Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 37
irbúið mig með því að tala stöðugt um hversu siðlaus og lyginn Sævar væri og hvöttu mig til að reyna að koma fyrir hann vitinu. Nú sat hann þarna á stól og spurði mig hvers vegna ég væri að gera þetta. Það var búið að segja honum að ég hefði ját- að og hann var að reyna að segja mér að ég væri að koma mér í ævi- langt fangelsi með þessu. Hann var að reyna að segja mér að þessi lögguhelvíti væru að gera sér upp umhyggju en væru að nota mig. Hvort ég sæi ekki að þeim væri skít- sama þótt ég færi í ævilangt fangelsi frá barninu fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Eggert stóð upp og kippti í stólinn hans um leið og hann sagði honum að stilla sig. Sævar sagði honum að halda kjafti en Eggert kippti þá í hárið á honum og rykkti höfði hans aftur á bak. Sævar greip um hendur hans og sagði honum að sleppa sér. Eggert kippti aftur í, sleppti síðan og sagði honum að hann skyldi hafa sig hægan, hér væri það ekki hann sem stjórnaði. Mig verkjaði af sektarkennd yfir því sem var að gerast og ég fór að gráta; þetta var allt mér að kenna og ég sá enga leið út. Ég gat ekki hugs- að skýrt og hélt áfram að biðja Sæv- ar að segja bara það sama og ég, Kristján Viðar væri líka búinn að játa og það þýddi ekkert að berjast á móti. Ég gat ekki afborið að sjá farið svona með hann. Smám saman jókst æsingurinn, Sævar blótaði og menn fóru að hækka róminn þar til svo virtist sem allir væru farnir að öskra. For- stöðumaður fangelsisins hafði sig í frammi af heift og þegar Sævar sagði honum einnig að halda kjafti stóð hann upp, lyfti handleggnum og lét lófann skella flatan á andliti Sæv- ars sem missti jafnvægið þar sem hann sat á stólnum. Eggert stóð hjá og greip hann áður en hann datt í gólfið. […] Ákvað að segja satt Þar kom að ég var aftur sótt til yf- irheyrslu. Ég herti upp hugann og sagði sjálfri mér enn einu sinni að ég gæti horfst í augu við fyrirlitningu rannsóknarmannanna. Þeir hlytu að lokum að sjá að þetta væri eina færa leiðin út úr ógöngunum. Þeir vissu fullvel að ekkert af þessu hefði átt sér stað í raun og veru. Þeir urðu að fara að sjá það sjálfir að þetta gengi aldrei upp svona, hversu mikið sem ég vildi gera þeim til geðs. […] Rannsóknarmenn vildu vita hvernig ég hefði haft það. Ég sagði þeim að ég hefði hugsað málið og vildi gera hreint fyrir mínum dyrum. Svo lét ég vaða. Ég sagði þeim að enginn af strákunum vissi hvað hefði orðið um Geirfinn enda vissi ég það ekki sjálf. Þetta væri allt ímyndað og ósatt. Ég hefði verið að ljúga. Svo hélt ég niðri í mér andanum meðan ég beið eftir dómnum. Þremenningarnir sýndu engin merki þess að þeim hefði orðið um. Sigurbjörn tók til máls. Hann fór varlega í fortölurnar. Það tók mig tíma að átta mig á því að þeir voru alveg lokaðir fyrir tali sem þessu. En svo fór ég að skilja hvað Sigurbjörn var að fara. Auðvitað hefði þetta allt saman gerst, á því gat ekki leikið nokkur vafi. Hann útskýrði að þeir væru komnir mjög langt með rann- sókn málsins. Þeir væru búnir að taka gríðarlega margar skýrslur sem allar bæri að sama brunni. Aug- ljóst væri að við værum fólkið sem vissi hvað hefði orðið Geirfinni að aldurtila og hvers vegna. Skiljanlega væri þetta erfitt fyrir mig. Sævar væri jú barnsfaðir minn og það tæki á mig að vitna gegn honum. En ég skyldi vera minnug þess hversu grátt hann hefði leikið mig og raun- verulega bæri hann ábyrgð á þessu öllu saman. Nú skyldi ég bara herða upp hugann og halda áfram að vera dugleg svo binda mætti enda á þessa erfiðleika. Tilraunir mínar voru vonlausar. Rödd mín drukknaði í fortölum þeirra og umhyggju. Þeir skildu vel að þetta væri erfitt fyrir mig, ekki síst hvað viðkæmi barninu mínu. Þeir reyndu að stappa í mig stálinu með því að segja mér að það væri á dagskrá að ég fengi að sjá Júlíu, þeir ættu bara eftir að finna út hvernig best væri að haga slíkum fundi. Yf- irheyrslunni lauk á þann veg að ég var fullvissuð um að best væri fyrir mig að halda áfram að vera dugleg eins og áður, þeir skyldu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að ljúka málinu sem allra fyrst svo ég gæti losnað en koma á samfundi okkar mæðgna í millitíðinni. Löngum og flóknum samskiptum okkar lauk með því að ég missti móð- inn og lofaði að hugsa málið betur. Enga von virtist vera að finna í sann- leikanum. Einhverntíma um sumarið fór ég að finna fyrir spennu meðal rann- sóknarmanna sem birtist meðal ann- ars í óþolinmæði þeirra í yf- irheyrslum. Þeir voru farnir að tala við mig um það hversu illa rann- sóknin gengi og að nú yrði að fara að sjá fyrir endann á málinu. Þeir sögðu að þeir hefðu vart átt sér einkalíf eft- ir að rannsóknin hófst og þyrftu að fara að komast frá þessu. Mikið væri þrýst á þá til að ljúka málinu því það hefði valdið miklu uppnámi í landinu og væri farið að hvíla eins og mara á almenningi. Alvaran væri slík að dómsmálaráðherra fylgdist náið með rannsókninni. Og þeir töluðu um að ef hægt væri að túlka framkomu mína í málinu sem svo að ég væri ósamvinnuþýð eða sem viðleitni til að trufla eða tefja rannsóknina gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir mig. Þá gæti ég átt yfir höfði mér þungan dóm og barnið yrði tekið af mér. Ég yrði því að vera duglegri að rifja upp hvað raunverulega gerðist og hjálpa þeim að fá samhengi í mál- ið svo ástandið í samfélaginu gæti komist aftur í eðlilegt horf og þeir farið að snúa aftur til eðlilegs lífs. Nauðgun í fangaklefa […] Ég hafði ekki getað sofið það sem eftir var næturinnar. Ég sagði ein- um rannsóknarmannanna frá þessu og hann talaði við mig af umhyggju. Hann ræddi við mig um hversu erfitt hlyti að vera fyrir mig að vera alltaf alein í klefa mínum á hverju sem gengi. Ég hlyti að vera einmana og þurfandi fyrir að einhver væri góður við mig. Ég fór hjá mér við slíkt tal og vissi ekki hvernig ég ætti að svara. Hann sagði eitthvað í þá veru að ég gæti alltaf leitað til sín ef ég þyrfti á vini að halda, hann vildi reynast mér eins vel og hann mögulega gæti. Kannski gæti hann gert meira fyrir mig en hann hefði gert fram að þessu. Ég var ekki viss um hvað hann var að fara en fannst tal hans orðið óþægi- lega nærgöngult. [ . . .] Skömmu eftir þetta samtal lá ég í rúminu í klefa mínum að kvöldi dags og las þegar hann birtist skyndilega í klefadyrunum. Hann heilsaði og settist á rúmstokkinn hjá mér. Ég settist upp um leið og hjartsláttur minn varð ör og ég varð óörugg. Hann spurði hvernig ég hefði haft það og minnti mig á loforð sitt um að sinna mér betur. Svo stóð hann upp og kíkti fram eftir ganginum í gegn- um þrönga gættina á klefadyrunum. [ . . . ] Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, stóð upp og renndi upp buxna- klaufinni. Hann horfði fast á mig þegar hann sagði mér að gæta þess að enginn kæmist nokkru sinni að þessu. Hann væri að taka mikla áhættu til að gera þetta fyrir mig. Svo var hann farinn. Ég sat sem steinrunnin eftir að ég var orðin ein. Ég reyndi að átta mig á því sem gerst hafði en eina hugsun mín var sú að ég væri ógeðsleg drusla. Ég starði í hrjúfan, græn- málaðan vegginn eins og ég byggist við að hjálp mín kæmi þaðan. En það kom engin hjálp. Svo kom skjálftinn. Mér var orðið kalt og ég hnipraði mig saman og vafði teppinu eins þétt að mér og ég gat. Skjálftinn ágerðist og ég réð ekkert við hann. Ég lá samanherpt og skalf stjórnlaust. Þrátt fyrir lyfjagjöf hafði ég lítið sofið þegar komið var með morg- unmatinn. Ég hafði stöðugt verið að hrökkva upp, fannst einhver vera að koma inn í klefann til mín og nú fannst mér fangavörðurinn horfa einkennilega á mig. Ég leit undan af ótta við að hann gæti séð hvað gerst hefði. Minningin hélt áfram að þrengja sér fram í huga minn svo óendanlega niðurlægjandi. Hvað hafði ég gert til að valda þeim mis- skilningi að ég gæti hugsanlega vilj- að þetta? Hafði hann ekki sagt að hann væri að gera þetta fyrir mig? Sú tilfinning hvíldi þungt á mér að ég bæri ábyrgð á því sem gerst hafði. Að þetta hefði verið mér sjálfri að kenna. Tilfinningin þrúgaði mig í mörg ár eftir þetta og átti eftir að hafa meiri áhrif á líf mitt en mig hefði getað órað fyrir. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég skildi merkingu orðsins nauðgun. […] Fljótlega eftir atvikið voru aukin við mig lyfin. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar að ég rakst á skýringar á þeirri aukningu. Í dag- bók fangelsisins kom fram að lækn- irinn hefði fyrirskipað að mér yrðu gefnar tvær pillur sem afgreiddar yrðu í apóteki að undirlagi hans en mér skyldi síðan gefin getn- aðarvarnapillan strax á eftir og hana tæki ég í þrjár vikur. En það var ein- mitt það sem konum var gefið þegar þær óttuðust ótímabæra þungun; þær voru látnar taka tvær pillur sem kallaðar voru „startpillur“. lega Geirfinn Hættuleg? Erla og Sævar með litlu dóttur sína skömmu áður en þau voru handtekin. Almenningur hafði skýra mynd af stórhættulegu glæpafólki. Játningar Frétt Morgunblaðsins 3. febrúar árið 1977, um játningar þre- menninganna að hafa ráðið Geirfinni Einarssyni bana. Bókin Erla, góða Erla er gefin út af Vöku-Helgafelli. 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Pólýfónfélagið Pólýfónkórinn 50 Years Celebration of Life with Music Fyrstu tónleikar Pólýfónkórsins undir því nafni voru í apríl 1958. Pólýfónfélagið hefur í tilefni af 50 ára afmælinu þegar gefið út fjóra geisladiska með upptökum frá tónleikum kórsins. Nú í haust komu út tveir diskar til viðbótar og hafa þá komið út alls 6 diskar á afmælisárinu. Þetta eru tveir diskar í setti. Á fyrri diskinum (POL-015) er upptaka frá lokatónleikum Pólýfónkórsins og S.Í. 10. nóv. 1988 í Háskólabíói. Þar voru fluttir kaflar úr Marienvesper eftir C. Monteverdi; Magnificat eftir J.S.Bach. Einsöngur: Elísabet F. Eiríksdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson; Te Deum og Fangakórinn úr Nabucco eftir G.Verdi; Habanera og Blómaarían úr Carmen eftir G.Bizet. Einsöngur: Sigríður Ella Magnúsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson; og loks kvartett úr Stabat Mater eftir G.Rossini. Einsöngur: Elísabet F Eiríksdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson. Á hinum diskinum (POL-016) er upptaka frá tónleikum Pólýfónkórsins og S.Í. í Háskólabíói 10. maí 1984. Þar var flutt Stabat Mater eftir G.Rossini með ítölskum söngvurum: D.Mazzola, C.Clarich, P.Barbacini og Carlo de Bortoli. Á diskinum er einnig Carmina Burana eftir Carl Orff í styttri útgáfu. Einsöngur: Sigríður Ella Magnúsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Erna Guðmundsdóttir. Sú upptaka var gerð á lokatónleikunum 1988. Áður hafa komið út Messa í h-moll eftir Bach (POL-011 og POL- 012), Upptökur úr Spánarför 1982 (PLO-013) og Sine Musica, endurútgefin plata frá 1973 (POL-014). Á þessum sex geisladiskum eru gefin sýnishorn af söngstíl Pólýfónkórsins með dæmum úr vestrænni tónlistarsögu allt frá endurreisn til nútíma á 20. öld. Stjórnandi á öllum tónleikunum var Ingólfur Guðbrandsson. Frekari upplýsingar: Ólöf M. S: 565 6799 - 847 7594 og Guðmundur S: 553 0305 - 864 0306 Jólakort 2008 Upplýsingar í síma 896 5808 @ Fréttirá SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.