Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Hér sitjum við amma og afi og Bjarni Salvar Sigurðsson ✝ Bjarni SalvarSigurðsson fæddist á fæðing- ardeild Landspít- alans 18. desember 2007. Hann lést á Barnaspítala Hringsins hinn 23. október síðastlið- inn. Útför Bjarna Sal- vars fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 31. október sl. reynum að skrifa nokkrar línur til minningar um þig, litli drengurinn okk- ar, og tárin hrynja niður. Þetta er svo sárt. Elsku litli ömmu- og afadrengurinn okkar er dáinn og við spyrjum aftur og aft- ur hvers vegna hann var tekin frá okkur. Hann var ekkert nema hreystin upp- máluð og varð aldrei misdægurt. En vegir guðs eru órannsakan- legir og það er ekkert hægt annað en sætta sig við það. Og við vonum að okkur takist það, en hann gleym- ist aldrei. Amma og afi sakna þín svo mikið, fallega brosið þitt og lífs- gleðin ljómaði svo af þér. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða með þér sumarfríinu síðastlið- ið sumar á Spáni, sjá þig tipla í göngugrindinni á bleiunni einni í sólinni. Þú varst svo glaður og ham- ingusamur. Þennan stutta tíma sem þú lifðir gafstu okkur svo mikið sem við aldrei gleymum. Það voru erfið spor hjá okkur ömmu og afa þegar við komum úr fríi 23. október að þurfa að fara beint upp á spítala og sjá þig þar látinn. Elsku Rakel, Siggi og Þórunn Lea. Guð blessi ykkur í þessari miklu sorg. Hann lifir alltaf í hjörtum okk- ar. Elsa amma, Matthías afi. ✝ Guðríður Guð-rún Jónsdóttir Chitow, eða Stella, eins og hún var köll- uð allt frá barn- æsku, andaðist í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum 29. september síðastlið- inn. Hún var fædd í Reykjavík 23. des- ember 1944. Foreldrar hennar voru Steinunn Þor- björnsdóttir, f. 1.12. 1917, d. 23.11. 1985 og Jón Salvar Rósmundsson, f. 3.9. 1914, d. 14.3. 2004, bókari og síðar borgargjaldkeri í Reykja- vík. Stella á þrjá bræður, sem allir búa ásamt fjölskyldum sínum í Reykjavík. Þeir eru Rósmundur, f. 8.12. 1942, Garðar, f. 10.11. 1946 og Þorbjörn, f. 4. 1. 1949. Stella lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholtsskóla og starfaði síðan hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík. Hún tók þátt í félagsstarfi hand- knattleiksdeildar Víkings og lék þar í meistaraflokki kvenna. Árið 1968 kynntist hún Bandaríkja- manninum William Louis Chitow og felldu þau hugi saman. Þau giftust sama ár og fluttu til Flórída. Eignuðust þau þrjú börn, Jón Axel, f. 24.10. 1968, sem býr í Houston, Texas, Thor Christi- an, f. 14.4. 1973, sem kvæntur er Kather- ine og búa þau í Norður-Karólínu. Yngst er dóttirin Natasha Aili, f. 7.2. 1983, og býr hún í Kissimee í Flórída. Hjónaband Stellu og Williams endaði með skilnaði 1995. Hún var alla tíð í góðri vinnu, fyrst hjá tölvurisanum IBM og síðar hjá öðrum skyldum fyrirtækjum. Hún var einn af stofnendum Íslenzk- ameríska félagsins í S-Flórída og sat þar lengi í stjórn. Ættingjar og vinir munu hittast á heimili Ásu Gunnlaugsson í Pompano Beach í Flórída í dag, 9. nóvember, til að minnast Stellu og rifja upp ánægjulega daga í henn- ar návist á liðinni tið. Minning- arathöfn verður seinna í Reykja- vík. Stella mágkona mín er látin langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Stella var afskaplega hress og skemmtileg kona, vel les- in og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ung að ár- um fluttist hún til Flórída með eig- inmanni sínum og bjó þar alla tíð síðan. Þau hjónin eignuðust þrjú börn sem öll eru búsett í Banda- ríkjunum. Það hlýtur að hafa verið erfitt að stofna heimili í öðru landi svo ung en það verkefni eins og önnur leysti hún vel af hendi. Þó hún væri fjarri heimahögum svo ára- tugum skipti var hún alltaf í góðu sambandi við fjölskyldu sína á Ís- landi og talaði málið lýtalaust. Það var tilhlökkunarefni þegar hún kom til Íslands og þá var glatt á hjalla. Það var líka skemmtilegt að heimsækja hana á heimili henn- ar í Flórída. Hún var mikill höfð- ingi heim að sækja og vildi allt fyrir mann gera. Ekki gleymast heldur símtölin okkar, við spjöll- uðum oft mikið og lengi saman. Þessara stunda mun ég sakna. Börnum hennar, tengdabörnum og bræðrum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Kolbrún. Sómakonan Guðríður Guðrún Jónsdóttir Chitow, sem aldrei var kölluð annað en Stella, var héðan úr heimi kvödd 29. september síð- astliðinn. Hún flutti frá Íslandi 1968, rúmlega tvítug, til Flórída með manni sínum, William Chitow, og hér bjó hún alla tíð síðan. Í ís- lenzku nýlendunni eru fleiri konur en karlar. Ástæðan fyrir því er sú, að amerískir menn hafa krækt sér í blómarósir af Fróni og flutt þær hingað. Flest þessara hjónabanda hafa lukkast ágætlega og oftast hafa mennirnir dáið á undan, svo hér eru að jafnaði nokkrar aldr- aðar íslenzkar ekkjur. En allt of mörg þessara blönduðu hjóna- banda enda í skilnaði og það gerði band Stellu og Williams 1995. Fljótlega eftir komuna hingað fékk Stella atvinnu hjá skrifstofu- véla- og tölvufyrirtækinu IBM, sem var með mikil umsvif í Flór- ída. Hlaut hún þar góðan frama, enda vel gefin kona, og gekk hún undir margs konar þjálfun á veg- um fyrirtækisins. Sýndi hún mik- inn dugnað að geta unnið fullan vinnutíma með heimilisstörfum og barnauppeldi. En ábyggilega var það oft erfitt. Stellu var mikið í mun, að börn- in þrjú gengju menntaveginn og gerði hún sitt bezta í þeim efnum. Sjálf hefði hún eflaust valið þá leið ef fær hefði verið, því hún var mjög vel gefin kona. En af því varð þó ekki og áður en hún næst- um vissi af, var hún gift erlendum manni og fylgdi honum til hans heimalands. Svo komu börnin og brauðstritið. Aldrei heyrði ég samt Stellu kvarta yfir hlutskipti sínu enda má segja, að hún hafi komist furðu vel af í lífinu, þegar á allt er litið. Félagslífið hjá Íslendingunum í Flórída naut góðs stuðnings Stellu. Hún gegndi stjórnarstöðu í mörg ár og setti svip sinn á samkomur landanna. Hún átti íslenzkan þjóð- búning og skartaði honum við há- tíðleg tækifæri, svo há og glæsileg sem hún var. Kom hún einnig oft fram á alþjóðlegum kaupstefnum í Flórída og lagði sitt af mörkum til að kynna gamla ættlandið. Um leið og við kveðjum Stellu þökkum við henni fyrir vináttu og samfylgd á mörgum árum. Við vottum börnum hennar og öðrum ættingjum innilega samúð. Erla Ól. og Þórir S. Gröndal Flórída. Guðríður Guðrún (Stella) Jónsdóttir Chitow  Fleiri minningargreinar um Guð- ríði Guðrúnu (Stellu) Jónsdóttur Chitow bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, TÓMAS BJÖRN ÞÓRHALLSSON pípulagningameistari, Forsölum 1, Kópavogi, lést mánudaginn 3. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið eða Sunnuhlíðarsamtökin. Kristjana Sigurðardóttir, Helga Tómasdóttir, Herbert Már Þorbjörnsson, Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason, Harpa Tómasdóttir, Haraldur Helgi Þráinsson, Kristjana Ýr Herbertsdóttir, Helgi Már Herbertsson, Tómas Bjartur Björnsson, Auður Ína Björnsdóttir, Unnur Helga Haraldsdóttir.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Ástkær dóttir mín, móðir, amma, systir, móðursystir, mágkona og frænka, KATLA SIGURGEIRSDÓTTIR, Þórsgötu 22, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Anna G. Kristgeirsdóttir, Elva Rakel Sævarsdóttir, Aron Kristinn Haraldsson, Stella Sigurgeirsdóttir, Jóhann Bjarni Pálmason, Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir, Daði Sigurgeirsson, Kristgeir Sigurgeirsson og fjölskylda.                          ✝ Bróðir okkar, KARL KRISTJÁN SIGURÐSSON, Sogavegi 120, Reykjavík, sem lést á heimili sínu, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabba- meinsfélagið. Guðjón R. Sigurðsson, Sigurdís Sigurðardóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, ÁSTDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 37, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti föstudaginn 31. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 10. nóvember kl. 11.00. Haraldur Theodórsson, Guðjón Haraldsson, Sigríður Siemsen, Þórir Haraldsson, Mjöll Flosadóttir og fjölskyldur. Erfidrykkjur Upplýsingar í símum 511 2424 og 847 8500 Vel Veitt Veitingar Engjateig 11, 105 R.v.k velveitt@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.