Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 32
32 Sprotafyrirtæki MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Mjöður brugghús Tegundir Starfsmenn Framleiðslu- geta Jökull 4 300.000lítrar á ári Bruggsmiðjan Árskógssandi Tegundir Starfsmenn Framleiðslu- geta Kaldi ljós Kaldi dökkur 7 500.000lítrar á ári Ölvisholt brugghús Tegundir Starfsmenn Framleiðslu- geta Skjálfti Móri 7 300.000lítrar á ári Rafmótor knýr hrærivél í meskikeri Meskiker Hrærivél jafnar úr maltbeði Maltbeð Sigti Vökvinn, virt, nemur við yfir- borð maltbeðs Virt dregin undan maltbeði Virt dælt í suðuketil Humlum bætt út í á réttum tíma- punkti í suðu Suðuketill Strompur Varmaskiptir kælir virtina Gerjunartankur Geri bætt í virtina sem breytir henni í bjór Bruggferlið Dæmi um einþrepa meskjun frá Ölvisholti 1 2 3 Hugtök: MALT: Margar frætegundir er hægt að malta. Þá er fræið látið spíra og spírun stöðvuð á ákveðnum tímapunkti og það þurrkað. Markmið með möltun er að ná sykri úr fræinu. Í bjórgerð er alltaf notað maltað bygg en einnig er hægt að nýta aðrar korntegundir. GER: Er sett út í gerjunartank en það er líf- vera (sveppur) sem breytir sykri í vínanda. HUMLAR: Blóm af humalplöntunni, upphaflega notað sem rotvarnarefni og beiskjugjafi í bjór en ekki síður til að krydda bjórinn og ná fram ákveðnum bragðtónum. VIRT: Þetta er vökvinn sem verður til við meskjunina og heitir þetta þar til hann er orðinn að bjór. MESKJUN: Eftir mölun á maltinu er það sett í bleyti við 62-68°C. Við það brotnar sterkjan niður í sykur sem gerillinn étur og breytir í vínanda. SUÐA: Nauðsynlegt er að sjóða virtina til að ná beiskjunni úr humlunum, klára niðurbrot á prótínum o.fl. KOLSÝRA: Þegar gerillinn étur sykurinn myndar hann náttúrulega kolsýru í leiðinni. EINÞREPA MESKJUN: Krefst malts í hæsta gæðaflokki. Maltinu er blandað við vatn í hlutföllunum 1:2. Blöndunni er haldið 67° heitri í klukkutíma. Þá hafa ensím úr maltinu brotið niður alla sterkju. Að því loknu er sykurvökvanum dælt undan maltinu, sem virkar sem sía svo virtin inni- haldi engar agnir. Heitu vatni er sprautað yfir maltbeðið til að skola sykrinum niður. Nýjasta bruggverksmiðjalandsins er Mjöður íStykkishólmi en fyr-irtækið var stofnað árið 2007 af tvennum hjónum úr bæn- um. Gissur Tryggvason er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins en aðr- ir stjórnarmenn eru eiginkona hans, Ragnheiður Axelsdóttir, syst- ir hennar, Soffía Axelsdóttir og maður hennar Björgvin Guðmunds- son. „Hugmyndin hafði blundað með okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Gissur en lokaákvörðunin var tekin í júlí í fyrra. „Þá fórum við að vinna í þessu, sóttum sýningu í Þýskalandi í nóvember það ár og skoðuðum verksmiðjur, tæki og tól og þá má segja að boltinn hafi farið að rúlla,“ segir hann en samið var við fyrirtækið BdB Bier-Know how í Þýskalandi um ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu og kennslu á tæki. Síðan var keypt húsnæði undir starfsemina á Hamraendum í Stykkishólmi í desember sama ár og fyrir rétt rúmum mánuði kom fyrsta sendingin af Jökul-bjór í verslanir ÁTVR. Nafnið kom á siglingu Eigendur og starfsmenn Mjaðar hafa tekið á móti hópum og fengið jákvæð viðbrögð. Nafnið á bjórnum kemur eins og gefur að skilja af svæðinu en Snæfellsjökull blasir við. Nafnið kom einmitt til eftir siglingu um Breiðafjörðinn. Umbúðirnar og flaskan sjálf vekja athygli. „Við hugsuðum það strax frá upphafi að vera öðruvísi og vildum hafa umbúðirnar áber- andi. Öll hönnunarvinnan fór fram í heimabyggð, hjá Anok ehf.,“ segir hann en að sjálfsögðu er merki bjórsins Jökuls mynd af tindi Snæ- fellsjökuls. Merki bruggverksmiðj- unnar er síðan hringlaga mynd af Breiðafirði með stafnum M. Til forna drukku menn mjöð, segir Gissur, og það gera menn enn nú. „Í október seldum við tæp- lega 14.000 flöskur út úr húsi,“ segir hann. Sem stendur er Jökull í reynslu- sölu í tveimur sölustöðum ÁTVR í Reykjavík, Heiðrúnu og Kringl- unni. Aðrir sölustaðir svo sem í Stykkishólmi hafa sérpantað bjór- inn. Væntanlega eykst salan þegar bjórinn fer í dreifingu til allra sölu- staða, segir Gissur, sem er bjart- sýnn eins og fyrstu viðtökur gefa tilefni til. Til viðbótar er bjórinn seldur á kútum og flöskum til veit- ingastaða víða um land. „Útlendingar sem hingað koma spyrja um staðarbjórinn og núna geta staðir víðs vegar um Vest- urland boðið Jökul sem sinn stað- arbjór,“ útskýrir Gissur en Snæ- fellsjökull sést víða. Snæfellsnesið hefur líka sérstakt aðdráttarafl og er í uppáhaldi hjá mörgum. Til við- bótar eru jöklar mjög íslenskt tákn og finnast auðvitað víðar á landinu. Fleiri tegundir í framtíðinni Fyrst í stað bruggar Mjöður til að svara eftirspurn en áætlað er að brugga um 300.000 lítra á ári. Að þessu sinni verður ekki bruggaður jólabjór en ætlunin er að bjóða upp á þorrabjór og er hann þegar kom- inn í lögun. Hugmyndin er að brugga fleiri tegundir í framtíðinni. Sem stendur eru það fjórir sem vinna í brugghúsinu að meðtöldum bruggmeistaranum, Elísabetu Svansdóttur. Hún var ráðin í febr- úar 2008 frá Mjólkursamlaginu í Búðardal þar sem hún starfaði sem gæðastjóri. Við átöppun þarf síðan að kalla til fleira starfsfólk. El- ísabet er menntaður mjólkurtækni- fræðingur og viðskiptafræðingur. „Þetta er að mörgu leyti líkt. Mað- ur er með tanka og þarf að passa hreinlætið. Líka er nauðsynlegt að vera nákvæmur og hafa tilfinningu fyrir því sem maður er að gera,“ útskýrir Elísabet. Annar sopinn skiptir máli Mjöðurinn er bruggaður eftir þýskri bjórhefð sem á rætur sínar að rekja til þýsku hreinleikalag- anna sem sett voru á árinu 1487. Hún segir vatnið líka skipta máli en Jökull er úr vatni undan Ljósu- fjöllum á Snæfellssnesi. Maltið og humlarnir koma hins vegar úr bæ- verskum sveitum. Þess má geta að Stykkishólmur fékk nýlega Um- hverfisvottun Green Globe ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfells- nesi. En hvernig tilfinning skyldi það hafa verið að smakka fyrsta Jökul- inn? „Tilfinningin var mjög góð. Við lögðum upp með að gera léttan og góðan lager-bjór og vorum öll ánægð með bragðið,“ segir El- ísabet en hún segir að annar sop- inn skipti máli þegar bjór er met- inn. „Það er alltaf hann sem segir til um hvort manni líkar bjórinn eða ekki.“ Staðarbjór Snæfellsness ‘‘VIÐ HUGSUÐUM ÞAÐSTRAX FRÁ UPPHAFI AÐ VERA ÖÐRUVÍSI OGVILDUM HAFA UMBÚÐ- IRNAR ÁBERANDI. Bruggað smátt en Ný tegund bruggara hefur brugðist við auknum bjóráhuga landans. Smá- brugghús landsins eru orðin þrjú tals- ins og eru þau bæði atvinnu- og menn- ingarskapandi sprotafyrirtæki. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is B jórdrykkja Íslendinga hefur farið vaxandi síðustu ár en ekki síst hefur úrvalið af bjór smám saman verið að aukast. Þar er íslenskur bjór framarlega í flokki en nú eru starfandi þrjú íslensk smábrugg- hús víðs vegar um landið; Bruggsmiðjan Árskógss- andi, Ölvisholt brugghús nálægt Selfossi og Mjöður, brugg- hús í Stykkishólmi. Stóru ölgerðirnar, Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Víf- ilfell brugga samt sem áður meirihluta þess bjór sem drukk- inn er hérlendis. Þær hafa þó brugðist við auknum bjóráhuga landans með fjölbreyttari bjórgerð en áður. Sem dæmi um það er Premium-bjórinn frá Ölgerðinni, sem bruggaður er að hluta úr íslensku byggi. Einnig framleiðir hún bjórinn El Grillo fyrir Ölgerðina El Grillo. Vífillfell framleiðir líka fjölmarga bjóra og er sá nýjasti al- íslenskt státöl, „Víking Stout“, gott og nýstárlegt krydd í ís- lenska bjórflóru. Til viðbótar er starfrækt Ölgerð Reykjavíkur en Brugg- smiðjan Árskógssandi bruggar bjórinn Gullfoss fyrir hana. Uppruni litlu brugghúsanna Hugtakið smábrugghús varð til á Bretlandi seint á áttunda áratug síðustu aldar til að lýsa nýrri kynslóð lítilla brugg- húsa sem framleiddu hefðbundið öl. Upphaflega var nafnið notað til að lýsa umfangi framleiðslunnar en smám saman varð það einnig að samnefnara fyrir nýtt viðhorf til brugg- unar. Áherslan var meiri á tilraunastarfsemi, bragðmeiri bjór og þjónustu fremur en lágt verð og auglýsingaherferðir. Þessi nýja bjórbylgja á Íslandi er þó heldur undir áhrifum frá svipaðri þróun í Danmörku en þar eru starfandi margir tugir smábrugghúsa og hefja mörg ný starfsemi á ári hverju. Þetta er meðal annars að þakka félagi danskra bjóráhuga- manna, Danske Ølentusiaster, sem hóf göngu sína árið 1998, þegar aðeins tvö míkróbrugghús voru starfrækt í Dan- mörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.