Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 24
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 24 Tíska MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Skór vetrarins og næsta sumars eru hærri en oft áður. Gleður það áreið-anlega þær fjölmörgu konur, sem eru heillaðar af skóm og þá ekki sístháhæluðum skóm. Carrie Bradshaw, sem Sarah Jessica Parker túlkaðisvo snilldarlega í Beðmálum í borginni, er táknmynd fyrir þessa konu. Eitt sinn lenti hún í peningaerfiðleikum og vantaði innborgun á íbúð. Þá kom í ljós að hún átti engan sparnað en hafði að sama skapi eytt 40.000 Banda- ríkjadölum í skó, sem eru núna ríflega fimm milljónir króna. Þrátt fyrir að fæstar konur hafi eytt slíkum upphæðum í skó hafa margar áreiðanlega keypt par, sem ekki er notað eins oft og til stóð. Þessi ónotuðu pör eru ábyggilega oftar en ekki hælaskór. Háir hælar eru einfaldlega ekki eins þægilegir og flatbotna skór, en það kemur þó ekki í veg fyrir að tísku- hönnuðir sýni slík pör og hvetji konur til að ganga í þeim. Líkamsrækt á pinnahælum Vegna þessarar ofurhælatísku eru líkamsræktarstöðvar bæði í London og New York farnar að bjóða upp á sérstaka pinnahælatíma. Þar er konum kennt að dansa og ganga í pinnahælum og einnig eru gerðar æfingar til að styrkja fótleggi og þá ekki síst kálfa. Tilfinningin sem háhælaðir skór veita er ákveðin valdatilfinning. Sú sem gengur í háhæluðum skóm verður um leið hærri. Þó er ekkert verra en að vera í háhæluðum skóm og ráða ekki við það, eins og svo margar ungar stúlkur sem hafa spreytt sig í America’s Next Top Model og riða til falls í skónum. Þá er miklu betra að halda sig við fallega ballerínuskó eða mokkasínur en þægindi eru líka völd, völd til að gera það sem maður vill! Háhæluðu skórnir, sem eru núna í gangi eru sérstakir, oft með ýmsum böndum og jafnvel í mörgum litum. Engin ein formúla er sú rétta, held- ur gildir reglan því sérstakari, því betri. Á rauða dreglinum Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur undanfarið vakið athygli fyrir að klæðast ofurháum hælum við stutt pils. Hún er áreiðanlega ekki í þess- um skóm í jógaæfingunum. Ólíkir Fætur Gwyneth Paltrow og leikstjórans James Gray í Cannes. Og já, Paltrow er til vinstri. Peter Som Þessir eru háir og skrautlegir. Rubin Singer Skemmtilega sumarlegir, allavega ekki góðir í slabbinu. AP Yves Saint Laurent Óvenjulegir með innblástur frá arkitektúr og háhýsum. Chanel Svart og hvítt frá Karli Lagerfeld. Sérstakir Franska leikkonan Amira Casar var í þessum á sýningu Vicky Cristina Barcelona í Cannes. Fall Þessi fyrirsæta datt á hausinn á sýningarpallinum í vorsýningu Prada. Þetta eru greini- lega stórhættu- legir hælar. Upp með fjörið MÁLÞING 2008 Æskan á óvissutímum 13. nóvember á Grand Hótel kl. 13.00-16:30 Setning: Þorsteinn Fr. Sigurðsson formaður Æskulýðsvettvangsins Ávarp menntamálaráðherra: Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Söngur: Flytjandi KK Ísland í efnahagslegu fárviðri: Magnús Fjalar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands Raunveruleiki heimilanna: Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs í Félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Kaffi Barnið í kreppunni: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar Hvernig spegla ég ástandið?: Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi Fundarstjóri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður og formaður Æskulýðsráðs ríkisins Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Bandalag íslenskra skáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.