Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008  Hvað svo sem segja má um ábyrga afstöðu stjórnenda körfu- knattleiksdeilda félaganna hér á landi virðist allt benda til þess að innan ekki svo langs tíma verði erlendir leikmenn komnir í flest lið á nýjan leik – og það frekar fleiri en færri. Svo virðist sem mörg liðanna sem tóku þá ábyrgu afstöðu í byrjun síðasta mánaðar að segja upp samningum sínum við er- lenda leikmenn hafi fundið leið til að fjármagna þá á nýjan leik, og ekkert nema gott eitt um það að segja. En hvað segja KR-ingar þá? KR vildi fá heiðursmanna- samkomulag um að ef þeir létu sinn erlenda leikmann fara fengju önnur lið sér ekki erlend- an leikmann á tímabilinu. Það vildu menn ekki skrifa upp á þannig að Jason Dourisseau er áfram hjá vesturbæjarliðinu. Hann er góður leikmaður og ótt- uðust KR-ingar að ef þeir létu hann fara yrði erfitt fyrir þá að fá jafngóðan leikmann, þegar og ef önnur lið fengju sér erlendan leikmann. Nú stefnir allt í að erlendir leikmenn muni koma til nokkurra félaga á ný og þá munu KR-ingar væntanlega berja sér á brjóst og benda fólki á að þeir hafi alltaf vitað þetta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Erlendir leikmenn vænt- anlega á leiðinni á ný  Það má vel hugsa sér að setja spurning- armerki við það eftir hverju ís- lensk körfu- knattleikslið séu að slægjast. Jú, auðvitað titlum eins og í öðrum íþróttagreinum, en því miður er staðan þannig í körfunni – og reyndar fleiri greinum – að árang- ur kallar aðeins á meiri kostnað. Hvað fengu Keflvíkingar til dæmis út úr því að verða Íslandsmeistarar karla í fyrra? Ánægjuna að sjálf- sögðu og eina treyju upp í rjáfur Toyotahallarinnar. En eitthvað fleira? Jú, Keflavík hefur rétt til að leika í Evrópukeppninni og hefur gert það, en slíkri þátttöku fylgir gríð- arlegur kostnaður og fá félögin lít- ið sem ekkert á móti líkt og í knatt- spyrnunni þar sem eftir miklu er að slægjast með að komast sem lengst í slíkum mótum. Hjá fótboltanum færðu meira fé frá alþjóðasamtök- unum eftir því sem þú kemst lengra, en í körfunni kostar það þig bara meira því lengra sem þú kemst. Eftir hverju eru íslensk lið að slægjast? Flestir virðast vera á því að deild- arkeppnin í körfubolta sé ekki eins sterk og hún var í fyrra enda hafi liðin jafnan fengið til sín erlenda leikmenn sem sett hafa mark sitt á leik sinna liða. Það sé því eðlileg afleiðing að körfuboltinn sem leik- inn sé núna, eftir að erlendum leik- mönnum fækkaði jafnmikið og raun ber vitni, sé ekki eins góður og hann var. En það er ekkert sem segir að jafnvel þótt körfuboltinn sé slakari núna en til dæmis í fyrra, sem ég er alls ekki viss um, geti hann ekki verið jafnskemmtilegur og spenn- andi. Margir leikir hafa verið virki- lega skemmtilegir og spennandi og í deildunum, bæði hjá stelpunum og strákunum, er fullt af góðum leikmönnum. Þar fyrir utan er gaman að fylgj- ast með ungum og efnilegum leik- mönnum fá meira og stærra hlut- verk í liðunum og vonandi að þeir höndli þá ábyrgð sem lögð er á þá. Róm var ekki byggð á einum degi og félög verða að hafa þolinmæði til að byggja upp starfið innan frá. Vissulega háttar þannig til sums staðar að sækja verður liðsstyrk til að eiga í þokkalegt lið og vonandi lagast ástandið hér á landi á næstu misserum þannig að félög geti það. En þangað til verða menn að læra að lifa við raunverulegar og áþreif- anlegar aðstæður. Við förum nokk- ur ár aftur í tímann – um stund- arsakir. Skemmtun og spenna hjá íslenskum leikmönnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sterkir Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með Fannari Ólafssyni og Sigurði Þorsteinssyni. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is FORSVARSMENN körfuknattleiksliða landsins brugðust snaggaralega við fjármálakreppunni sem nú skekur landið, missnaggaralega þó. ÍR-ingar riðu á vaðið og sögðu upp samningum sínum við er- lenda leikmenn félagsins og í kjölfarið kom hrina uppsagna á erlendum leikmönnum. Neyðin kennir naktri konu að spinna og í kreppunni felast ýmis tækifæri – tækifæri íslenskra leikmanna til að sanna sig, leikmanna sem hingað til hafa lítið feng- ið að reyna sig þar sem liðin hafa verið ágætlega mönnuð erlendum leikmönnum. Erlendir leikmenn í helmingi liðanna í efstu deildunum Þegar Iceland Express-deild karla var um það bil að hefjast í haust skall kreppan á. Þá voru 27 er- lendir leikmenn á mála hjá liðunum tólf sem leika í karladeildinni. Á nokkrum dögum í byrjun síðasta mánaðar fækkaði þeim verulega og er nú svo komið að segja má að 12 erlendir leikmenn leika í deild- inni, fimm hjá FSu, þrír með Tindastóli, einn hjá Stjörnunni, Breiðabliki, KR og Þór. Helmingur liða í efstu deild karla er sem sagt með erlendan leik- mann, eða leikmenn, á sínum snærum. Reyndar er dálítið erfitt að negla það nákvæm- lega niður hversu margir erlendir leikmenn eru hjá liðunum. Hjá FSu eru fimm leikmenn sem ekki eru með íslenskt ríkisfang. Þeir spila mismikið og eru greinilega ekki allir „lykilmenn“ í liðinu eins og gjarnan er raunin með erlenda leikmenn hjá ís- lenskum liðum. Jovan Zdravevski hjá Stjörnunni er kominn með íslenskan ríkisborgararétt þannig að þar á bæ er það bara Justin Shouse sem telst erlendur leik- maður. Hjá Blikum er Nemanja Sovic, sem er bú- inn að vera lengi hér á landi og vinnur sem tölv- unarfræðingur og hafði jafnvel hugsað sér að leggja atvinnumannsskóna á hilluna eftir að samn- ingi hans við Stjörnuna var sagt upp, en ákvað að leika með Blikum í vetur, með góðum árangri það sem af er. Tindastólsmenn hafa haldið sig við sína þrjá leik- menn, einn þeirra er reyndar farinn til síns heima en Sauðkrækingar kræktu í annan í hans stað. Þórsarar sögðu einum erlendum leikmanni upp en halda í Cedric Isom, enda vantaði sárlega leik- stjórnanda í lið Þórs. Einhvern veginn virðist umræðan innan körfu- boltahreyfingarinnar vera á þann veg að þetta snú- ist um að vera með sem fæsta erlenda leikmenn, en auðvitað á þetta ekki að snúast um það. Þau lið sem sögðu upp sínum erlendu leikmönnum hafa vænt- anlega gert það vegna þess að þau treystu sér ekki til að standa við samningana nema stofna til skulda og það er virðingarvert og sýnir ábyrgð stjórna þessara deilda að grípa til aðgerða áður en í óefni er komið. Deildirnar standa misjafnlega Á sama hátt þýðir ekkert að andskotast út í þau félög sem eru með erlenda leikmenn. Vonandi eru þau með þá á réttum forsendum og hafa þá ábyrgu stefnu að sökkva viðkomandi deild ekki í skuldafen með því að halda í þá. Ef deildirnar eru undir það búnar til að halda í sína leikmenn er það hið besta mál og það á auðvitað ekki að koma niður á þeim þó aðrar deildir treysti sér ekki til slíks. Fjögur lið í efstu deild kvenna eru með erlendan leikmann, eða helmingur liðanna, en þar leika átta lið. Tveir eru hjá efsta liðinu Hamri, einn hjá Hauk- um, Snæfelli og Fjölni, þar sem leikmenn sjálfir standa straum af kostnaði við leikmanninn. Það er fróðlegt að bera saman stöðu liða í deild- inni eftir fimm fyrstu umferðirnar í ár annars veg- ar og hins vegar í fyrra. Ef við tökum kvennadeild- ina er Hamar á toppnum með fullt hús stiga en var á sama tíma í fyrra í 5. sæti með 2. stig. Annað slá- andi dæmi er Keflavík, sem var í fyrsta sæti í fyrra með fullt hús en er nú í 5. sæti með 6 stig. Hjá körlunum er staðan þannig að Keflavík, sem var í efsta sæti í fyrra með fullt hús stiga á þessum tíma, er nú í 5. sæti með 6 stig og hafa KR og Grindavík færst upp um eitt sæti við það. Tinda- stóll er nú í þriðja sæti með 8 stig en var í því fimmta með sex stig í fyrra. Njarðvíkingar voru með 6 stig í fjórða sæti í fyrra en eru nú í 9. með fjögur stig. Fyrirsögnin hér að ofan virðist því að nokkru leyti standa þegar litið er til kvennakörfunnar þar sem Hamar er á toppnum, en var neðarlega á sama tíma í fyrra og endaði í næstneðsta sæti deildarinn- ar þá. Hvað karlana varðar stenst fyrirsögnin ekki og virðist frekar stefna í að þeir fyrstu verði síðastir en að þeir síðustu verði fyrstir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verða þeir síðustu fyrstir?  Mikil breyting á stöðu liða í Iceland Express- deild kvenna í körfu frá því í fyrra  Helmingur liðanna í efstu deildum karla og kvenna er án erlendra leikmanna Morgunblaðið/Golli Góður Jón Arnór Stefánsson hefur komið sterk- ur til leiks eftir mörg ár í atvinnumennsku. Ungar og efnilegar Hið unga lið Snæfells er með erlendan leikmann en Valskonur stóla alfarið á íslenska leikmenn.  Liðin sem leika í 1. deild karla virðast leggja mikið kapp á að komast upp í úrvalsdeildina ef marka má þann fjölda erlendra leikmanna sem þar leika. Tíu lið eru í deildinni, þrjú þeirra eru ekki með erlendan leikmann á sínum snærum en 7 lið eru með þrettán erlenda leikmenn. Líkt og í úrvalsdeildinni eru flestir erlendu leikmennirnir hjá liðunum úti á landi. Fjórir eru hjá KFÍ á Ísafirði, tveir hjá Hetti á Egilsstöðum, tveir hjá Þór í Þorlákshöfn og Val í Reykjavík. Síðan eru Fjölnir, Hamar og UMFH með einn erlendan leik- mann hvert. Fleiri erlendir leikmenn hjá liðum í 1. deildinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.