Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Reuters Glæstar vonir Risastórri mynd af Barack Obama var varpað upp þegar Kanye West og Estelle sungu við afhendingu tónlistarverðlauna MTV í Evrópu á fimmtudag. Obama höfðaði sérstaklega til ungs fólks í kosningunum og 68% þeirra sem voru að kjósa í fyrsta sinn kusu hann. B arack Hussein Obama tókst að yfirstíga margar hindranir í sókn sinni eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. Hann sigraði þrátt fyrir húðlit sinn og millinafnið. Sigur hans var ef til vill ekki stór þegar horft er á prósent- urnar. Obama fékk 52% atkvæða og John McCain 46%. En hann var af- gerandi. Obama tókst að gera strandhögg í ríkj- um, sem ekki höfðu kosið demókrata í 44 ár. Miklar vonir eru nú bundnar við Barack Hussein Obama og allir eru tilbúnir með góð ráð. „Glæstar vonir“ stóð á forsíðu The Econ- omist og var þar vitnað til skáldsögu Charles Dickens. Þar var mynd af Obama með fjölskyld- unni uppi á sviði á kosningakvöldið. Allt um kring veifa sigri hrósandi stuðningsmenn bandarískum fánum, en frambjóðandinn virðist vera í þungum þönkum, eins og hann sé ekki að hugsa um augnablikið, heldur það sem fram- undan er. Risavaxið verkefni „Ég vanmet ekki hversu risavaxið verkefni við eigum fyrir höndum,“ sagði Obama á föstudags- kvöld er hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir kosningar. „Það mun taka langan tíma að leysa það því það verður erfitt að grafa okkur út úr þeim ógöngum, sem við erum komin í.“ Það er ábyggilegt að Obama bíður ekki auð- velt verkefni. Í gær, föstudag, var greint frá því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum væri komið upp í 6,5% og hefði ekki verið meira í 14 ár. Efnahagurinn hefur ekki staðið verr í 25 ár; framleiðni dregst saman, fjárlagahallinn magn- ast og fjármálakerfið er í gjörgæslu. Obama tekur ekki við stjórnartaumunum fyrr en í lok janúar og á blaðamannafundinum kom fram að hann gerði sér grein fyrir því að bandarísk stjórnmál gætu ekki verið í biðstöðu þangað til. Hann hvatti til þess að stjórn George W. Bush hrinti af stað boðuðum aðgerðum til að hleypa lífi í efnahaginn. Undirbúningur Obama að flutningi í Hvíta húsið er hins vegar þegar hafinn. Fulltrúar- deildarþingmaðurinn Rahm Emanuel hefur tekið boði um að verða starfsmannastjóri í Hvíta húsinu. Hann mun vera jafn skapmikill og Obama er yfirvegaður. Miklar vangaveltur standa yfir um það hverja hann muni velja í mikilvægustu stöður í stjórn sinni. Þar skiptir margt máli, hæfileikar skipta mestu, en einnig þarf að horfa til fjölbreytni í samsetningu þann- ig að stjórnin endurspegli fjölbreytileika þjóð- arinnar. Bush hefur heitið að auðvelda valdaskiptin eftir mætti. Þegar hann flutti í Hvíta húsið fyrir tæpum átta árum höfðu samstarfsmenn Bills Clintons látið gremju sína yfir því að demókrat- ar hefðu misst forsetaembættið í hendur repú- blikönum koma í ljós með ýmsum hætti. Meðal annars hafði stafurinn W, sem oft er látinn duga þegar talað er um forsetann, verið fjarlægður af öllum lyklaborðum í húsinu. Tjónið var metið á 15 þúsund dollara og þótti ástæða til að rann- saka málið. Skemmdarverk, sögðu liðsmenn Bush. Stríðni, sögðu liðsmenn Clintons. Raunverulegt umboð Obama vantar ekki ráð. Hann er annars vegar hvattur til þess að sýna varkárni og gera sér grein fyrir því að gangi hann of langt geti hann misst meirihlutann á þingi aftur í hendur repú- blikana þegar þingkosningar fara fram eftir tvö ár. Á hinn bóginn er skorað á hann að nota um- boð sitt til þess að hrinda af stað umfangs- miklum breytingum í Bandaríkjunum. „Fyrsta áskorun Obama er að festast ekki í fjötrum sigursins,“ skrifar Steven Pearlstein í fréttaskýringu í Washington Post. „Hann þarf að gera ljóst að þótt hann hyggist fylgja þeirri viðamiklu stefnu, sem hann lagði fram í kosn- ingabaráttunni, þarf að laga tímasetningu og smáatriði – margt af þessu var ákveðið fyrir rúmu ári – að gjörbreyttum aðstæðum.“ Pearlstein er til dæmis þeirrar hyggju að nú sé ekki tíminn til að ráðast í pólitískt flóknar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nær sé að leggja grunninn með því að fjárfesta í innviðum og rannsóknum. „Þar sem meirihlutinn í bæði fulltrúadeild- inni og öldungadeildinni hefur aukist,“ skrifar hann, „þarf Obama fljótlega að sýna að hann sé reiðubúinn að bjóða hefðbundnum hags- munahópum demókrata birginn – og brjóta á bak aftur ef nauðsyn krefur með því að höfða til hófsamra repúblikana.“ Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hag- fræði og dálkahöfundur hjá The New York Tim- es, er í hópi þeirra, sem telja að Obama eigi ekki að halda aftur af sér. „Nú skora margir álitsgjafar á Obama að hugsa smátt,“ skrifar Krugman. „Sumir byggja mál sitt á pólitískum forsendum: Bandaríkin, segja þeir, eru enn íhaldssamt land, kjósendur munu refsa demókrötum ef þeir færa sig til vinstri. Aðrir segja að fjármála- og efnahags- kreppa gefi ekkert svigrúm til aðgerða í, segj- um, heilbrigðismálum. Við skulum vona að Obama hafi vit á því að hunsa þessi ráð.“ Krugman er þeirrar hyggju að átt hafi sér stað pólitísk umbreyting, sem sjáist best á því að demókratar hafi nú stærri meirihluta í báð- um deildum þingsins en repúblikanar höfðu þau 12 ár, sem þeir voru þar í meirihluta. „Við skulum líka hafa í huga að forsetakosn- ingarnar í ár voru skýrt þjóðaratkvæði um póli- tíska heimspeki – og framsækna heimspekin hafði betur,“ skrifar hann og bætir við að kosn- ingamál Obama hafi verið að tryggja heilbrigð- isþjónustu og skattalækkanir fyrir millistéttina, sem yrði borgað fyrir með sköttum á efnafólk. John McCain hefði stimplað andstæðing sinn sem sósíalista, en Bandaríkjamenn hefðu kosið hann samt: „Það er raunverulegt umboð.“ Það getur verið hættulegt að horfa fram hjá sögunni, en það má heldur ekki festast í henni. Maður stígur aldrei tvisvar í sama fljótið. Obama er ekki að fara að endurtaka stjórnartíð Clintons. Hann þarf ekki að láta mistök Clin- tons aftra sér. Obama getur rétt eins horft aftur til 1936 þegar Franklin D. Roosevelt vann svo afgerandi sigur á Alf Landon að hann fékk að- eins átta kjörmenn, eða til sigurs Lyndons B. Johnsons 1964. Roosevelt notaði umboð sitt til að knýja fram umbætur, sem gerbreyttu banda- rísku samfélagi. Víetnamstríðið varð að myllu- steini um háls Johnsons, en ekki má gleyma því að í forsetatíð sinni gerði hann lykilbreytingar til að bæta réttindi blökkumanna. Verður nú rof við Reagan? Þegar Ronald Reagan komst til valda árið 1980 varð hugmyndafræðilegt rof við Roosevelt. Við tók frjálshyggjan, sem vildi krumlur ríkisins burt úr athafnalífinu. Draga átti úr sköttum því það myndi hleypa slíku lífi í efnahaginn að allir högnuðust. Óttinn við ríkisvaldið hefur verið líf- seigur. Tilraunir Clintons til að koma á al- mennri heilbrigðisþjónustu fóru fyrir lítið. Að mörgu leyti eru Bandaríkjamenn með bestu heilbrigðisþjónustu í heimi, gallinn er að ekki hafa allir aðgang að henni. Verður nú rof við Reagan? Repúblikanar hafa unnið sigur sjö sinnum í síðustu tíu forseta- kosningum, en demókratar unnu sjö sinnum af tíu þar á undan. Margir voru á því að repúblik- anar væru komnir í þá stöðu að demókratar gætu vart unnið í forsetakosningum og sigur Clintons 1992 og endurkjör hans fjórum árum síðar hefði ekki afsannað það. Nú tókst Obama að sigra þar sem repúblikanar héldu að þeir hefðu óvinnandi vígi. Sigur blökkumanns í forsetakosningum í Bandaríkjum vekur spurningar um það hvort átt hafi sér stað grundvallarbreyting í banda- rískum stjórnmálum. En það má einnig velta fyrir sér hvort ekki heyri einfaldlega fortíðinni til að binda sig við svart og hvítt. Vitaskuld er sigur Obama stórkostleg stund fyrir blökku- menn í Bandaríkjunum og gildir þar einu að hann eigi ekki ættir að rekja til þræla. Á tæp- lega einni og hálfri öld hafa blökkumenn brotið af sér ok þrælahaldsins og komist til æðstu met- orða í landinu. En Obama er einnig fulltrúi hnattvæðingar og fjölmenningar. Faðir hans er frá Kenýa og hann ólst meðal annars upp í Indónesíu. Viðhorf hans mótast af rótum, sem teygja sig um heiminn. Í bók sinni, The Auda- city of Hope, sem mætti þýða Fífldirfska von- arinnar, fjallar hann um eymdina í heiminum, vonir jarðarbúa um betra líf og hvaða hlutverki Bandaríkjamenn geti gegnt: „Enginn maður í neinum menningarheimi vill láta tudda á sér. Enginn maður vill lifa í ótta vegna þess að hug- myndir hans eða hennar eru öðruvísi. Enginn vill vera fátækur eða svangur og enginn vill búa við hagkerfi þar sem ávextirnir af vinnu hans eða hennar eru alltaf án endurgjalds. Kerfi frjálsra markaða og frjálslynds lýðræðis, sem nú einkennir stærstan hluta hins þróaða heims, kann að vera gallað; ef til vill hvílir það allt of oft á hagsmunum hinna valdamiklu á kostnað hinna valdalausu. En þetta kerfi er stöðugt háð breyt- ingum og bótum – og það er einmitt vegna þess hvað það er opið fyrir breytingum sem mark- aðsbundin frjálslynd lýðræðisríki veita fólki um allan heim besta tækifærið til betra lífs.“ Lýðræði kemur ekki úr byssukjafti Obama tekur nokkur dæmi um það hvernig lýð- ræði hefur sprottið af vakningu á staðnum og bætir við: „Við getum veitt innblástur og boðið öðru fólki að krefjast frelsis síns; við getum not- að alþjóðlegan vettvang og samninga til að setja staðla, sem aðrir geta fylgt; við getum veitt framlög til nýrra lýðræðisríkja til að hjálpa til við að festa í sessi réttlát kjörkerfi, þjálfa sjálf- stæða blaðamenn og sá fræjum þess að þátttaka í samfélaginu verði að vana; við getum talað máli leiðtoga á staðnum þegar réttur þeirra er brotinn, og við getum beitt þá efnahagslegum og diplómatískum þrýstingi sem endurtekið brjóta rétt á eigin þjóð. En þegar við reynum að knýja fram lýðræði með byssukjafti, veitum peninga til flokka, sem fylgja efnahagsstefnu, sem talin er vinveittari Washington, eða föllum í stafi yfir útlögum á borð við Chalabi sem hafði metnað [í Írak] en engan merkjanlegan stuðning á staðnum í sam- ræmi við metnaðinn, erum við ekki bara að leggja drög að því að okkur mistakist. Við erum að hjálpa stjórnvaldi kúgunar að mála virka lýð- ræðissinna sem handbendi erlendra afla og eyðileggja möguleikann á því að ekta, heima- ræktað lýðræði komi nokkru sinni fram.“ Þessi orð eru harður dómur á stjórn undan- farinna átta ára, en þau eru miklu meira. Takist Obama að fylgja eftir þeirri hugmyndafræði, sem felst í þessum orðum, mun hann ekki bara brjótast frá utanríkisstefnu Bush, heldur þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa fylgt nánast frá því að þau urðu stórveldi og fóru að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Það fer ekki á milli mála að Barack Obama hefur vakið glæstar vonir og getur ekki staðið undir þeim öllum. En hann er hæfileikaríkur og snjall, yfirvegaður og djarfur, hugsar stórt og hefur alla burði til að koma miklu í verk. Tækifæri til að hugsa stórt Reykjavíkurbréf 081108 95% Hlutfall blökkumanna sem kusu Obama. 66% Hlutfall fólks á aldrinum 18-29 ára sem kaus Obama. 20% Hlutfall þeirra sem kváðust hafa látið kynþátt ráða atkvæði sínu. Meirihluti þeirra kaus Obama. 40% Hlutfall þeirra sem kváðust hafa látið aldur ráða atkvæði sínu. Meirihluti þeirra kaus Obama...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.