Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 39
istum, þátt í keppni um svívirðileg- asta brandarann í heimildarmynd- inni The Aristocrats, en samnefndur leikur á sér langa sögu meðal grín- ista vestra og byggist á ákveðnum reglum. Silverman tefldi á tæpasta vað með því að láta sem brandarinn væri enginn brandari og sakaði þekktan útvarps- og sjónvarpsmann um að hafa nauðgað sér. Sá hótaði málsókn, en hætti við. Síðan 1. febrúar í fyrra hefur hún verið með eigin sápuþátt, The Sarah Silverman Program, á Comedy Central, sem hverfist um daglegt líf hennar, systur hennar og vina. Áhorfið fór strax fram úr björtustu vonum. Eitt það nýjasta, sem Silverman vann sér til frægðar er fjörugt myndband, þar sem hún, ásamt Matt Damon, syngur játningar til kærasta síns til sex ára, grínistans Jimmy Kimmels. Hún sýndi mynd- bandið óvænt í janúar á þessu ári þegar hún var gestur í þætti hans Jimmy Kimmel Live. Lagið nefn- ist „I’m f***ing Matt Damon “ og gengur einmitt út á það – þó ekki í raunveruleikanum. Margir undruðust að henni skyldi takast að fá stórleik- arann til að taka þátt í sprell- inu með sér. Myndbandið fór strax á YouTube og var gríðarlega mikið skoðað. Kimmel hefndi sín strax næsta mán- uð þegar hann sýndi myndbandið I’m f***ing Ben Affleck, með sjálfum sér og Affleck í aðal- hlutverkm, ásamt miklum stjörnufans. Silverman fékk Emmy-verðlaunin fyrir sitt lag, en ekki Kimmel. Uppúr þessu mun eitthvað hafa kastast í kekki milli skötuhjúanna, því þau skildu að skiptum um tíma. Þótt flest verði Sil- verman efni í brandara, er henni fyllsta alvara með að vilja ekki giftast fyrr en samkynhneigðir fá slíkan rétt. Þá kveðst hún ekki vilja eignast börn af hræðslu við að þau erfi þunglyndi sitt. Hún var líka dyggur stuðningsmaður Barack Obamas og lagði fram- boði hans lið með því að koma fram í net- auglýs- ingum, The Great 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008  Elizabeth Stamatina Fey fæddist 18. maí 1970 í Upper Darby, úthverfi Fíladelfíu, í Pennsylvaníu.  Foreldrar hennar eru Jeanne og Donald Fey, slökkviliðsmaður og rithöfundur. Hún á átta árum eldri bróður.  Móðir hennar er af grískum og bandarísk- um ættum, en faðir hennar þýskum og skosk- um.  Hún giftist kærasta sínum til sjö ára, Jeff Richmond, nú tónlistarstjóra hjá Sat- urday Night Live, 2001. Þau búa í New York og eiga þriggja ára dóttur.  Tímaritið People hefur oftar en einu sinni sett hana á lista yfir 50 feg- urstu manneskjur heims. skáka kóngunum Gleraugun með svörtu um-gjörðunum og svip-brigðaleysið – þegar húnsegir brandara, eru að- alsmerki handritshöfundarins, grín- istans, leikkonunnnar og framleið- andans Tinu Fey. Einu gildir hvort hún hæðist að grafalvarlegum sam- félagsmálum, svo sem hryðjuverka- vánni, eða fyrirbærum eins og Hugh Hefner og samstæðu ljóskunum hans, svo dæmi séu tekin. Allir velt- ast um af hlátri – nema Tina Fey. Nöpur hæðnin þykja bera vott um að henni verði seint frýjað vits. Hún var líka einu sinni nörd. Meira að segja ofurnörd að eigin sögn. Fyr- irmyndarnemandinn, sem lék tennis, bragðaði ekki áfengi, var í ritnefnd skólablaðsins, kór og leiklist þótti hreint ekki „kúl“ og hékk ekki með vinsælustu klíkunni. Hún reyndi þó hvað hún gat að skapa sér orð fyrir að vera fyndin. Eitt sinn í grunnskóla þegar henni fannst sér hafa orðið býsna vel ágengt í þeim efnum kom smá-bakslag þegar hún í spjalli við vinkonu sína var svolítið drýldin með sig og tók svona til orða: „Sjáðu til, ef þú ert fyndin manneskja eins og ég, getur verið að …“, og vinkonan greip fram í fyrir henni: „Finnst þér þú vera fyndin? Hvernig í ósköp- unum datt þér það í hug?“ Fey lét þetta þó ekki slá sig út af laginu. Hún hafði frá unga aldri hug- myndir um að grínið kæmi sér á rétta hillu í lífinu og átti ekki langt að sækja áhugann. Helsta skemmtun fjölskyldu hennar var að horfa á Monty Python’s Flying Circus í sjón- varpinu. Líka Saturday Night Live á NBC, þar sem Fey átti síðar eftir að gera garðinn frægan. Aðalhandritshöfundur SNL En fyrst þetta: Fey innritaði sig í ensku í Virginiu-háskóla, en snerist fljótlega hugur, tók leiklist sem að- alfag, útskrifaðist með BA 1992 og fluttist til Chicago. Þar vann hún skrifstofustörf og sótti leiklistartíma á kvöldin í æfingamiðstöð The Sec- ond City, sem er annálað spunaleik- hús, og þótti svo efnileg að henni var boðið að slást í leikhópinn eftir tvö ár. Síðan leiddi eitt af öðru, Fey skap- aði sér smám saman nafn í grín- heimum, einkum eftir að hún fór að vinna með þekktum farandspuna- leikhópi innan vébanda The Upright Citizen’s Brigade-leikhússins. Hún og ein úr hópnum, Rachel Dratch, tóku höndum saman og settu upp tvíleikinn Dratch & Fey, fyrst í Chicago 1999 og ári síðar í New York. Stórborgarbúum fannst þær mjög fyndnar. Í millitíðinni, 1997, hafði aðal- handritshöfundur SNL veitt hæfi- leikum hennar athygli hjá The Second City og boðið henni starf handritshöf- undar. Slíku tilboði var ekki hægt að hafna. Fey fluttist búferlum til New York og hóf störf í höfuðstöðvum NBC við Rockefeller Plaza. Hún stóð sig strax með slíkri prýði að framleiðandi þáttarins lagði til að hún spreytti sig líka sem skemmti- kraftur, sem henni varð ekki skota- skuld úr. Og enn reis stjarna hennar 1999 þegar henni var boðið að verða aðalhandritshöfundur þáttarins, fyrst kvenna til að gegna þeim starfa. Áður höfðu konur átt á brattann að sækja, verið fámennar í hópi handritshöf- unda og ekki fengið jafnmargar rull- ur og karlarnir. Fey breytti því og áhorfið jókst jafnt og þétt. Meðal annarra fékk hún gamlar skólasystur sínar frá The Second City, Rachel Dratch og Amy Poehler, til liðs við þáttinn. Sú síðarnefnda vakti sérstaka athygli í aðdraganda forsetakosninganna sem Hillary Clinton á móti Tinu Fey sem Sarah Palin í kostulegum og víðfrægum skissum þeirra stallna á SNL. Áhorf- ið náði nýjum hæðum. Fey þótti hafa náð Palin svo vel að fólk ruglaðist í ríminu og var jafnvel hætt að gera greinarmun á grínistanum og vara- forsetaframbjóðandanum. Margt sem Palin hefur látið út úr sér var enda mikill fengur fyrir eft- irhermur á borð við Fey og ekki spillti fyrir að þær eru áþekkar útlits. „Þegar Alaskabúar fara á fætur á morgnana, er þeirra fyrsta verk að gá hvort einhverjir Rússar séu að flækj- ast fyrir utan og spyrja hvað þeir séu að gera. Og ef þeir geta ekki gefið góða ástæðu fyrir veru sinni, er á okkar ábyrgð að segja „Snautiði“ og koma þeim í burtu,“ hermdi Fey eftir Palin og færði í leiðinni svolítið í stíl- inn ummæli ríkisstjórans í Alaska. Eins og þegar hún í sama hlutverki svaraði spurningu um afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra: „Mér finnst hjónaband eiga að vera heilög stofnun á milli tveggja ófúsra tán- inga“. Allir, sem fylgdust með kosn- ingabaráttunni, skildu brandarann. Á stundum er grín Fey samt þess eðlis að fólk þarf að vera nokkuð vel með á nótunum um bandarísk þjóðfélags- mál til að skilja það. Tæfa sem bakar og saumar púða Skoðun Fey á Palin kom glögglega fram þegar hún kvaðst ekki vilja herma eftir henni eftir 5. nóvember og yrði þakklát öllum þeim sem sæu til þess að hún þyrfti þess ekki. Hillary Clinton er henni meira að skapi, þótt tæfa sé að hennar mati eða kannski einmitt þess vegna. „Tæfur framkvæma,“ sagði Fey til útskýringar og að sjálf væri hún hin mesta tæfa. Víst er hún hörkudugleg og fjöl- hæf, en vinir hennar segja hana þó einkar ljúfa og dálítið hlédræga konu, sem baki kökur og saumi púða heima við. Hún kynntist eiginmanni sínum, Jeff Richmond, þegar bæði unnu hjá The Second City, en hann er núna tónlistarstjóri hjá SNL. Áður en dótt- ir þeirra fæddist síðla árs 2005 hafði Fey m.a. afrekað að stjórna Weekend Update, feikivinsælum spaugfrétta- tíma á SNL í fimm ár, fyrst ásamt Jimmy Fallon, síðar Amy Poehler, en þær voru fyrsta kvennatvíeykið til að hafa umsjón með þessum langlífasta þætti SNL. Fey hefur löngum haft mörg járn í eldinum. Samhliða starfi sínu sem handritshöfundur, þáttastjórnandi og leikkona hjá SNL skrifaði hún hand- rit að bíómynd eftir metsölubók Ro- salind Wieseman, sem gefur for- eldrum innsýn í dagleg vandamál táningsstúlkna. Hún var næstum tvö ár að skrifa handritið að Mean Girls, sem frumsýnd var 2004, með Lindsey Lohan í aðalhlutverki. „Illkvittn- islega fyndin,“ sögðu gagnrýnendur og myndin fékk geysigóða aðsókn. Holdgervingur Tinu Fey Þótt Fey sé enn viðloðandi SLN, komi oft fram í þættinum og hafi t.d. stjórnað þeim fyrsta í ársbyrjun eftir langvarandi verkfall handritshöf- unda, hefur hún undanfarin tvö ár verið höfuðpaurinn í gamanþáttaröð- inni Rock 30, sem núna er sýndur á Skjá einum. Hún er handritshöf- undur, hefur yfirumsjón með gerð þáttanna og leikur aðalhlutverkið, Liz Lemon, sem vinnur að gerð sjón- varpsþátta, ásamt mörgum kyn- legum kvistum. Fey viðurkennir að starfsumhverfið, sem hún hefur lifað og hrærst í undanfarin ár, hafi orðið sér innblástur og Liz sé í rauninni holdgervingur Tinu Fey fyrir sex ár- um eða svo. Þótt Rock 30 fengi strax góða dóma, var áhorfið framan af langt undir væntingum eða þar til þætt- irnir voru færðir yfir á fimmtudags- kvöld. Síðan hefur leiðin aðeins verið upp á við eins og Emmy-verðlaunin í fyrra og í ár eru til marks um; fern í ár, þar á meðal fyrir bestu þáttaröð- ina í sjónvarpi, auk þess sem Fey fékk verðlaun fyrir bestan leik í gam- anþáttum og bestu skrif handrits að gamanþætti. Við það tækifæri þakk- aði hún í ræðu fyrir að vera í föstu starfi í „kalkúnaborgarahagkerfi“ Bandaríkjanna. Þrátt fyrir framangreind leikara- verðlaun, að ógleymdum Golden Globe-verðlaununum 2008, sömuleið- is fyrir bestan leik í gamanþáttaröð fyrr á árinu, hefur Fey alltaf uppá- staðið að hæfileikar hennar lægju frekar á sviði handritsritunar, uppi- stands og eftirherma. Í huga landa sinna virðist hún þó hafa skapað sér þann sess að vera jafnvíg á flest sem hún tekur sér fyrir hendur. Bóka- forlagið Little Brown Book Group taldi sér í það minnsta óhætt að að borga henni fimm milljónir dollara fyrirfram fyrir bókarskrif. Samning- urinn gengur út á að bókin verði grín- bók um raunveruleikann, sem telst næg trygging þegar Tina Fey á í hlut. Nördum er sannarlega ekki alls varn- að. ‘‘NEFND ÖLDUNGARÁÐS-INS SAMÞYKKTI LAGABREYTINGU UM AÐBANNA HJÓNABÖND SAMKYNHNEIGÐRA. HÚN GEFUR GREINILEGA GLEYMT AÐ FORFEÐUR OKKAR VORU MEÐ HÁRKOLLUR OG Í SATÍNBUXUM. Hún var einu sinni nörd – ofurnörd að eigin sögn „Osama bin Laden sendi út fyrstu hljóðrit- uðu skilaboð sín í meira en ár. Þótt þau innihaldi sitthvað nýtt, segja þeir sem gerst þekkja að þau samanstandi aðallega af Safni bestu hótana hans. Talskona Hvíta hússins segir að ætlunin sé að rannsaka skilaboðin í heild sinni, en ekki hafi gefist tími vegna þess að þar á bæ hafi fólk í nógu að snúast við að hlera símtölin ykkar.“ TINA FEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.