Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 56
56 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 BÍTILLINN Paul McCartney stal senunni á evrópsku MTV-tónlistarverð- launahátíðinni sem haldin var í Liverpool í Englandi á fimmtudaginn. McCartney var heiðraður fyrir framlag sitt til tónlistarinnar og var sæmdur nafnbótinni „hin fullkomna goðsögn“. Við það tilefni sagði Bono, söngvari U2, að McCartney væri maðurinn sem hefði fundið upp starfið sem hann gegndi í dag. „Ég var samferða McCartney hingað í kvöld og á leiðinni tók hann mig í útsýnistúr um borgina. Þetta var eins og að keyra um í páfa-bílnum með sjálfan páfann við stýrið. Bítl- arnir voru stóri-hvellur í rokk-alheim- inum.“ Auðséð var að stjörnurnar sem fram komu á hátíðinni voru í skýjunum yfir úrslit- um nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum og McCartney var einn þeirra sem notuðu tækifærið og óskuðu Barack Obama velfarnaðar í starfi. „Fyrir mörgum árum fædd- ust fjórir strákar í Liverpool sem náðu langt seinna í lífinu. Ég þakka fjölskyldu minni, ykkur öllum sem komu í kvöld og öllum íbúum Liver- pool, Bretlands og svo þeim, sem kusu herra Obama,“ og tíu þúsund áhorfendur í tónleika- höllinni tóku undir með fagn- aðarlátum. Bandaríska poppstjarnan Britney Spears fékk tvenn verðlaun á hátíðinni, fyrir besta listamann ársins og bestu plötu ársins. Hljómsveit Jareds Leto, 30 Seconds To Mars, hlaut einn- ig tvenn verðlaun og Beyonce og Kanye West hlutu sín verð- launin hvor. Óvæntasti sigur- vegari kvöldsins, að mati tón- listarskríbenta, var hins vegar breski 80’s söngvarinn Rick Astley sem hlaut nafnbótina besti listamaður allra tíma. Það mun hafa vegið þungt að lag hans „Never Gonna Give You Up“ var notað í nethrekk sem náði miklum vin- sældum nýlega og fólst í því að gabba sem flesta til þess að smella á hlekki sem vísuðu á lagið. Fjaðrafok Pink skellti sér í hressilegan koddaslag við dansarana sína en hún fékk líka fyrstu verðlaun kvöldsins. Þau voru veitt fyrir mest ávanabindandi lagið og var það lag hennar So What sem varð fyrir valinu. Svöl Kanye West og Estelle komu fram á verðlaunhátíðinni. REUTERS Hin fullkomna goðsögn „Þetta var eins og að keyra um í páfa-bílnum með sjálfan páfann við stýrið“ Goðsögn Bítillinn Paul McCartney var heiðraður sérstaklega á verð- launahátíðinni fyrir framlag sitt til dægurtónlistar. Obama Söngkonan Katy Perry klæddist kjól með mynd af næsta forseta Bandaríkjanna en margir lýstu ánægju sinni með kjör hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.