Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 F yrsta íslenska smábrugghúsið erBruggsmiðjan Árskógssandi, sem fram-leiðir bjórinn Kalda, bæði ljósan ogdökkan. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu fyrirtækið í desember 2005 en fyrsti bjórinn kom á markað haustið 2006. Agnes er sátt við samkeppnina og finnst þessi þróun góð. „Ég held að aukið úrval kenni Íslendingum betur að meta góðan bjór,“ segir hún. Hugmyndin að brugghúsinu kom upp eftir að maðurinn hennar slasaðist á hné árið 2003. „Hann er menntaður skipstjóri og hafði alla tíð verið á sjó. Þegar hann var búinn að fara í nokkuð margar aðgerðir kom í ljós að hann færi ekki aftur á sjóinn en við búum í litlu sjáv- arþorpi úti á landi,“ segir Agnes og þá voru góð ráð dýr. „Hér höfum við sjóinn og líka sér- staklega gott vatn. Mér er minnisstætt að föð- uramma mín talaði alltaf mikið um þetta góða vatn sem við ættum,“ segir hún en hugmyndin að stofnun brugghússins kom eftir að hún horfði á frétt í Sjónvarpinu um smábrugghús í Dan- mörku. „Viku seinna vorum við komin til Dan- merkur að ræða við þennan saman mann og tal- að var við í sjónvarpsfréttinni. Þetta sýnir hraðann á verkefninu. Við höfðum hvorki kunn- áttu né peninga þegar við fórum af stað. Við bara kýldum á þetta og fengum gott fólk með okkur. Við lögðum mikið upp úr því að fá góðan bruggmeistara til liðs við okkur og það tókst,“ segir hún en sá er David Masa, sem hefur sér- hæft sig í því að koma af stað litlum brugg- húsum um allan heim. Hann er bruggmeistari í fjórða ættlið og með níu ára nám að baki í fræð- unum. Kaldi er bruggaður eftir tékkneskri hefð frá 1842 og til þess er notað úrvals hráefni frá Tékklandi. Vatnið, sem ömmu Agnesar var svo tíðrætt um, er úr lind við Sólarfjall við ut- anverðan Eyjafjörð. Bjórinn er ógerilsneyddur, án viðbætts sykurs og rotvarnarefna. Sérsmíðuð tæki „Við létum sérsmíða fyrir okkur öll tæki úti í Tékklandi og það var sterkur leikur því tækin skipta svo miklu máli. Ég hef oft sagt að okkar velgengni sé að þakka kunnáttuleysinu! Við vissum lítið en vorum dugleg að fá fagfólk í lið með okkur, við hlustuðum á það og nýttum okk- ur þekkingu þess.“ Framleiðslugeta brugghússins er sem stend- ur 300.000 lítrar á ári en stækkar innan tíðar. „Við erum búin að láta smíða nýja tanka. Þeir eru tilbúnir en við erum að bíða eftir gjaldeyri til að borga þá. Eftir stækkun fer fram- leiðslugetan í 500.000 lítra á ári. Viðtökurnar við Kalda hafa verið góðar en þetta er önnur stækkunin sem brugghúsið hefur þurft að ráð- ast í. Bruggsmiðjan hefur til viðbótar framleitt Þorra- og Páska-Kalda. Í ár kemur hins vegar Jóla-Kaldi fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Einnig framleiðir Bruggsmiðjan bjórinn Gull- foss fyrir Ölgerð Reykjavíkur. „Við erum þar í hlutverki verktaka. Ölgerðin á sína uppskrift og sitt hráefni en nýtir okkar tæki og kunnáttu.“ Sérmerkir bjór fyrir fólk og fyrirtæki Ennfremur hefur hún verið að sérmerkja bjór, til dæmis fyrir fyrirtæki eða í tilefni af- mælis, og segir Agnes mikið gert af þessu. „Þetta er þá okkar bjór en þinn miði.“ Agnes er ánægð með að hafa ráðist í þetta verkefni. „Ég sé ekki eftir þessu. Við erum búin að læra margt og hitta mikið af skemmtilegu fólki. Þetta víkkaði sjóndeildarhringinn.“ Hún hvetur fólk til að velja íslenskan bjór og spara gjaldeyrinn. „Við græðum öll á því að velja íslenskt,“ segir Agnes og er jákvæð: „Við getum öll svo mikið meira en við höldum,“ segir hún og er þetta góð hvatning á síðustu og verstu krepputímum. „Íslendingar eiga mikið inni, við erum svo dugleg þjóð.“ Af sjónum í bjórinn ‘‘VIÐ VISSUM LÍTIÐ EN VORUMDUGLEG AÐ FÁ FAGFÓLK Í LIÐ MEÐ OKKUR, VIÐ HLUST-UÐUM Á ÞAÐ OG NÝTTUM OKKUR ÞEKKINGU ÞESS. Reuters Ölvisholt brugghús kom með bjórinnSkjálfta á markað á bjórdaginn 1.mars í ár. „Dagurinn er haldinnmjög hátíðlegur hér,“ segir Jón Elí- as Gunnlaugsson, annar eigandi brugghússins ásamt Bjarna Einarssyni. „Við erum báðir með annan atvinnurekstur en ákváðum að fara út í þetta saman,“ segir Jón og greinir frá því að framtakið hafi sprottið af hreinum og klárum áhuga á bjór. „Við tókum þá stefnu strax í upphafi að vera með mann sem hefði tilhlýðilega þekkingu til að framleiða góða vöru. Bruggmeistarinn okk- ar heitir Valgeir Valgeirsson og er með meist- arapróf í bjór- og viskígerð frá Háskólanum í Edinborg.“ Til viðbótar er starfsemin atvinnuskapandi á svæðinu. „Hér eru samtals sjö starfsmenn en þetta eru um fjögur ársstörf miðað við fulla vinnu. Ef verksmiðjan er keyrð á fullum af- köstum er heildarframleiðslugetan 300.000 lítr- ar á ári.“ Hann segir þó framleiðsluna ekki vera jafna heldur fari hún eftir þörfum en Ölvisholt fram- leiðir einnig til útflutnings. Dönsk og skosk áhrif „Útflutningurinn er lykillinn að því að við fórum út í þetta. Við sömdum við fyrirtæki í Hróarskeldu í Danmörku sem heitir Gourmet- Bryggeriet. Það gerði heildartilboð í uppsetn- ingu á bjórverksmiðju fyrir okkur en innfalið í því var hundrað tonna útflutningssamningur til Danmerkur á ári,“ segir Jón og játar að Ölv- isholt sé undir vissum áhrifum frá sprenging- unni sem hefur orðið í fjölda smábrugghúsa í þessu nágrannalandi okkar. „Við erum líka undir skoskum áhrifum því bruggmeistarinn lærði þar en einnig ákveðinni aðferðafræði sem er notuð í bjórgerð í Danmörku.“ Viðtökurnar við Skjálfta hafa verið góðar. „Salan fór vel af stað í byrjun og hefur núna náð jafnvægi og við höfum greinilega okkar fasta kúnnahóp sem fer hægt og rólega stækk- andi.“ Hinn 1. september sl. kom Ölvisholt síðan með Móra á markað, sem er ekki lager-bjór heldur öl. „Við ætlum að endurvekja ölneyslu Íslendinga, sem hefur ekkert verið stunduð hér síðan á miðöldum.“ Útflutningurinn er þó ekki aðeins til Dan- merkur því Skjálfti eða Skælv eins og hann heitir á dönsku verður einnig brátt til sölu í Færeyjum. Jafnframt hefur Ölvisholt framleitt jólaöl fyrir danska markaðinn, sem nú er kom- ið í Coop-verslunarkeðjuna. Skælv hefur enn- fremur verið til sölu í Magasin du Nord síðan í september. Brugghúsið er líka búið að gera samning við sænska Ríkið, Systembolaget, um útflutning á Skjálfta, Móra og nýjum stát-bjór, sem hefur ekki enn fengið nafn en miðað er við 100.000 lítra á ári. „Innkaupastjórinn pantaði þetta frá okkur á bjórsýningu í Stokkhólmi. Bruggmeistarinn okkar er stundum í tilraunastarfsemi og próf- aði að gera reyktan „imperial stout“. Það var ein flaska eftir, við vorum búnir að drekka all- ar hinar, og Bjarni meðeigandi minn ákvað að kippa henni með út til Svíþjóðar,“ segir hann en það bar árangur. Keppa við borðvín Ætli reykti bjórinn komi á markað á Íslandi? „Ég vona það svo sannarlega. Ég fullyrði að þetta er einhver metnaðarfyllsti bjór sem hef- ur verið bruggaður á Íslandi. Þegar hann verð- ur kominn í reglulega framleiðslu hjá okkur gæti myndast svigrúm til að prófa að selja hann hérlendis, þannig að áhættan verði lítil ef markaðurinn hafnar honum. Bjórinn verður 8,5% að styrkleika og þarna erum við að keppa við vín ekki síður en bjór.“ Greinilegt er á Jóni að hann er mikill áhuga- maður um bjór. „Markmiðið hjá okkur er að búa til bjór með flókinni og breiðri bragðflóru. Við erum kannski heldur að keppa við borðvín en venjulegan bjór. Við erum að framleiða bjór sem passar vel með góðum mat,“ segir hann og mælir til dæmis með Skjálfta með hangi- kjöti. „Þarna erum við undir áhrifum frá sam- starfsbrugghúsinu í Danmörku en þeir hanna sína bjóra í kringum ákveðna rétti.“ Ennfremur er væntanlegur íslenskur jóla- bjór frá Ölvisholti. „Þetta er bragðmikill og góður desertbjór. Sterkt öl sem kryddað er með negul og kanil, íslenskri ætihvönn og mjaðurt.“ Upptök Suðurlandsskjálfta á jörðinni Skjálfti er nefndur í höfuðið á Suðurlands- skjálftanum árið 2000. „Hann átti upptök sín á austurendanum á jörðinni hjá mér. Það hrundi hérna ein bygging og varð mikið tjón á bænum í þessum skjálfta. Svo tveimur dögum fyrir formlegt opnunarhóf hjá okkur verður annar Suðurlandsskjálfti!“ Móri er hins vegar nefndur í höfuðið á draugi staðarins. „Móri er bruggaður Kamp- holts-Móra til heiðurs. Hann heldur til við vatnsbólið sem vatnið okkar kemur úr.“ Sú spurning vaknar hvort bjórsmekkur Ís- lendinga sé að þróast og Jón hefur svar við því. „Mér sýnist það vera á meðal verkefna brugghússins okkar að kynna alvöru bjór- menningu fyrir landanum. Íslendingar eru búnir að læra að meta gott rauðvín og gott kaffi og okkar markmið er að gera hið sama við bjórinn, að fólk þekki góðan bjór.“ Jón segir þróunina um allan heim vera þá að smábrugghús sjái um að brugga metn- aðarfyllri bjór á meðan stóru brugghúsin „sinni heldur hinum bjórþyrsta almúga“. Hann velur gæði umfram magn. „Við erum að brýna fyrir fólki að drekka bjór til að njóta hans og velta bragðinu fyrir sér í stað þess að þamba þetta eins og nýmjólk!“ Flytur bjór úr landi ‘‘ÍSLENDINGAR ERU BÚNIRAÐ LÆRA AÐ META GOTT RAUÐ-VÍN OG GOTT KAFFI OG OKKARMARKMIÐ ER AÐ GERA HIÐ SAMA VIÐ BJÓRINN, AÐ FÓLK ÞEKKI GÓÐAN BJÓR. Bjór skiptist í megindráttum í öl eða lager. Í lager er notaður annar gersveppur en í ölgerð. Í lagergerð leitar gersveppurinn niður í tankinn á meðan á gerj- un stendur en ölið er toppgerj- aður bjór. Þjóðverjar eru þekktir fyrir lagergerð en fyrsti lagerinn varð til í Spaten-brugghúsinu í München um miðja 19. öld. Bruggun lagers tekur oftast lengri tíma en bruggun öls, sem er tilbúið nokkrum dögum eftir að gerjun lýkur. Pilsner, hinn gullni lager, kom fyrst fram árið 1842 í Pilsen í Bæheimi sem nú er Tékkland og vakti þá strax heimsathygli. Lager er algeng- ari og vinsælli en öl á heims- vísu. Til er bæði ljós og dökkur lager. Ölið er afkomandi hins upp- runalega forna bjórs frá Egyptalandi og Babýlon. Ölið á sér því mun lengri sögu en lag- erinn þrátt fyrir að hafa tapað vinsældum undanfarin ár. Eng- lendingar halda þó fast við hinn forna stíl og drekka mest allra þjóða af öli. Öl er mikils metið hjá mörgu bjóráhugafólki vegna fjölbreytileika síns og hér að neðan eru taldar upp nokkrar tegundir. Portari: Dökkt og frekar sterkt öl gert úr enskum humlum. Lakkrísrót og súkkulaði eru dæmi um hráefni sem hafa ver- ið notuð í bruggun portara í gegnum tíðina. Stát: Oftast svart eða dökk- brúnt öl sem inniheldur hátt hlutfall ristaðs korns. Státar eru oft sætir og mjög maltaðir en einnig eru þeir til rammir og þurrir. Mjúkur bjór, stundum mjólkurkenndur í áferð. Algengt er að finna brennt eða út í reykt bragð, kaffi og stundum súkkulaði. Bitur: Afar humlað enskt öl sem oftast er selt af krana. Nafnið er komið til sökum bit- urleika frá humlunum. Oftast má svo greina sýrðan keim í restina. Litur er frá því að vera brons og allt upp í dökk kop- arlitaður. Hveitibjór: Í stað þess að nota eingöngu maltað bygg til að gefa gerlinum sykrur er einnig notað hveiti á móti maltinu sem meðhöndlað er á ákveðinn hátt líkt og byggið. Belgar eru frægir fyrir hveitibjórinn sinn, sem þykir afar svalandi. Klausturöl: Notað yfir belgískan bjórstíl sem bruggaður var í klaustrum í gamla daga til að hjálpa munkunum í gegnum föstuna. Núorðið er ekki allt klausturöl bruggað í klaustrum en ekta klausturöl er kallað „trappist“. Nær eingöngu bruggað í Belgíu. Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um bjór geta skoðað vefinn bjorbok.net þar sem góðar upplýsingar um hina ýmsu bjórstíla er að finna auk frekari fróðleiks um bjór. ÖL EÐA LAGER? hugsað stórt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.