Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 42
42 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. nóvember. Jólagjafir frá fyrirtækjum Kaupmenn við ofanverðan Lauga- veg eru farnir að leiða hugann að jól- um og undirbúningi þeirra. Það hef- ur verið góður íslenskur siður að skúra í hólf og gólf og hampa því besta fyrir jólin. Í ljósi núverandi efnahagsástands veitir ekki af sam- stöðu, því með samtakamætti má koma ýmsu til leiðar. Vegna stöðu íslensku krónunnar má búast við talsverðri aukingu er- lendra ferðamanna til jólainnkaupa í höfuðborginni. Í flestum stór- borgum er aðalverslunargatan sómi borgarinnar og skreytt á veglegan hátt fyrir jólin. Margar ókeypis til- lögurnar hef ég komið með til for- ráðamanna borgarinnar en lítil sem engin viðbrögð fengið. Ég hef marg- oft velt því fyrir mér hvort kaup- menn, sem staðið hafa vörð um að- alverslunargötu höfuðborgarinnar, séu einskis virði í augum borgaryf- irvalda? Hvort borgaryfirvöldum sé slétt sama um áratuga reynslu þeirra við aðalverslunargötuna í Reykjavík? Ein af tillögum mínum til að lífga upp á steindauðar aspir á Laugaveg- inum er að vera í samvinnu við skóg- ræktarstjóra borgarinnar og koma í verk aðgerðum eins og t.d. að setja trjágreinar utan um aspirnar og smella svo ljósaseríum á. Með svona aðgerð vermum við götumyndina verulega og sköpum jólalega stemn- ingu á Laugaveginum með litlum sem engum tilkostnaði. Með það í huga og til að létta lund okkar allra förum við fram á að Reykjavíkurborg veiti styrk, stuðn- ing og aðstoð við að gera götumynd Laugavegarins sem skemmtilegasta og mest aðlaðandi á aðventu og í svartasta skammdeginu. Fram að þessu hefur verið áhersla á skreyt- ingu miðborgar Reykavíkur frá Kvos og upp eftir Laugavegi og Skólavörðustíg. Þetta svæði þarf nauðsynlega að stækka og tengja betur saman með skreytingum og lýsingu. Auðar verslanir þarf að skreyta, lýsa upp og enn betra væri að finna þeim nýtt og gefandi hlut- verk á aðventunni. Í samstarfi við t.d. framhaldsskóla miðborgarinnar, Listaháskóla Ís- lands og handverksdeild hins nýja Tækniskóla mætti þróa hugmyndir sem henta pyngjunni en eru þó um- hverfinu til sóma. Hin hagsýna hús- móðir þarf að ráða ríkjum svo að heimilisbókhaldið haldi velli. Borg- aryfirvöld beittu sér fyrir hreins- unarátaki í sumar sem skilaði ár- angri. Við kaupmenn við ofanverðan Laugaveg leggjum til að borgaryf- irvöld beiti sér nú á sama hátt og verði í forsvari með kaupmönnum um að skreyta og lýsa upp miðborg- ina fyrir aðventuna og skammdegið. Með útsjónarsemi og hugmynda- auðgi má vinna að fegrun og skreyt- ingu miðborgarinnar á þann hátt að öllum sé sómi að. Ein af höf- uðdyggðum Íslendinga í gengnum aldirnar hefur verið gestrisni, sama hversu fátæk eða illa stödd við vor- um. Með það að leiðarljósi getum við fegrað göturými Laugavegs og tekið þannig vel á móti gestum, jafnt Ís- lendingum sem erlendum ferða- mönnum. Verkefni af þessu tagi getur verið samstarfsverkefni borgaryfirvalda og kaupmanna og um leið fram- kvæmd sem lýsir samstöðu og vilja til að standa vörð um miðborgina. Með bréfi þessu er óskað eftir samstarfi við borgaryfirvöld um að hrinda þessum hugmyndum í fram- kvæmd. Með kveðju og þökkum. BORGHILDUR SÍMONARDÓTTIR, kaupmaður í Vinnufatabúðinni. Opið bréf til borgarráðs Reykjavíkur Frá Borghildi Símonardóttur Á ALLRAHEILAGRAMESSU var sr. Hjörtur Pálsson vígður til prestsþjónustu í Þjóðkirkjunni, sá elsti sem hlýtur vígslu en sr. Hjört- ur er fæddur 5. apríl árið 1941 og var því 67 ára, sex mánaða og 27 daga á vígsludaginn. Fram til þessa hafði sr. Sig- urbjörn Ástvaldur Gíslason átt met- ið en hann vígðist heimilisprestur á Elliheimilinu Grund 23. ágúst 1942 og var þá 66 ára, sjö mánaða og 22 daga að aldri. Sr. Ólöf Ólafsdóttir var 60 ára, átta mánaða og 11 daga gömul er hún var vígð til prestsþjónustu á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. júlí 1988. Ekki er vitað um fleiri presta sem vígðust eftir sextugt. Um daginn kom fram í fjöl- miðlum að sr. Arngrímur Jónsson hefði vígst til Odda 23 ára gamall. Á vígsludaginn, 7. júlí 1946, var sr. Arngrímur 23 ára, fjögurra mánaða og fjögurra daga gamall. Yngri var sr. Dalla Þórðardóttir en hún vígðist til Bíldudals 31. maí 1981 og var þá 23 ára, tveggja mán- aða og tíu daga. Sr. Guðmundur Helgason, faðir Ásmundar biskups, var 23 ára er hann vígðist sem aðstoðarprestur að Hrafnagili í Eyjafirði á afmæl- isdaginn sinn 3. sept. 1876. Tveir núlifandi prestar hafa hlot- ið prestsvígslu áður en þeir náðu 23 ára aldri. Sr. Ólafur Jóhannsson vígðist sem skólaprestur 31. maí ár- ið 1982. Það var einum mánuði og einum degi fyrir 23 ára afmæli hans. Yngsti prestur, sem vígst hefur hérlendis á síðari tímum, er þó sr. Þórir Stephensen. Hann vantaði einn mánuð og ellefu daga í 23 ár er hann vígðist sóknarprestur í Stað- arhólsþingum í Dölum 21. júní 1954. Þessar og aðrar skemmtilegar upplýsingar eru í Guðfræðingatali sem Prestafélag Íslands hefur gefið út. ÓLAFUR JÓHANNSSON prestur. Elsti og yngsti prestur á síðari tímum Frá Ólafi Jóhannssyni PÍNULITLIR rollingar sem varla standa út úr hnefa príla upp á píanóbekkinn þrjú og þrjú saman og hamra litla lagið sitt með ákafa. Fiðlubörnin eru ekki stærri, hljóðfærin minna helst á leikföng og það er líka leikur í því að setja fiðluna upp á höfuðið áður en hún er lögð undir kinn. Eða hvað? Hver einasta hreyfing, hver einasti leikur, er hluti af þaulhugsaðri aðferðafræði sem kennd er við meistara Suzuki. Kennarar og foreldrar í sameiningu taka í hendur barnanna og leiða þau inn á braut sem opnar þeim nýja og spennandi heima tónlistar og eykur jafn- framt með þeim sjálfstraust og þor. Eldri börnin koma inn á sviðið, orðin vön að spila fyrir áheyrendur. Tæknin og kunnáttan hefur aukist, en ekki nóg með það. Þau eru örugg í þessu um- hverfi, vita að þau eiga samherja bæði í foreldrum og kennurum og þau geisla af ánægju yfir að sýna okk- ur hvað þau hafa lært mikið síðan við heyrðum þau spila síðast. Þau hlusta líka með andakt á stóru krakkana, fyrirmyndir sínar, þegar röðin kemur að þeim. Við fullorðna fólkið eigum engin orð til að lýsa aðdáun okkar og stolti þegar við heyrum í elstu nem- endunum. Þrátt fyrir ungan aldur eru þau orðin raunverulegir tónlistarmenn. Sá heimur sem opnaður var fyrir þeim ungum og þau hafa fengið styrka og elskulega leiðsögn um er orðinn þeirra staður, þeirra heimili, sem þau opna nú fyrir okkur og leyfa okkur að njóta með sér. Lófatakið dynur og börn og kennarar hneigja sig djúpt. Áheyrendur ganga úr salnum með gleði og þakklæti í hjarta. Meðan við eigum þá fjársjóði sem felast í börnunum okkar og í þeim sem kenna þeim að opna hugi sína og hjörtu fyrir fegurðinni getum við horft vongóð til framtíðar. Til hamingju með 10 ára afmælið, Allegro! RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR, suzuki-amma. Birta í skammdeginu Frá Ragnheiði Gestsdóttur EINHVERS STAÐAR stendur skrifað: „Það er ekki hvað þú segir heldur hvað þú gerir sem hefur áhrif.“ Þetta ber að hafa í huga svo við gleymum okkur ekki í efnahagskrepp- unni og leggjum þannig grunn að annarri kreppu, tilvistarkreppu. Reyndin er sú að missi fylgir sorg- arferli en hvernig sem það kann að hljóma verður það ferli að þróast í átt að sátt að lok- um. Sú sátt kann að vera sár en engu að síður nauðsynleg okkur öll- um því ekki reynist alltaf hægt að breyta ástandinu eins og að end- urheimta tapaðar eignir, starf eða horfinn ástvin. Þeir sem þora að takast á við sín mál ná stjórn á aðstæðum í stað þess að láta aðstæður stjórna sér. Þessir aðilar þora að staldra við og spyrja sjálfa sig krefjandi spurn- inga, s.s. hvernig stend ég mig í þeim hlutverkum sem ég tilheyri. Hef ég verndað æru mína eða hef ég selt hana? Hef ég verið einlæg eða verið fölsk? Eru orð mín til eft- irbreytni eða ættu þau helst að gleymast? Þar sem ég sting niður fæti, er ég velkomin eða er mér ein- hvers staðar úthýst? Hver eru gildi mín og hver verða gildi barnanna minna? Við höfum alltaf val um hvernig við ætlum að vinna með hlutina og lifa með þeim. Horfum inn á við og leitum svara, þannig náum við frek- ar að gera það besta úr því sem að höndum ber. Hvort hefði betri áhrif á börnin þín og þína eigin framtíð að nýta það val eða ekki? Enginn getur gert betur fyrir þig en þú og það sem þú gerir smitar út frá sér. LÁRA ÓSKARSDÓTTIR Dale Carnegie-þjálfari. Við höfum val þrátt fyrir allt Frá Láru Óskarsdóttur Lára Óskarsdóttir @ Fréttirá SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.