Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is T ölfræðin segir, að ég ætti ekki að standa hér. Þeldökk stúlka, alin upp í Chicago,“ sagði Michelle Obama, eig- inkona Baracks Obama, á fundi rétt fyrir forsetakosningarnar og töl- fræðilegar líkur á því, að þeldökk barnafjölskylda settist að í Hvíta húsinu hafa fram að þessu verið nánast engar. Samt er það svo, að í janúar næst- komandi munu þau Obama-hjónin og dætur þeirra tvær, Malia og Sasha, flytjast búferlum, fara frá Hyde Park í Suður-Chicago og koma sér fyrir á 1600 Pennsylvania Avenue, öðru nafni Hvíta húsinu í Washington. Búferlaflutningum fylgir jafnan nokkurt umrót og breyting á högum fólks en það eru engin venju- leg vistaskipti að fara frá rólegu hverfi í Chicago og setjast að í Hvíta húsinu. Í Chicago var Obama- fjölskyldan umvafin ættingjum og vinum en í Hvíta húsinu verður allt með formlegri hætti. Þar bankar enginn upp á óboðinn. Þegar Verna Williams, vin- kona Michelle Obama, Maki Bandaríkjaforseta hefur eng- um opinberum skyldum að gegna og engin laun. Hún, eins og átt hef- ur við hingað til, hefur því í raun bara verið heimavinnandi hús- móðir. Eftir sem áður getur for- setafrúin haft umtalsverð áhrif. Fyrsta forsetafrúin var Martha, eiginkona George Washington, kona, sem líkaði aldrei við sig í sviðsljósinu. Það varð aftur á móti ekki sagt um hina fjörugu Dolley Madison, eiginkonu fjórða forset- ans, James Madison. Hún var fræg fyrir glæsilegar veislur og sann- kölluð tískudrós á sínum tíma. Fyrir Mary, eiginkonu Abrahams Lincolns, var vistin í Hvíta húsinu mikill óhamingjutími. Þá lést Willie, 11 ára sonur þeirra hjóna, á sjúkrabeði og Abraham Lincoln var myrtur þremur dögum eftir að borgarastríðinu lauk. Síðar bilaðist Mary á geði og lést bláfátæk 1882. Helen, eiginkona William H. Taft, barðist fyrir því, að konur fengju kosningarétt og hún fékk því fram- gengt, að starfslið Hvíta hússins yrði ekki eingöngu skipað hvítu fólki, heldur blökkufólki líka. Þegar Woodrow Wilson, sem var forseti 1913 til 1921, lamaðist að nokkur eftir heilablóðfall, tók Edith, kona hans, við stjórn- artaumunum að nokkru leyti en engin hefur þó verið atkvæðameiri en Eleanor, eiginkona Franklin D. Roosevelts. Hún var óþreytandi í baráttu sinni fyrir auknum mann- réttindum. Jacqueline Kennedy, Betty Ford og Laura Bush lögðu allar sitt af mörkum við að móta ímynd for- setaembættisins og Hillary Clinton varð fyrst fyrrverandi forsetafrúa til að gegna opinberu embætti. Hvað bíður Michelle Obama kemur í ljós á næstu fjórum árum. Valdalausar en ekki áhrifalausar Michelle Obama með Söshu. hringdi í hana til að óska henni til hamingju, ætl- aði hún að kalla hana „Meesh“ eins og venjulega en rak þá í vörðurnar. Hvernig á að ávarpa vænt- anlega forsetafrú, hugsaði hún með sér og var í standandi vandræðum. Úr þessu varð heilmikið gaman og Michelle lét sér detta í hug tvo titla, sem Williams segir, að hafi verið sprenghlægilegir og ekki eftir hafandi opinberlega. Alltaf undir smásjánni Kosningasigur Obama er dæmi um þann árang- ur, sem náðst hefur í réttindabaráttu bandarískra blökkumanna og annarra minnihlutahópa en líka þess vegna munu þau Obama-hjónin verða undir smásjá fjölmiðlanna sem aldrei fyrr. Haft er eftir vinum þeirra, að þau geri sér fulla grein fyrir því, að allt, sem þau segja og gera, hvernig þau klæð- ast og hvaða skóla þær Malia og Sasha sækja muni verða lagt út með sínum hætti í fjölmiðlum. Það er auðvitað ekkert nýtt en þar fyrir utan eiga margir hvítir landar þeirra erfitt með að kyngja því, að blökkufólk skuli brátt taka við stýristaum- unum í landinu. Þess vegna verða Obama-hjónin að fara varlega og gæta þess að misstíga sig ekki. Þær Malia og Sasha verða yngstu íbúar Hvíta hússins í nokkra áratugi og kannski verða um- skiptin erfiðust fyrir þær. Þá verður ekki neitt sem heitir að fara út að leika. Vogi þær sér út fyrir hússins dyr, svo ekki sé talað um út fyrir lóð- armörkin, munu árvökul augu vopnaðra manna fylgja þeim eftir hvert skref, ekki síður en for- eldrum þeirra. Þær systur eru þó ekki óvanar ströngu eftirliti. Móðir þeirra hefur séð um það hingað til og vinir þeirra segjast vissir um, að hún muni ekki láta öðrum það eftir að velja þeim nýjan skóla, heldur sjá um það sjálf. Hugsanlega verður einhver almennur skóli í ríkisskólakerfinu í Wash- ington fyrir valinu en einnig getur verið að hún fari að dæmi Hillary Clinton og sendi stelpurnar í Sidwell Friends-einkaskólann. Í Hvíta húsinu munu þau Obama-hjónin taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og öðru fyrirfólki víðs vegar að en þeir, sem þekkja þau, segja, að líklega muni vinkonur dætra þeirra fá hjartanleg- ustu móttökurnar. „Ég sé fyrir mér stelpufansinn og spái því, að oft muni vinkonur þeirra vera í Hvíta húsinu yfir nótt,“ segir Verna Williams. Hvers konar forsetafrú? Haft hefur verið eftir Michelle Obama, að þegar hún hafi komið stelpunum fyrir í skóla, ætli hún að gera það upp við sig hvers konar forsetafrú hún vill vera. Eitt er víst að hún verður að klæða sig vel en hún hefur verið gagnrýnd fyrir hirðuleysi í þeim efnum. Það er líka víst, að ekki mun hún hasla sér völl í eldhúsinu, er heldur áhugalítil um það, sem þar fer fram, en hún hefur gefið í skyn, að hún hafi áhuga á að berjast fyrir bættum hag útivinnandi foreldra og barna þeirra. Að einu leyti mun líf Obama-fjölskyldunnar batna verulega við vistaskiptin. Allt frá árinu 1996, þegar Barack Obama var kjörinn í öld- ungadeild þingsins í Illinois, hefur hann verið löngum stundum fjarri heimili sínu og aldrei eins og síðustu sex árin. Á þeim tíma stóð hann í kosn- ingabaráttu og náði kjöri í öldungadeild Banda- ríkjaþings og í forkosninga- og forsetakosninga- baráttunni, í næstum tvö ár samfleytt, hefur hann varla átt einn einasta frídag fyrir sjálfan sig. Nú er allt þetta að baki og næstu fjögur árin mun Obama-fjölskyldan loksins sitja öll saman við kvöldverðarborðið. Reuters Fjölskylda tekur sig upp 1600 Pennsylvania Avenue þykir mjög eftirsóknarvert heimilisfang en það er þó ekki bara tekið út með sitjandi sældinni að búa þar. Það mun Obama-fjölskyldan brátt fá að reyna Nýir ábúendur Barack, Sasha, Malia og Michelle Obama. Vel verður fylgst með því hvaða mark þessi fjöl- skylda muni setja á banda- ríska forsetaembættið.  Varaforseti Bandaríkjanna býr ekki í Hvíta húsinu, eins og forset- inn. Varaforsetanum er þó ekki í kot vísað. Hann hefur glæsihýsi í vikt- orískum stíl til umráða á horni 34. strætis og Massachusetts Avenue í Washingtonborg. Húsið er um 850 fermetrar að stærð og er á landsvæði sem er und- ir yfirráðum bandaríska sjóhersins. Það var byggt árið 1839 og varð að- setur yfirmanns sjóhersins á staðn- um árið 1928. Það er ástæðan fyrir því að húsið gengur enn undir heit- inu Aðmírálshúsið. Árið 1974 ákvað bandaríska þingið að Aðmírálshúsið skyldi vera aðsetur varaforseta Banda- ríkjanna, en áður höfðu varafor- setar búið í húsum sem þeir keyptu sjálfir, eða jafnvel á hótelum. Fyrsti varaforsetinn, sem flutti inn í Aðmírálshúsið, var Walter Mondale, varaforseti Jimmys Car- ters. Gerald Ford var reyndar albú- inn að flytja inn, en endurbótum á húsinu var ekki lokið þegar Nixon forseti neyddist til að segja af sér og Ford flutti inn í Hvíta húsið, án viðkomu í Aðmírálshúsinu. Vara- forseti hans, Nelson Rockefeller, notaði húsið aðallega fyrir mót- tökur og veislur, enda af hinni vell- auðugu Rockefeller-ætt og átti sjálfur í næg hús að venda. Hvíta húsið og ýmsar vistarverur þess hafa verið mynduð í bak og fyrir, en færri þekkja til Aðmír- álshússins. Það þykir traust og þægilegt og ber með sér andblæ lið- inna tíma. Varaforseti býr í húsi Aðmírálsins  Hvíta húsið er engin smábygging. Aðalbygging hússins er rúmlega 51 metra löng og 26 metra breið. Grunnflötur hússins er sam- tals 5.100 fer- metrar, en lóðin um 73 þúsund fermetrar. Til að mála húsið, þ.e. aðalbygginguna fyrir utan vestur- og austurálmu, þarf rúmlega 1.100 lítra af hvítri málningu. Í húsinu eru 132 herbergi, þar af 16 gesta- herbergi, eitt aðaleldhús, annað minna og hið þriðja fyrir forseta- fjölskylduna. Þá er þar að finna 35 baðherbergi. Forsetinn þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir afþreyingu. Í hús- inu er bíósalur og herbergi með billjarð- og borðtennisborðum og keilubraut. Í eina tíð var sundlaug innan- húss, en nú er á þeim stað her- bergið þar sem forsetinn og tals- menn hans sitja fyrir svörum blaðamanna. En sundlaug er að finna á suðurflöt lóðar hússins. Forsetar hafa margir gaman af að spila golf, t.d. hefur George W. Bush gjarnan gripið í kylfu. Hann gat æft á æfingaflöt við húsið. Forveri hans, Bill Clinton, var skokkari og því var lögð skokk- braut um flatir Hvíta hússins í for- setatíð hans. Vinna og afþreying Golf Taft forseti var mikill golf- áhugamaður, eins og fleiri forsetar. Útilaug Forsetinn og fjölskylda hans getur buslað í þessari laug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.