Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 19
Breyttist ekkert við kreppuna Magnús gerir stutt hlé á máli sínu, sýpur á próteindrykknum. Síðan heldur hann áfram. „Það breyttist ekkert í Latabæ við kreppuna. Við höfum alltaf þurft að hafa fyrir hlut- unum. Það eru sextán ár síðan ég fór af stað með þessa hugmynd og þetta hefur verið stöðug barátta, hvern einasta dag – og nótt. Hvað heldurðu að ég hafi þurft að berjast oft í bönk- um? En ég hef alltaf getað borgað laun. Af því er ég stoltur. Það hafa margir gefist upp í kringum mig á þessari vegferð okkar í Latabæ. Brekkan var of brött fyrir þá. Og það í góðæri. En ég hef ekki yfir neinu að kvarta, ég valdi mér þetta sjálfur.“ En Latibær heldur velli og Magn- ús þakkar það krafti og elju starfs- fólksins og botnlausri vinnu. „Í gegn- um tíðina hefur fólk í framleiðslu- bransanum á Íslandi búið við mikla óvissu. verkefnin slegin af, stytt eða lengd. Launin hafa verið með ýmsu móti, stundum fengið greitt, stund- um illa greitt, greitt eftir langan tíma og stundum ekki fengið neitt greitt. Og við tölum ekki um hvað vinnutím- in hefur oft orðið langur, lágmark 10 tímar á dag. En þetta fólk kvartar ekki, það vinnur bara vinnu sína af fagmennsku og metnaði. Það sem einkennir þetta fyrirtæki, Latabæ, er að menn láta hlutina gerast en það er einmitt gamli grunnurinn sem þetta land byggir á. Ástandið er vissulega slæmt núna en hvernig var umhorfs hér fyrir 300 árum?“ Magnús er sáttur við stöðu Lata- bæjar í dag en neitar því ekki að hann hefði viljað vera kominn lengra. „Við ætlum lengra, það er klárt mál. En það tekur tíma. Disney er 75 ára með tugþúsundir manna í vinnu. Latibær er alls með 53 starfsmenn í Garðabæ, Ameríku og Bretlandi, langflesta hér heima. Allir skipta máli hjá okkur, við erum svo fá. Í þeim skilningi erum við að vinna kraftaverk.“ 95% þekktu Latabæ Vörumerkið stendur líka traustum fótum. „Latibær hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi og nýlega var gerð könnun á því meðal barna á aldrinum sex til tólf ára hvaða vöru- merki þau þekktu best. 95% þekktu Latabæ, 88% Marks & Spencer en aðeins 10% helstu matvörukeðjuna í Bretlandi. Þetta segir sína sögu,“ segir Magnús. Ekki nóg með það. „Í Mexíkóborg, sem er ein stærsta borg í heimi, sögð- ust 95% barna myndu kaupa ávexti og grænmeti hjá Wall Mart ef Íþróttaálfurinn myndi kynna vöruna. Latibær er vörumerki þar sem allir vinna, börn, fullorðnir, kaupsýslu- menn, samfélagið allt.“ Í ljósi umsvifa Latabæjar í Bret- landi er ekki úr leið að spyrja hvort Magnús óttist að milliríkjadeilan sem nú er í algleymingi komi til með að skaða fyrirtækið. „Ég vona ekki. Því er samt ekki að neita að ímynd Ís- lands hefur beðið gríðarlegan hnekki í Bretlandi. Við vorum búin að und- irbúa átak með nokkrum sveit- arfélögum í tvö ár en hætt hefur ver- ið við það. Það þykir ekki fínt að vera Íslendingur í Bretlandi í dag og við verðum að hafa hraðar hendur og ráða hæfa markaðsmenn til að draga úr tjóninu. Þegar maður fer að segja Bretum frá ástandinu á Íslandi og öllu því sem þessi litla þjóð er að taka á sig fyllast þeir strax samúð. Á þeim nótum þarf herferðin að vera. Allt neikvætt sem sagt er um Breta í fjölmiðlum hér er þýtt yfir á ensku, þannig að með þeim hætti höldum við bara áfram að moka yfir okkur. Nú er lag fyrir fjölmiðla að hjálpa til við að endurreisa ímynd okkar. Tími ykkar blaðamanna er kominn, þið eigið að stíga fram í þágu lands og þjóðar!“ Heyr, heyr … Má ekki vera að því að brotna Ekki er mörlandanum þó alls varnað í konungdæminu. „Þeir eru ekki móðgaðri en svo að þeir vilja fá mig til að veita BAFTA-verðlaun í lok mánaðarins, auk þess sem Lati- bær er tilnefndur í þriðja skipti. Við höfum einu sinni fengið þau verð- laun.“ Annars er þétt dagskrá framundan hjá Magnúsi sem endranær. Fyrir utan Hollívúdd og BAFTA gengst hann fyrir ráðstefnu í Bretlandi síðar í mánuðinum. Þaðan heldur hann sem leið liggur til Mexíkó til að kynna Latabæ enn frekar, m.a. í beinni útsendingu í sjónvarpi. Í jan- úar er síðan von á útsendurum frá Pan American-háskólanum í Mexíkó til Íslands en meiningin er að gera út- tekt á starfseminni í kjölfar þess að skólinn veitti fyrirtækinu Prodes- verðlaunin fyrir skemmstu. „Maður þarf að hoppa í mörg hlutverk,“ dæs- ir Magnús. En fyrst er það Jackie Chan. „Mér skilst að hann komi alltaf meira og minna beinbrotinn út úr tökum, karlinn. Vonandi slepp ég betur. Ég má ekkert vera að því að brotna …“ 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Þ etta er sennilega flottastakynningarmyndband afþessu tagi sem gert hefur verið. Menn áttu ekki orð til að lýsa þessu fyrir vestan enda var hann ráðinn með það sama. En svona vinnur Magnús Scheving. Hann gerir allt 150% og er hvergi banginn við að fara nýjar leiðir.“ Það var Sigvaldi Kárason, sem leikstýrði téðu kynning- armyndbandi sem Magnús sendi utan í stað þess að mæta í prufu, sem hefur orðið. Hann segir mikla leynd hafa hvílt yfir gerð myndbandsins enda á því stigi óvíst hvort Magnús fengi hlutverkið. Og menn höfðu hraðar hendur. „Þetta var ákveðið á föstudegi, menn ræstir út um kvöldið, tökufólk, klipparar, leikarar, smiðir, upp- tökur undirbúnar á laugardegi og skotið á sunnudegi. Eftir helgina var svo flogið með myndbandið út. Þetta gekk eins og í sögu,“ segir Sigvaldi og bætir við að menn hafi skemmt sér konunglega. „Það var mikið hlegið.“ Hann segir alla hafa verið boðna og búna að leggja Magnúsi lið enda njóti hann mikillar velvildar í kvik- myndageiranum. „Hann kom inn með þetta stóra verk- efni, Latabæ, þegar allt var í kaldakoli og bjargaði mörgum í faginu. Það standa margir í þakkarskuld við Magnús.“ Sigvaldi segir að spennandi verði að fylgjast með Magnúsi í The Spy Next Door. „Það var tími til kominn að hann prófaði að leika eitthvað annað en bláan álf. Hann er mikill ævintýramaður og mun örugglega hafa mjög gaman af þessu.“ Hvergi banginn að fara nýjar leiðir Sigvaldi Kárason Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101 postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is Neytendastofa Neyte ndas tofa Í viðskiptum eiga vogir og eldsneytisdælur að mæla rétt og vera löggiltar. Löggildingarmiði Neytendastofu staðfestir hvort lög- gilding sé í gildi. Ábendingar um útrunna löggildingu eða ólöggiltar vogir og eldsneytisdælur má senda í gegnum Raf- ræna Neytendastofu, á vefnum www.neytendastofa.is Réttar mælingar eru allra hagur Verum á verði – þekkjum miðann!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.