Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Land og synir Ragnar Kjart- ansson var lítill pjakkur, hér með Einar Jón Briem og Jakob Þór Einarsson fyrir aftan sig. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is A ðalheiður Jóhann- esdóttir segist jafnan vera kölluð Heiða props, svo bætir hún við skellihlæjandi: „eða propsdruslan eða vargatítlan.“ Hún bíður glaðbeitt eftir blaða- manni í anddyri Borgarleikhússins og bendir honum að fylgja sér um húsið. „Þetta eru mestallt ungir strákar í leikhópnum og ég segi stundum við þá að ég muni kyssa þá ef þeir hlýða mér ekki – þá hlaupa þeir til!“ Leiðin liggur um leikmynd Fólksins í blokkinni á stóra sviðinu, úttroðna en vel skipulagða leik- munageymsluna og loks á kont- órinn, þar sem áfengisflöskur eru í hillum, að vísu tómar, en tappað er á þær fyrir leiksýningar. Þar er lin- ur fótbolti, einstæður tölvuskjár, brún ferðataska og stafli af mynda- albúmum. Byrjaði sem sætavísa 1961 Það fyrsta sem Heiða sá af leikhúsi var gamla fatageymslan í Iðnó, en Þorgerður Sveinsdóttir, móðursystir hennar, vann þar og tók hana oft með sér. „Ég fór á fyrstu sýninguna fjög- urra ára. Leikritið hét Elsku Rut og þetta var síðasta sýning á því árið 1950. Það eina sem ég man er að það voru göt á leiktjöldunum og fyrir sýn- inguna voru leikararnir að kíkja út í sal. Svo fékk aðalleikkonan blómvönd í lokin. En ég sá öll gamanleikrit upp frá því og öll barnaleikrit í Þjóðleik- húsinu frá opnun þar.“ Ekki fór hjá því að leikhúsið yrði hennar vettvangur. „Ég fékk að sitja á borði fyrir aftan salinn sem krakki og sá sumar sýningarnar mörgum sinnum. Þegar ég var 15 ára fékk ég að vísa til sætis. Þannig byrjaði það. Það var árið 1961 og ég sinnti því með skóla og annarri vinnu. Ég man að ég fékk 35 krónur á sýningu á kvöldi, sem dugði fyrir bíómiða og smá- nammi. Svo vantaði einhvern í props- ið eða leikmunina og þá fór ég upp á svið.“ Stundum sést Heiðu bregða fyrir á sviðinu, oftast svartklæddri með hettu á höfðinu, og hún hleypur án þess að heyrist í henni. „Það er mik- ilvægt, ekki síst í nýja leikhúsinu, því vegalengdirnar eru miklar og oft þarf að fara hratt yfir,“ segir hún. „Annað gilti um Iðnó, þar sem maður rétti út höndina og var kominn inn á svið.“ Maður fórnar ýmsu Og Heiða hefur unnið með mörg- um kynslóðum leikara, Brynjólfi Jó- hannessyni afa Þórs Túliníusar, og Haraldi Björnssyni, afa Stefáns Jóns- sonar. „Ég hef unnið í leikhúsinu síð- an 1961, þannig að þetta er dálítið langur tími,“ segir hún brosandi. „Brynjólfur var yndislegur. Ég get sagt þér sögu af honum úr fyrstu uppfærslunni á Fló á skinni árið 1972. Þá lék hann gamla manninn í rúminu og var stressaður fyrir sýningar, vildi að byrjað yrði snemma, af því að hann þurfti að ná strætó heim eftir að þeim lauk. En það var hlegið svo mik- ið að þær drógust alltaf á langinn. Strætóbílstjórarnir stoppuðu hins- vegar og tóku hann upp í þegar þeir keyrðu framhjá og ég veit um eitt dæmi, þau voru örugglega fleiri, þar sem þeir biðu eftir honum fyrir utan Iðnó.“ Fyrsta uppfærslan gekk í þrjú ár við ótrúlegar vinsældir, sló öll að- sóknarmet og hélt metinu í sýning- arfjölda þar til nýverið. Og Heiða vann einnig við uppfærsluna á Fló á skinni árið 1990. „Þetta er alltaf svo- lítill hasar. Þá var Árni Pétur Guð- jónsson í aðalhlutverki og ég man eft- ir einni sýningu, þar sem hann kom út af sviðinu og heimtaði að fá að skipta um föt. Við vorum tvær sem sáum um hraðskiptingarnar og harð- neituðum, en hann byrjaði að rífa sig úr og var óðar kominn inn á svið aft- ur. Þá uppgötvaði hann að hann hafði ruglast, enda kom hann inn á röngum stað í sýningunni, og afsakaði sig út af sviðinu aftur. Seinna heyrðum við Og þá fór ég á sviðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiða props hefur annast leikmuni í öllum sýningum LR í rúma fjóra áratugi. Leikhúsið er hennar vettvangur, eins og fram kemur í frásögnum hennar og ljósmyndum. Og allir eru leikararnir eftir- minnilegir! ‘‘OG STUNDUM DETTURHEIÐA Í HLUTVERKSTATISTA, EINS OG ÍLEIKRITINU HINU LJÓSA MANI. „ÞAR LÉK ÉG GRIÐKONU, ÞJÓNAÐI TIL BORÐS, NJÓSNAÐI UM ELSKENDURNA, SVO LÉK ÉG LÍK OG LOKS ÍS- LENSKAN AUMINGJA Á ÞINGVÖLLUM.“ Land og synir Fremst eru Jakob Þór Einarsson, Heiða Props og Ellert A. Ingimundarson. Þá Kristján Franklin Magnús og Ein- ar J. Briem. Efst glittir í Karl Ágúst Úlfsson. Féleg fés „Þar sá ég bara um leikmunina og var ekki í sýning- unni, en þeir réðust á mig og einhver tók myndavélina og smellti af,“ segir Heiða brosandi um strákapör Viðars Eggerts- sonar, Karls Guðmundssonar og Aðalsteins Bergdals. Í leikhúsinu Heiða props er manneskjan sem dregur kanínur upp úr hatti sínum þegar þarf að útvega þær í leiksýningar, svo bregður hún sér í ýmis gervi. Ofvitinn Heiða lék peysufatakellingu sem frelsaðist í Ofvitanum. Ástin sigrar Gísli Halldórsson í eftirminnilegu hlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.