfríður Jónsdóttir, f. í Króktúni í Hvol- hrepp 26.1. 1889, d. 4.10. 1980. Börn Guðrúnar og Helga eru: 1) Einar Helgason múrarameistari, f. 27.11. 1954, kvæntur Guðrúnu Þorgilsdóttur hárgreiðslumeist- ara, f. 24.4. 1959, búsett í Reykja- vík. Synir þeirra eru: a) Helgi, f. 10.4. 1980, hans sonur er Mikael Hrafn, f. 7.2. 2001, barnsmóðir Helga er Elfa Sif Ingimarsdóttir, f. 6.3. 1980. b) Þor- gils Bjarni, f. 10.12. 1983, í sambúð með Guðrúnu Björk Jónsdóttir, f. 16.12. 1985. 2) Aðalbjörg Katrín húsmóðir, f. 18.3. 1959, gift Gísla Antonssyni húsa- smíðameistara, f. 28.9. 1954, búsett í Danmörku. Sonur þeirra er Gísli Grímur, f. 4.10. 1996. 3) Hólmfríður Kristín verkakona, f. 25.1. 1961, í sambúð með Sig- mari Jónssyni flugradíómanni á Bakkaflugvelli, f. 15.4. 1957, bú- sett á Hvolsvelli. Börn þeirra eru: a) Elísabet Rut, f. 8.10. 1982, börn hennar og Gylfa Rafna Gísla- sonar, f. 24.4. 1970, eru Sigmar Valur, f. 29.3. 2003 og tvíburas- telpur Bryndís Rut og Lovísa Kar- en, f. 11.8. 2005. b) Jón Ægir, f. 1.5. 1987, kærasta Henný Hrund Guðmundsdóttir, f. 11.1. 1989. c) Rúnar Helgi, f. 24.11. 19984) And- vana fæddur drengur, 9.3. 1967. Fyrstu hjúskaparár Guðrúnar og Helga bjuggu þau í Reykjavík. Fluttust síðan á Hvolsvöll í sept- ember 1965. Árið 1967 byggðu þau sér hús í Stóragerði 12 þar sem Guðrún sinnti húsmóð- urshlutverkinu með sóma ásamt því að starfa við ræstingar á hin- um ýmsu stöðum á Hvolsvelli. Útför Guðrúnar fór fram frá Stórólfshvolskirkju 25. október, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Margar minningar koma upp í hugann og af mörgu er að taka. Fyrstu 6 árin mín bjuggum við í tveimur herbergjum hjá Grími bróður þínum og Lovísu konu hans, og var þá oft glatt á hjalla. Ég gleymi ekki þeim orðum þínum að það hefðu ekki allir tekið inn á sig svona stóra fjölskyldu. Ég velti því stundum fyrir mér hvort það hefði aldrei komið upp ágreiningur í eld- húsinu sem þið Lúlla deilduð, en þú neitaðir því. Á Hvolsvöll fluttum við svo um haustið 1965 og árið 1967 var fyrsta skóflustungan tekin að Stóragerði 12. Við krakkarnir fengum að taka þátt, þá var allt gert í höndunum, engar gröfur til að grafa grunninn, en þetta gekk. Við krakkarnir nagl- hreinsuðum og bárum hleðslustein- ana, sem okkur þóttu þungir. Stóragerði 12 var okkar fé- lagsmiðstöð og afdrep seinni árin. Oft hugsaði maður um umburðar- lyndi þitt að þola að hafa fullt hús af hlæjandi stelpum og strákum, þetta hefðu ekki allir leyft, en þú vildir vita hvar við vorum. Mamma talaði oft um afleggjarana sína, og þá átti hún við börnin sín, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Henni fannst hún svo rík. Þegar pabbi veiktist stóð mamma eins og klettur við hlið hans og hjúkraði honum eftir bestu getu. Árið 1998 dó pabbi og missir mömmu var mikill. Við börnin reyndum að fylla skarð hans með misgóðum árangri. Mamma var svo- lítill einfari í sér en hafði samt gam- an af að vera í góðra vina hópi sem hafði húmorinn í lagi. Ég og fjöl- skylda mín fluttum til Danmerkur fyrir 3½ ári síðan. Mamma var ekki sátt við þá ákvörðun. Síðasta heim- sókn okkar til hennar var dagana 6.- 13. okt og áttum við góðan tíma með henni. Ekki var ég búin að vera lengi í Danmörku þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að hún væri að fara að flytja inn á Kirkju- hvol tímabundið, en það var föstu- daginn 17. okt. Morguninn 20. okt. sofnaði hún svo svefninum langa eft- ir erfið veikindi. Elsku mamma, ég sakna þín mik- ið. Ég vil þakka Guðrúnu Ormsdótt- ur fyrir þær stundir sem hún átti með mömmu. Vögguvísan þín vera skal mér kær, elsku mamma mín, meðan hjartað slær. Minni alltaf á, ef ég gleymi þér; vondri freistni frá forði jafnan mér. Óreynt barn ég er, ung og veik og smá; vísan vísar mér veginn rétta á. Því skal vísan þín þínu barni kær, elsku mamma mín, meðan hjartað slær. (Höf. ók.) Elsku mamma, ég kveð þig nú. Við eigum eftir að hittast síðar. Þín dóttir Aðalbjörg Katrín (Daddý). Elsku mamma mín, þá ertu komin til pabba, foreldra og systkina þinna. Held ég að það hljóti að hafa orðið fagnaðarfundir. Þetta hefur þú fund- ið á þér elsku mamma, að komið væri að kveðjustund. Eins og þú sagðir svo oft: „Maður þarf ekki alltaf að drekka til að finna á sér.“ Oft var bú- ið að tala um hvort þú vildir fara á dvalarheimilið, en það vildir þú ekki. Þú vildir vera í þínu húsi innan um þínar minningar. „Á meðan ég get klætt mig og eldað ofan í mig, er ég ánægð með að fá vera í mínu húsi,“ sagðir þú svo oft. Ég var hlynnt þessari ákvörðun þinni og við systk- inin virtum hana. Það verður svo skrýtið að koma heim úr vinnunni núna og fara ekki til þín mamma mín. Þá hughreysti ég mig við orðin þín: „Manni þarf ekki að leiðast heima hjá sér, alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera.“ Það er alveg satt. Svo kom að því að þú gafst grænt ljós á að fara á dvalar- heimilið Kirkjuhvol. Þegar við fórum þangað seinni part föstudagsins 17. okt., varðst þú svo jákvæð og bara nokkuð hress. Við hittum Guðmund lækni þarna fyrir utan og þú sagðir við hann: „Þær á Kirkjuhvoli vita ekki hvaða pakka þú ert að senda til þeirra.“ Síðan hlóguð þið bæði. Þér leist vel á herbergið þitt, en fyrstu nóttina þína fór heilsu þinni að hraka mjög mikið. Þú kvaddir þennan heim snemma að morgni mánudags 20. okt. og dvaldir því ekki nema þessa einu helgi á Kirkjuhvoli. Sóley sagði mér að hún hefði sagt við þig á föstu- dagsmorgninum: „Guðrún mín, mað- ur fær svo fréttir af þér á Kirkju- hvoli“ og þú svaraðir henni með þeim orðum: „Já, já, þú lest það þá bara í Mogganum.“ Eins og ég skrifaði hér áður, þú hefur eitthvað fundið á þér. Það var samt alltaf stutt í húmorinn hjá þér mamma, þú lést það bara flakka sem þér datt í hug. Að lokum vil ég, fyrir hönd okkar systkina og fjölskyldu, þakka Guð- mundi lækni, Sóleyju og Arndísi fyr- ir umhyggjusemi og allt það sem þið gerðuð fyrir mömmu. Þetta er okkur ómetanlegt. Svona vildir þú hafa sitt líf og það ber að virða þó stundum hafi það verið erfitt. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Við hittumst síðar. Þín dóttir, Hólmfríður Kristín (Hoffý.) Guðrún Aðalbjarnardóttir Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR A. ÞÓRÐARSONAR, Holtsflöt 4, Akranesi. Málfríður K. Björnsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson, Skúlína H. Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Þórður Guðmundsson, Guðný Hrund Rúnarsdóttir, Ólöf Ásta Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðjónsson og afabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS KR. BERGSTEINSSONAR fyrrverandi forstjóra, Skúlagötu 20. Brynja Þórarinsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Magnússon, Bergsteinn Gunnarsson, Anna S. Björnsdóttir, Theódóra Gunnarsdóttir, Garðar Þ. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÍVARS REYNIS STEINDÓRSSONAR frá Teigi, Furugrund 66, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 16. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans Fossvogi og Hringbraut fyrir góða umönnun. Sólveig Jóhannesdóttir, Þórarinn Ívarsson, Maitza Esther Pacifico Ospino, Steindór Ívarsson, Jón Sigurðsson, Sigurjón Ívarsson, Ásta Guðríður Björnsdóttir, Guðrún Ívarsdóttir, Þorvaldur Siggason, Rúnar Ívarsson, Sigrún Sölvey Gísladóttir, Kolbrún Ívarsdóttir, Jóhann Anton Ragnarsson, Ólafur Björn Heimisson, Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR VALDIMARSSONAR, Móasíðu 6a, Akureyri. Sérstakar þakkir til Oddfellowreglunnar fyrir veittan stuðning. Þóranna Þórðardóttir, E. Ásrún Guðmundsdóttir, Árni Ragnarsson, Margrét Unnur Akselsdóttir, Erik Andersson, Valdimar R. Guðmundsson, Daðey A. Sigþórsdóttir og afabörn. ✝ Innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, SIGURÐAR HELGASONAR fyrrv. deildarstjóra í menntamálaráðuneyti frá Heggsstöðum, Hrafnhólum 2, Reykjavík. Soffía Kristjánsdóttir, Ágúst Heiðar Sigurðsson, Margrét Haraldsdóttir, Álfheiður Sigurðardóttir, Daði Guðmundsson, Helga Guðrún Sigurðardóttir, Guðný Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU KRISTÍNAR GÍSLADÓTTUR, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 23. október. Björg Atladóttir, Hilmar Pétur Þormóðsson, María Lára Atladóttir, Hörður Hagelund Guðmundsson, Gísli Árni Atlason, Kornelía Kornelíusdóttir, Arngunnur Atladóttir, Ragnar Már Einarsson, Ásgerður Atladóttir, Hilmar Sigurgíslason, barnabörn og barnabranabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.