Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is T ryggvi Þór Herbertsson hætti störfum sem efna- hagsráðgjafi forsætisráð- herra fyrir þremur vikum og bar því við að sam- starfið hefði ekki gengið sem skyldi. Hann tók sér leyfi sem forstjóri Aska Capital í júlí, en þá var brostið á gjörningaveður á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum sem átti eftir að magnast mikið og hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir ís- lenskt efnahagslíf. Tryggvi segist enn vera forstjóri Aska, að hann sé í leyfi út janúar vegna innherjaupp- lýsinga sem hann búi yfir og að ekki standi annað til en hann taki við sínu gamla starfi aftur. „En enginn veit sína ævi fyrr en öll er,“ bætir hann við. Yfirboð í svartnættinu Viðtalið snýst um annað. Tryggva blöskrar umræðan í þjóðfélaginu um stöðu íslensks efnahagslífs. „Núna finnst mér ástandið vera þannig að það keppir hver við annan með yfirboðum í svartnættinu, hrak- spám fyrir Ísland. Og menn gerast jafnvel svo djarfir að líkja því við mestu óáran í sögu þjóðarinnar, móðuharðindin, segja að hér verði varla líft árum saman eða í áratugi, og spá atvinnuleysi að lágmarki 10%, jafnvel 20%. En ef maður leggur þetta aðeins niður fyrir sér er aug- ljóst að ekkert tilefni er til svona of- boðslegrar svartsýni. Grunnatvinnuvegir standa styrk- um fótum þrátt fyrir tímabundna erfiðleika, orkufyrirtæki, sjávar- útvegur, stóriðja og ferðamanna- þjónusta. Önnur ríki hafa gengið í gegnum fjármálakreppur sem hafa oftar en ekki átt rætur sínar í því að það molnaði undan grunnatvinnu- vegum, þeir útveguðu hvorki nægar tekjur né atvinnu fyrir þjóðina, og það hefur endað með ósköpum í fjár- málakerfinu.“ – Fólki hefur einmitt orðið tíðrætt um kreppuna í Finnlandi. „Já, það er gott dæmi. Í lok ní- unda áratugarins byggði Finnland mest á gamaldags atvinnugreinum sem framleiddu lággæðavöru þar sem útflutningur fór að miklu leyti til Sovétríkjanna. Síðan byrjaði at- vinnulífið að umbreytast, fyrirtæki eins og Nokia urðu öflug og gríð- armikið var fjárfest í þeim. Þegar hrunið varð í Sovétríkjunum tók það með sér í fallinu stóran hluta af at- vinnulífinu í Finnlandi og olli miklu atvinnuleysi og eymd, sem vinnu- markaðurinn hefur enn varla jafnað sig á. En finnska samfélagið breytt- ist mikið á stuttum tíma, öllu því gamla var hent út og byggt var upp frá grunni. Einkum var það Nokia sem blómstraði, en sú þróun hófst fyrir kreppuna, og um tíma mátti rekja 40-50% af útflutningstekjum þjóðarinnar til Nokia. En Ísland stendur betur hvað það varðar, því öflugir fjölbreyttir at- vinnuvegir liggja til grundvallar. Fjármál hins opinbera hafa verið í góðu lagi sem sést á því að í byrjun kreppunnar eru ríkisskuldir hverf- andi, tæp 6% af landsframleiðslu. Og lífeyrissjóðirnir eiga gríðarlegt fjár- magn, næstum eina og hálfa lands- framleiðslu. Þannig að fjármál hins opinbera eru í góðu lagi, auk þess sem aldurssamsetning er góð og kostnaðarlítil miðað við aðrar þjóðir í Evrópu. Við tölum oft um hvað Norðmenn eigi mikið í sjóðum, en þrátt fyrir að eiga í kringum 100% af landsframleiðslu í olíusjóði er lífeyr- issjóðakerfi þeirra ófjármagnað öf- ugt við okkar. Ef við berum það sam- an við okkur sjáum við að fyrir kreppuna var Ísland jafnvel í betri stöðu en Norðmenn. Allt þetta gerir að verkum að við eigum að vera fljót að ná okkur úr þessari kreppu. Fyrst þarf að taka til í fjármálakerfinu, sem áður var tíu sinnum landsframleiðsla, en nemur núna rúmlega þrefaldri landsframleiðslu og að því er unnið hörðum höndum. Og það er fjár- magnað í krónum nú í stað erlendra gjaldmiðla áður.“ Ísland jafnar sig fljótt – Þú nefndir líka tölur um at- vinnuleysi? „Sumir hafa spáð 10% atvinnu- leysi að lágmarki og aðrir jafnvel farið upp í 20%. Ef maður rýnir í þessar tölur standast þær tæpast skoðun. Erlent vinnuafl er í kringum 10% af vinnumarkaðnum, sem að mestu mun hverfa af landi brott. Óhætt er að áætla að vinnumark- aðsþátttaka mun minnka um 5%, þ.e. sumir fara í skóla, heim að vinna eða annað slíkt. Og einhverjir flytja úr landi. Ef allt er lagt saman og síðan reiknað með 10% atvinnuleysi virð- ast menn reikna með að hér hverfi 50 þúsund manns af vinnumarkaði sem nú er um 180 þúsund hausar. Það sér hver heilvita maður að það stenst engan veginn. Mín skoðun er sú að atvinnuleysi geti farið í 5-6%, að það verði frekar tímabundið, og fyrst og fremst í þjónustugreinum, fjármálagreinum og byggingariðn- aði. Ég spái því að Ísland muni jafna sig fljótt á þessari kreppu, en aftur á móti sitjum við uppi með miklar skuldir, sem ríkið hefur tekið á sig.“ – Eiga þær skuldir eftir að sliga þjóðarbúið? „Forsætisráðherra sagði fyrir nokkru í umræðum á þinginu að skuldirnar gætu orðið í kringum 85% af landsframleiðslu, þar af eru 30% hlutafé sem var sett inn í nýju bankana. Óhætt er að segja að þegar bankarnir verða seldir geti verð- mætin orðið allt að tvöfalt það fram- lag. Og ef við gefum okkur það, fást í kringum 60% af landsframleiðslu fyrir bankana, sem þýðir að nettó- skuldir verða 25%. Sá skuldaklafi er mun skaplegri og minni en nær allar þjóðir Evrópu búa við núna. En auð- vitað mun ríkissjóður verða rekinn með halla á næstunni og það mun bætast við þessa skuld.“ – Hvað um samdrátt í landsfram- leiðslu? „Því hefur verið spáð að hún drag- ist saman um 10% á næsta ári, sem þýðir að hún verður sambærileg við árið 2006. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en það. En ekki verður litið framhjá því að mikill kostnaður felst í töpuðum fjárfestingum ein- staklinga, fyrirtækja og lífeyr- issjóða, sem eru ekki inni í þeirri tölu sem forsætisráðherra nefndi. Það er sárt fyrir fólk að missa þær, en sem betur fer er það flest á vinnualdri og mun geta unnið sér það að einhverju leyti til baka í framtíðinni. En auð- vitað er sárara en tárum taki að sjá fólk, sem komið er á eftirlaun, tapa hluta lífeyris.“ – Hvað um sveitarfélögin? „Tekjustofnar sveitarfélaga og ríkisins munu dragast mikið saman til skamms tíma litið með minnkandi vinnumarkaðsþátttöku. Og ekki má gleyma því að ríkið hafði gríðarlegar tekjur af fjármálaþjónustu. Þær verða tæpast í neinu samræmi við það sem áður var alveg á næstunni, þannig að tekjugrundvöllur hins op- inbera verður ekki eins sterkur og áður, en þegar hjólin fara aftur að snúast í atvinnulífinu styrkjast þær stoðir á ný. Ekki má rjúka upp til handa og fóta, hefja skattahækkanir eða þvíumlíkt. Með því væru ráðstöf- unartekjur teknar frá heimilum sem hafa fengið nægan skell nú þegar. Brýnt er að menn átti sig á því að þetta eru tímabundin vandamál, eins og að gjaldeyrismarkaður virki ekki eins og skyldi. Það stafar einfaldlega af tæknilegum atriðum. Það er enn framtíð fyrir Ísland. Ljóst er að sveitarfélögin eru að ganga inn í mjög erfitt skeið. Skatt- stofnarnir munu minnka gríðarlega og það mun verða erfitt að ná endum saman. Hugsanlegt er að ríkið þurfi að taka verulega til hjá sér og setja ábatann af hagræðingunni til sveit- arfélaganna. Það er lán í óláni að ekki skuli hafa náð fram að ganga að sveitarfélögin fengju hlutdeild í fjár- magnstekjum. Þá þyrfti nú að rúlla enn meira til baka. Mikilvægt er að ekki verði skert nein þjónusta sem snýr að félagslegum málum hjá sveitarfélögunum eða ríki. Þeir sem eiga um sárt að binda verða að hafa möguleika á mannsæmandi lífi, ann- ars magnast upp félagsleg vandamál og lífsgæðum hrakar á Íslandi.“ – Ertu þeirrar skoðunar að er- Óvenjulegir tímar ka Það hefur mætt mikið á Tryggva Þór Herbertssyni undanfarna mánuði, en hann er nýlega hættur sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Hér ræðir hann mikilvægi þess að staðið verði með trúverðugum hætti að því upp- gjöri sem fer nú fram í efnahagslífinu, hættuna á spillingu, á hverju byggja megi til framtíðar og bölsýnina í þjóðfélaginu, sem hann segir alltof mikla. ‘‘NÚNA FINNST MÉRÁSTANDIÐ VERA ÞANN-IG AÐ ÞAÐ KEPPIR HVERVIÐ ANNAN MEÐ YFIRBOÐUM Í SVART- NÆTTINU, HRAKSPÁM FYRIR ÍSLAND. Sú spurning hefur verið áleitin á und- anförnum vikum og mánuðum hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. „Við sjáum núna að íslenska krónan þjónar tæpast ís- lensku atvinnulífi ef við ætlum að verða aftur alþjóðavædd,“ segir Tryggvi. „En þó að við verðum ekki með íslensku krónuna til frambúðar eru vandamálin ekki eins mikil núna, vegna þess að við erum ekki hluti af alþjóðlegu fjármálakerfi. En við hljótum að íhuga að verða hluti af Evr- ópu. Þessi tilraun okkar til að standa á eig- in fótum og vera algjörlega sjálfstæð, það má segja að hún hafi mistekist að ein- hverju leyti, og allir skynsamir menn hljóta að velta fyrir sér hvort ESB sé rétta leiðin. Það er ljóst að evran myndi þjóna okkur vel að því leyti að við hefðum stöðugan gjaldmiðil sem dempaði mun betur sveiflur en íslenska krónan hefur gert og gæfi meiri stöðugleika. En við værum að gefa eftir sveigjanleikann sem verið hefur í íslensku atvinnulífi með krónunni. Að ESB sé töfra- orð í þessu samhengi, það held ég ekki. En skynsamleg umræða á að fara fram.“ – Yrði erfiðara að vinna bug á því at- vinnuleysi sem blasir við íslenskri þjóð ef við tækjum upp evru eða fasttengdum krónuna við gengi evru? „Já, hugsanlega, með trúverðugu föstu gengi er verð í hagkerfinu ekki eins sveigj- anlegt, og þar af leiðandi verður erfiðara að ráða bót á atvinnuleysi,“ segir Tryggvi. „Að þessu sögðu held ég að innganga í ESB sé alls ekki lausnin á skamm- tímavandamálum okkar Íslendinga. En það væri langtímamarkmið og langtímalausn á gjaldmiðlavandamálum okkar Íslendinga og þeim sveiflum sem við höfum búið við.“ Ísland skorið af – Á sama tíma og rætt er um aðild að ESB virðist hafa verið lokað á Ísland, eins og það sé ekki hluti af vestrænu hagkerfi. „Að minnsta kosti ekki hluti af hinu al- þjóðlega fjármálakerfi. Eftir fall Lehman Brothers 15. september er hægt að segja að Ísland hafi verið skorið af, og allar lána- línur og möguleikar til fjármögnunar þorn- uðu upp. Engir möguleikar voru á neinum lánum og geta Seðlabankans var takmörk- uð, sem leiddi til þess að íslenska banka- kerfið fór eins og það fór. Ég tel að gerð hafi verið tvenn mjög alvarleg mistök í þessari fjármálakreppu, önnur voru að Lehman Brothers skyldi ekki vera bjargað 15. september, og ég líki afleiðingum 15. september fyrir fjármálakerfið við 11. sept- ember fyrir heimsfriðinn. Það voru gríð- arleg mistök að bjarga ekki Lehman Brot- hers. En önnur mistök voru að láta íslenska bankakerfið falla. Það hefur dregið mikinn dilk á eftir sér, vantrú á nýmarkaðsríki er algjör, og þar hefur orðið vart svipaðrar þróunar, í Úkraínu, Ungverjalandi, Serbíu, hugsanlega Búlgaríu, Rúmeníu, S-Kóreu og fleiri löndum. Þó að áhrifin séu ekki eins mikil, því fjármálakerfið í þessum löndum er aðeins brot af því sem það var hér á landi, held ég að þegar sögubækur verði skrifaðar segi sagan að það hafi verið al- varleg mistök hjá bandaríska seðlabank- anum að bjarga ekki Lehman Brothers, og alþjóðlega að bjarga ekki íslenska banka- kerfinu.“ ESB ekki töfraorð en umræðu þörf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eyland Ísland var skorið af alþjóðlegu fjár- málakerfi eftir fall Lehman Brothers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.