Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 54
54 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Enginn kreppuhljómur Þótt það virðist eflaust ótrúlegt á krepputíma þá stendur íslensk plötuútgáfa með nokkrum blóma. Þótt sala á íslenskri tónlist hafi verið sveiflukennd á síðustu árum eru plötuútgefendur sáttir en sala á erlendri tónlist hefur dregist saman jafnt og þétt Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞÓTT plötuútgáfa sé orðin nokkuð jöfn yfir árið er málum enn svo háttað að helsta vertíð plötuútgáfu er síðustu mánuðina fyrir jól; þá kemur obbinn af útgáfu ársins út og þá er salan aukinheldur mest. Á undan- förnum árum hefur íslensk tónlist sótt í sig veðrið samanborið við innflutta tón- list – 2002 var íslensk tónlist í fyrsta sinn í meirihluta af seldri tónlist hér á landi og á síðasta ári var svo komið að íslenskar plötur voru tveir þriðju af plötusölu hér. Flest bendir til þess að þetta bil eigi enn eftir að aukast á þessu ári, enda hefur sala á erlendri tónlist dregist saman um 20- 30% á árinu samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, en aftur á móti er sala á ís- lenskri tónlist á góðu róli. Vel af stað Ásmundur Jónsson, for- maður félags hljóm- ýmsu um að kenna, til að mynda hafi útgáfu- mynstur breyst erlendis og ekki síst hafi gengi krónunnar verið óhagstætt. „Gríðar- legar vinsældir plötunnar úr ABBA- myndinni Mamma Mia breyta þessari mynd reyndar talsvert, enda hafa selst af henni ríflega 10.000 eintök og þannig tölur hafa menn ekki séð í sölu á erlendri tónlist í mörg ár.“ Vínyllinn snýr aftur Eitt af því sem ýtt hefur undir sölu á ís- lenskri tónlist er að sala á vínylplötum hefur stóraukist hér á landi á árinu líkt og um heim allan og vínylplötur íslenskra tónlistarmanna sem náð hafa árangri erlendis þannig selst vel. Ásmundur segir þó að þetta muni ekki skipta sköpum fyrir plötuútgefendur, enda sé eðlilega dýrara að gefa út á margskonar formi en til dæmis bara á geisladiskum. Seig ABBA dregur vagninn í er- lendri plötusölu. plötuframleiðenda, segir að sala á íslenskri tónlist hafi al- mennt verið góð á árinu, árið hafi byrjaði mjög vel, meðal annars með því að það komu nýir aðilar inn á markaðinn með krafti, en eins var sumarsalan líka góð og greinilegt að ferðamenn nýttu sér lágt gengi á íslensku krónunni til að kaupa tónlist. Að sögn Ásmundar er greinilegur sam- dráttur í sölu á erlendri tónlist og þar sé EINS og fram kemur hér til hliðar er al- geng sala á plötum hér á landi 1.500 til 3.000 eintök og ljóst að ekki eru allar skífur gefnar út með hagnaði, því ólíku er saman að jafna; djassskífa sem tekin er upp á einum degi eða poppskífa þar sem nostrað er við hlutina vikum saman. Þrátt fyrir það keppast menn við að gefa út enda hefur tækninni fleygt svo fram að hægt er að vinna obba upp- tökuvinnunnar á mun hagkvæmari hátt en áð- ur tíðkaðist. Útgáfufyrirtæki hafa komið og farið eins og gengur þótt þau helstu hafi haldið velli síðasta áratuginn eða svo. Ný fyrirtæki hafa líka sleg- ist í hópinn, til að mynda gefur Kimi fjölmarg- ar plötur út á þessu ári, en það færist líka í vöxt að menn gefi út sjálfir. Á undanförnum sjö árum hefur hlutfall eigin útgáfu til að mynda hækkað úr um það bil þriðjungi í tæp- lega helming á síðasta ári, en á þessu ári virð- ist sem það verði áþekkt. Það gefur augaleið að einstaklingur sem gefur út sjálfur þarf alla jafna ekki að selja eins margar plötur til að standa á núlli og ef plata hans er gefin út hjá stórfyrirtæki, en hann þarf líka að vinna meiri vinnu sjálfur. Það er líka svo að ef menn reikna alla vinnu við plötu, lagasmíðar og æfingatíma þar með- talið skila fáar plötur hagnaði hér á landi ef þá nokkur. Menn gefa út plötur með margskonar hagsmuni í huga og söluhagnaður er ekki endilega það sem að er stefnt. arnim@mbl.is Margskonar hagsmunir Plötu- útgáfa í blóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.