Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 25
Hönnun 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 ÍMiðausturlöndum snýst lífiðekki bara um kvennakúgun ogstríð eins og ætla mætti af frétt-um. Þar er stundum gaman og fólk gerir sér ýmislegt til dundurs og skemmtunar. Oft er meira að segja stutt í pjattið og glysgirnina – yst sem innst. Að minnsta kosti sums staðar, eins og þær Malu Halasa og Rana Salam afhjúpuðu í nýlegri bók sinni, The Secret Life of Syrian Lin- gerie, eða Leyndardómur sýrlenskra kvennærfata. Þær segja kvennærfatafram- leiðslu hafa verið í miklum blóma í Sýrlandi eftir að hinu svokallaða Yom Kippur-stríði lauk og efnahagur landsins batnaði 1973. Upp úr því fóru slík klæði að gegna þýðing- armiklu hlutverki í hefðum sem tengdust brúðkaupsnóttinni hjá múslimum þar og í nálægum löndum. Engar „ömmubrækur“ Nærklæði þessi eru sannarlega ekkert í líkingu við ömmubrækur samkvæmt myndunum í bókinni. Mörg hver eru afskaplega efnisrýr og mismunandi að allri gerð; efni, sniði, mynstrum, litum og skrauti. Fjaðrir og gerviblóm eru kannski meðal ófrumlegustu dæmanna um skreytingarnar því þær bera vitni um afar frjótt hugarflug og á tíðum listrænt auga, þótt eflaust megi deila um smekklegheitin. Lostafull nærföt myndu einhverjir sjálfsagt segja. Höfundar bókarinnar eiga rætur að rekja til Miðausturlanda, en starfa báðar í London. Halasa hefur skrifað margar bækur um listir og menningu og Salam er grafískur hönnuður, sem hefur flutt fyrirlestra og haldið sýn- ingar víða um heim. Við undirbúning bókarinnar komust þær að því að í Sýrlandi og víða í Miðausturlöndum eru kvennærföt af þessu tagi talin vera báðum kynjum til ánægju og yndisauka. Vesturlandabúum þykir eflaust skjóta skökku við að í löndum þar sem ströng trúarleg og íhaldssöm gildi eru í hávegum höfð séu fram- leidd svo eggjandi kvennærföt. Höf- undarnir benda aftur á móti á að ísl- amskt samfélag í Sýrlandi sé fjarri því að vera teprulegt og karlar og konur tali opinskátt um kynlíf og hafi gaman af að gantast með það á góðri stund. Beggja hagur „Þetta snýst um ímyndunarafl,“ segir Salam. Fyrir konuna geta nær- fötin þýtt frelsi og að það sé í lagi að gera tilraunir með eiginmanni sínum, ávinningurinn sé einnig hans.“ Á stærsta markaðinum í Damas- kus, Al-Hamidiyeh, eru sérstök „undirfata-göng“, þar sem heimsins nýstárlegustu „brúðkaups-nærföt“ eru í löngum röðum og seljast grimmt, að þeirra sögn. Mæður brúðanna og verðandi eiginmenn eru sögð kaupa allt að 30 skrúða í einu. Margar eiginkonur gera líka magn- innkaup til að eiginmennirnir fari síður út af hjónabandssporinu. Þeir kaupa svo væntanlega handa eig- inkonum sínum – eða ástkonum. Hversu áhugaverð sem fólki kann að finnast bók þeirra Halasa og Sa- lam verður því ekki neitað að þær fara frumlega leið til að varpa ljósi á hugarfar þjóðar. vjon@mbl.is Sýrlenskur leyndardómur Djarft Sumum kemur líklega á óvart að í löndum, þar sem íhaldssöm gildi eru í hávegum, séu framleidd svo eggjandi kvennærföt. »Kvennærfatafram-leiðsla hefur verið í miklum blóma í Sýr- landi síðan 1973 Espresso-bollarnir fást í mörgum litum en nýjasta afbrigðið er brúnn bolli sem er litaður að innan í bláum eða grænum tónum. Guðný er ennfremur að nota stærra glas í annað verk. „Ég nota stórt mjólkurglas af sömu tegund í eldhúsljós og var að kynna það á sýningunni í Ráðhúsinu um síðustu helgi,“ segir hún. Bollinn er fáanlegur í Skruggu- steini, Kraumi við Aðalstræti og Epal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. ingarun@mbl.is Guðný Hafsteinsdóttir er listakonan á bak við litla espresso-bolla sem ilma ekki síður af fortíðarþrá en kaffi. Guðný er leirlistarkona og kennari að mennt og rekur verk- stæðið Skruggustein í Kópavoginum. „Ég kynnti bollann í fyrsta skipti á jólasýningu Handverks og hönnunar í fyrra. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Guðný sem segir marga vera ánægða með þetta gamla form. Bollinn er nefnilega steyptur eftir gömlu glasi. „Ég komst yfir gamalt glas af þessu tagi. Snertingin við það kveikti minningar hjá mér og ég hugsaði með mér að það væri gam- an að gefa glasinu nýtt líf. Það eru fá svona glös til í dag enda flest brotin. Ég á fjögur glös sem ég nota í grunninn. Þetta eru allt barnaglös en það er smávegis stærðarmunur á þeim,“ útskýrir hún um innblást- urinn. Listakonunni finnst fátt betra en góður kaffibolli og nýtur þess að drekka úr bollanum. „Það er gaman að gefa þessum gömlu glösum nýtt hlutverk,“ segir leirlistarkonan og útskýrir nánar: „Takmark mitt er að gera nytjahluti sem eru líka húm- orískir, vekja einhverja gleði með fólki. Allt frá upphafi hef ég verið að nota eitthvað gamalt og færa það í nýjan búning.“ Fortíðarþrá Bollarnir fást í ýmsum litum. Nytjahlutir með húmor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.