Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 16
16 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Alltaf búið í sama húsi – Þú hefur kynnst leikurunum? „Já, já, já,“ segir hún og brosir. – Eru margir eftirminnilegir? „Þeir eru allir eftirminnilegir. Allt vinir mínir bara – þetta var eins og ein fjölskylda í Iðnó, þá var mun færra fólk og ég vann við allar sýn- ingarnar – alltaf!“ – Áttirðu þá nokkurt líf fyrir utan leikhúsið? „Ekki fyrstu áratugina, ég rétt kom heim að sofa og búið.“ Það kemur ekki á óvart um mann- eskju sem unnið hefur hjá Leikfélagi Reykjavíkur alla ævina að hún búi í Vesturbænum. „Já, ég gekk alltaf niður í Iðnó. Það tók mig átta mín- útur niður eftir og tíu mínútur heim aftur, af því að það var upp í móti. Þá gekk ég alltaf framhjá kirkjugarð- inum, upp Kirkjugarðsstíginn, og aldrei óttaðist ég neitt. En ég myndi ekki gera það í dag.“ Og Heiða hefur alltaf átt heima á Ásvallagötu. „Ég fæddist í stofunni heima og hef aldrei á ævinni flutt.“ Hún hlær innilega. „Þetta er fáránlegt.“ – Þig hefur aldrei langað að flytja? „Jú, kannski á miðjum aldri, þá velti ég því fyrir mér, en svo voru að- stæður þannig að ég vann mikið og var með fullorðna foreldra sem ég gat ekki farið frá.“ Heiða segir móralinn í leikhúsinu góðan, þó að „jú, jú“ sumir kvarti yfir mikilli vinnu. „Það hefur verið rosa- lega mikið að gera í haust og eig- inlega fyrsti dagurinn í gær, sem ég gaf mér tíma til að tala við fólkið í kringum mig. Það hefur bara ekki gefist tími, því það eru æfingar á þremur stöðum í húsinu, ég geng á milli, og ef ég sinni einum, þá koma tveir, þrír: „Heyrðu, mig vantar þetta og þetta og þetta – og það þarf helst að gerast strax!“ Heiða smellir fingri. þetta var bæði dýrt og tímafrekt. Síð- ustu myndirnar eru frá flutningunum í Borgarleikhúsið og göngunni þang- að.“ Það má gleyma sér við að blaða í al- búmum í vinnuherbergi Heiðu og í leikmunageymslunni hanga sumar þeirra í stækkaðri mynd. „Ég er að hugsa um að gefa ljós- myndasafni Reykjavíkur mynd- irnar,“ segir Heiða. „Ég er búin að gefa þeim filmurnar. En það þykir öllum hér svo gaman að skoða albúm- in, þannig að ég bíð aðeins með það. En þetta fer þangað.“ Vatnið flæddi inn í kjallarann Heiða vann eins og leikararnir í sjálfboðavinnu fyrir húsbygging- arsjóð, meðal annars á skemmtunum í Austurbæjarbíói. Einu sýningarnar sem greitt var fyrir voru miðnæt- ursýningar þegar þær urðu margar. Hún minnist þess að eftir sýningar á Flónni í Iðnó þurftu leikararnir oft að flýta sér á sýningu í Austurbæjarbíói. Og tíminn var af skornum skammti. „Gísli Halldórsson og Steindór Hjör- leifsson fóru með leigubíl, sem beið fyrir utan, og skiptu um búning í bíln- um á leiðinni.“ – Var erfitt að kveðja Iðnó? „Já, en samt hlakkaði ég til að fá pláss. Iðnó var þröngt, og svo flæddi stundum. Ég á myndir af leikurum sem vaða upp að hnjám í Tjörninni í kjallaranum. Og maður tók yfirleitt stígvél með sér í vinnuna. Þegar það var flóð fylltist allt af vatni, að vísu var það mismikið, þannig að oft gat maður hoppað yfir verstu pollana, en einhvern tíma náði það upp á mitt læri. Þá fór ég nú ekki út í,“ segir hún og hlær. En hún lét nú annað eins yfir sig ganga! „Það var mikill fjöldi af leik- urum í Landi míns föður, sem komu inn á mismunandi stöð- um úr salnum í Iðnó. Stundum þurftu leikararnir að hlaupa hringinn í kringum húsið og ég líka með búninga og leik- muni. Einu sinni hljóp Jón Sigurbjörnsson út með fín- an herrahatt. Það var rok og snjókoma og hatt- urinn fauk út í Tjörn- ina. Þá var ekkert annað að gera – ég stökk út í Tjörn- ina á eftir hatt- inum. Þetta er eitt af því sem maður lætur hafa sig út í,“ segir hún og skellihlær. En krakkarnir voru alltaf afslappaðir fyrir sýningar. „Einu sinni fékk Ragnar Kjartansson, þá ungur strákur, hiksta fyrir sýn- ingu á Landi og sonum. Ég sagði honum að það væri allt í lagi, hikstinn hyrfi um leið og hann færi á svið. Þannig er það með leik- ara, jafnvel þó að þeir séu með gubbupest, þá æla þeir ekki á sviðinu. Hann andaði því léttar og fór óhikað inn á sviðið, en hikstinn hætti ekkert og hann hikstaði alla senuna. Hann lék á móti Unni Ösp Stefánsdóttur og svo fór auð- vitað að þau sprungu bæði úr hlátri.“ að rifrildið í okkur hefði heyrst fram í sal!“ Og það mæðir mikið á Heiðu með- an á sýningum stendur, stundum þarf hún að kúldrast einhvers staðar á sviðinu eða liggja í hnipri og fela sig fyrir áhorfendum. „Ronja ræn- ingjadóttir var sérlega erfið að þessu leyti. Þá var ég alla sýninguna undir grind, sem á var strengt hænsnanet, svo gifs og loks strigi málaður yfir. Þegar leikararnir hoppuðu, þá hrundi gifsið niður á mann. Það endaði með því að ég var farin að snýta rauðu á sýningum og þurfti að setja á mig rykgrímu.“ – Það er ýmislegt leggjandi á sig fyrir leikhúsið! „Já, já, já,“ svarar hún og hlær. „Maður fórnar ýmsu!“ Lék lík og griðkonu Eftirminnileg sýning hvað leik- muni varðar var sýningin Híbýli vind- anna, að sögn Heiðu. „Það var frum- sýnt í janúar að mig minnir og við vorum búin að leita um allt að kan- ínum. Okkur hafði áður tekist að verða okkur úti um kanínur úr Öskju- hlíðinni og látið stoppa þær upp, en þarna var það ekki hægt. Tolli, sem ég vinn með, var búinn að hringja í bændur hingað og þangað, en það voru bara ekki til kanínur. En svo frétti hann af manni í Sand- gerði, sem var með kanínur, og fékk loforð um tvær kanínur daginn sem lokaæfingin var. Tolli ók því suður eftir í kolniðamyrkri og slyddu. Þá hafði maðurinn verið að ala kan- ínurnar í matinn fyrir einhverja fína karla – þær voru risaflykki og gríð- arþungar. Hann kom með þær í leik- húsið rétt fyrir æfinguna og þær voru enn volgar þegar þær komu á sviðið. Þetta var á föstudegi, svo var frum- sýning og önnur sýning, og það var ekki fyrr en á mánudegi, sem við gát- um farið með þær í uppstoppun.“ Og stundum dettur Heiða í hlut- verk statista, eins og í leikritinu Hinu ljósa mani. „Þar lék ég griðkonu, þjónaði til borðs, njósnaði um elsk- endurna, svo lék ég lík og loks ís- lenskan aumingja á Þingvöllum.“ – Allt í sömu sýningu? „Já, svo hef ég verið veislugestur og ýmislegt fleira, svona til að fylla upp í.“ – Hvernig leikur maður lík? „Maður liggur bara kyrr.“ – Lengi? „Nei, þetta hefur verið í tíu mín- útur. Það var allt í lagi, þá fékk mað- ur tíma til að hvíla sig eftir öll hlaup- in.“ – Þú hefur aldrei sofnað? „Nei.“ – Hvernig eru leikarar í umgengni? „Misjafnir,“ hvíslar hún. „En yf- irleitt eru þeir bara fínir, já, já, já. Og samstarfsfélagar til margra ára eru orðnir vinir manns.“ Ljósmyndaði leikhúslífið Heiða byrjaði að taka ljósmyndir af leikhúslífinu upp úr 1970. „Ég fór mér hægt til að byrja með, en fór að skrásetja myndirnar árið 1974. Strax frá upphafi hafði ég ekki undan, því allir leikararnir vildu fá myndir af sér, þannig að þetta var mikil vinna. Ég tók myndirnar og var á fullu að láta afrita þær. Í Landi og sonum tók það mig áreiðanlega tuttugu skipti að ná þeim öllum því ég vann auðvitað við annað. Og þegar við fluttum hing- að í Borgarleikhúsið hætti ég því Flóð Það flæddi oft í kjallarann á Iðnó. Hér bjargar Steindór Hjörleifsson búningnum. Söfnun Guðmundur Pálsson selur Vigdísi Finnbogadóttur merki fyrir húsbyggingasjóð, sem fór síðar í að reisa Borgarleikhúsið. Kristnihaldið Jón Sigurbjörnsson búinn undir fyrstu uppfærslu á Kristnihaldinu af Heiðu props. Fló á skinni (1972) Leikkonan ástsæla Guð- rún Ásmundsdóttir lék eiginkonuna. Svo var það hótelgengið Brynjólfur Jóhannesson, Guðmundur Pálsson, Soffía Jakobsdóttir, Guðrún Stephensen og Jón Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.