Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 30
30 Knattspyrna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 ENN BETRI REYKJAVÍK Reykjavíkurborg leitar að kraftmiklum samstarfsaðilum á sviði forvarna, lýðheilsu og fegrunar í hverfum borgarinnar Við lýsum eftir nýstárlegum hugmyndum að verkefnum frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Margvísleg verkefni koma til greina en þau verða að fela í sér minnst eitt af eftirfarandi: Frekari upplýsingar veita Regína Ásvaldsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í síma 411 4500, regina.asvaldsdottir@ reykjavik.is og Hans Orri Kristjánsson verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra í síma 411 4506, hans.orri.kristjansson@reykjavik.is Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnarstarf, efla félagsauð, auka öryggi og bæta umgengni. Forvarnir í þágu barna og ungmenna Eflingu lýðheilsu Aukið öryggi íbúa Fegurri ásýnd hverfis Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og borgarstofnana í þágu forvarna og félagsauðs Verkefnin skulu unnin í samstarfi við þjónustumiðstöðvar í hverfum og/eða fagsvið borgarinnar. Upplýsingar um úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/ennbetri Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á skapandi og uppbyggileg verkefni fyrir börn og unglinga. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2008. • • • • • Umsóknum er hægt að skila á netfangið ennbetri@reykjavik.is eða í Ráðhús Reykjavíkur merkt „Enn betri Reykjavík“. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þ að fer ymur um áhorf- endasvæðið á Britannia- leikvanginum. Ókunnugir gætu haldið að heima- menn, Stoke City, hefðu verið að skora mark, alla vega fá dæmda vítaspyrnu. Svo er ekki. Það er innkast. Hvernig má það vera? Inn- köst eru alla- jafna ómerkileg- asti hluti knatt- spyrnuleiks en þegar Rory Delap, leikmaður Stoke, á í hlut verða þau að stórhættulegu vopni enda er kasthæfni mannsins með miklum ólíkindum. Innköstin minna helst á flugskeyti. Af þrettán mörkum Stoke í ensku úrvalsdeildinni í vetur hafa sjö komið eftir innköst frá Delap, þar af bæði mörkin í fræknum sigri á Arsenal um liðna helgi. Það fyrra, sem Ricardo Fuller gerði með skalla, kom eftir 45 metra langt innkast frá Delap en það mun vera einum metra styttra en heimsmetið í innkasti en það setti Dave Challinor, leikmaður Tranmere Rovers, árið 2000. Án þess að opinbert mót sé haldið í þeirri ágætu grein. Öll nema eitt hafa mörk- in komið á heimavelli. Það er engin tilviljun að Stoke hefur þrengt flöt sína inn að leyfilegum mörkum. Þess má geta að Portsmouth er í öðru sæti á listanum yfir mörk upp úr innköstum, með tvö. Við vorum með áætlun… Aumingja Arsène Wen- ger, knattspyrnustjóri Ars- enal, var nánast orðlaus eftir ófarirnar. „Við vorum með áætl- un um það hvernig við ætluðum að bregðast við innköstunum, höfðum æft það sérstaklega. Þau koma fljúg- andi inn í teiginn og það er erfitt að eiga við þau með tuttugu manns í ein- um hnapp. Þetta er ekki okkar helsti styrkleiki en við vorum líka óheppn- ir.“ Þú segir ekki! Raunar er Arsenal vorkunn, dæmin hafa sýnt að fá lið eru aumari að verjast loftárásum. Svo smeykir voru varnarmenn Ars- enal orðnir við innköstin er leið á leik- inn að þeir sneru sér í heilhring á frí- merki með sóknarmann í bakinu til að spyrna knettinum upp völlinn, í stað þess að setja hann út fyrir hliðarlínu, eins og jafnan er gert við þær að- stæður. Og Arsenal er ekki eina liðið sem mátt hefur sækja knöttinn í tvígang í netið í einum og sama leiknum gegn Stoke í vetur. Everton fékk að reyna það líka. Topplið Chelsea varð aftur á móti þeirrar gæfu aðnjótandi að Delap var á sjúkralistanum þegar glímt var við Stoke. Hinn gamalreyndi og geðþekki knattspyrnustjóri liðsins, Luiz Felipe Scolari, jós kappann þó lofi. Sagði tækni hans stórkostlega og að enginn markmaður ætti að voga sér út í þessa bolta. „Hann sendir boltann betur með höndum en fótum, það er magn- að. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt um dagana. Hann þarf ekki að vera kominn nema tíu metra inn fyrir miðju til að koma knettinum inn í teig. Þetta er kannski ekki áferðarfalleg knattspyrna en sannarlega árang- ursrík.“ Tröll við tröll í teignum Ekki spillir fyrir að í liði Stoke er hvert tröllið upp af öðru, skapað til að taka við innköstunum. „Nái ég full- komnu kasti gera hæð og gæði leik- manna liðsins það að verkum að það er nánast ómögulegt að verjast þessu,“ sagði Delap eftir sigurinn á Arsenal. Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, hefur til þessa verið tregur til að gera mikið úr innköstum Delaps en eftir Arsenal-leikinn lék hann á als oddi. „Þau skapa usla,“ sagði hann. „Ég held það sé vegna þess hvað þau eru flöt. Hann hendir knettinum ekki upp í loftið, köstin eru nánast lárétt og það er afar erfitt fyrir varnarmenn að reikna út svifið á þeim.“ Innköstin hafa að vonum vakið mikla athygli fjölmiðla í haust og Pulis er sannfærður um að það hjálpi til. „Vegna þess hvað innköstin hafa feng- ið mikla umfjöllun eru lið logandi hrædd við þau, jafnvel áður en hann kastar inn.“ Sjálfur hefur Delap ekk- ert á móti kastljósinu, þó ekki sín vegna. „Krakkarnir mínir hafa gaman af þessu, að sjá ófrýnilega ásjónu mína í blöðunum. Ég á síður von á fyr- irsætusamningum en það er sjálfsagt að njóta augnabliksins.“ Ná mest 60 km hraða Það er engin nýlunda að Rory De- lap taki löng innköst, aldrei hafa þau þó borið jafnríkulegan ávöxt. Með- allengd þeirra hefur mælst 38 metrar – og fer vaxandi – og mest hafa þau náð 60 km hraða á klukkustund. Það er nánast ómannlegur kraftur. Óhætt er að segja að innköstin jafn- ist á við aukaspyrnu eða horn og sumir hafa raunar bent á, að þau séu hættu- legri þar sem Delap hefur meira vald á vöðvunum sem hann notar en leik- maður sem spyrnir knettinum. Inn- kast hefur það líka fram yfir auka- spyrnu á svipuðum stað að sóknarmenn geta ekki verið rang- stæðir eftir slíkt leikatriði. Á því hagn- aðist téður Fuller gegn Arsenal. Hvað Kolo Touré, miðvörður gestanna, var aftur á móti að gera fyrir framan hann er önnur saga. Innköst Delaps eru ákaflega sjón- ræn athöfn. Til að auka skriðþunga sinn bregður hann sér aftur að auglýs- ingaskiltunum á vellinum áður en hann kastar inn. Hann tekur síðan fjögur stutt skref og eitt skálm áður en hann stígur þéttingsfast fram í fremri fótinn og beinir þannig öllum þunga fram á við. Við þetta eykst hraði knattarins þegar hann losar sig við hann. Býður þyngdaraflinu birginn Delap kveðst ekki styrkja efri hluta líkamans með markvissum hætti en mest mæðir á öxlum og mjóbaki þegar hann kastar knettinum. Til þess að ná sem mestum hraða kastar Delap hon- um nánast lárétt og með miklum baksnúningi. Með þessum hætti býður hann þyngdaraflinu birginn og gerir það að verkum að knötturinn svífur beint þrátt fyrir að vera sleppt úr svo lágri stöðu, ef marka má vísindalega greiningu breska dagblaðsins The Gu- ardian. Engum blandast hugur um að inn- köst Delaps eru helsta vopn Stoke City í baráttunni við falldrauginn sem að öllum líkindum mun ágerast er líð- ur á veturinn. Hvort þau duga til að koma böndum á kauða mun tíminn leiða í ljós. Kylfa ræður kasti Innkastari „Nái ég fullkomnu kasti gera hæð og gæði leik- manna liðsins það að verkum að það er nánast ómögulegt að verjast þessu,“ segir Rory Delap. Í HNOTSKURN »Rory Delap er 32 ára aðaldri. Fæddur í Englandi en hefur leikið ellefu lands- leiki fyrir Íra. »Hann hefur víða komið viðá löngum ferli, m.a. hjá Derby, Southampton og Sund- erland. Hjá Stoke hefur Delap verið frá árinu 2007. RORY DELAP, LEIKMAÐUR STOKE CITY Í ENGLANDI, HEFUR SÉRHÆFT SIG Í ÓVENJULEGUM FLUGSKEYTUM                                 ! " 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.