Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 13
lendir bankar muni vilja hefja við- skipti við nýju ríkisbankana? „Engin ástæða er til að ætla að Ís- land verði frábrugðið öðrum löndum að því leyti að þeim fyrirgefist að einhverju marki sú óáran sem við höfum orðið fyrir. Engin lönd sem lent hafa í fjármálakreppu hafa til langs tíma dottið úr sambandi við al- þjóðlegt fjármálakerfi. Það er búið að gefa upp á nýtt á Íslandi og ef spilað er á trúverðugan hátt úr því er engin ástæða til vantrausts hjá erlendum fjárfestum. Þetta voru einkafyrirtæki sem rúlluðu, Ísland sem þjóðríki hefur alltaf staðið í skil- um. En íslenskt fjármálakerfi mun ekki verða eins og það var fyrir hrun bankanna. Það var einfaldlega alltof stórt miðað við myntina og stærð landsins. Þau mistök verða ekki end- urtekin í bráð í heiminum, fjárfestar munu vara sig á því, en að það muni útiloka viðskipti við Ísland til lang- frama hef ég enga trú á.“ FME í Seðlabankann – Af hverju óx fjármálakerfið svona mikið? „Ég held að eftirlitsyfirvöld, Fjár- málaeftirlitið og Seðlabankinn, hefðu tvímælalaust getað stigið fast- ar til jarðar, þannig að bankarnir yxu ekki svona mikið.“ – Hvernig þá? „Með tilmælum um að minnka við sig og með því að nýta þau ráð sem þessar stofnanir hafa til þess að hefta vöxt. En ég vil ekki fara nánar út í það. Það sem við sjáum hins veg- ar eftir þetta er að bankarnir sjálfir voru fremur nærsýnir á sjálfa sig. Þeir skoðuðu áhættuna við þá stöðu sem þeir voru í og skildu hana hugs- anlega vel, en mér er til efs að þeir hafi áttað sig á þeirri samanlögðu kerfisáhættu sem þeir lögðu á Ísland og þeim afleiðingum sem hún gæti haft fyrir fjármálastöðugleikann og fjármálakerfið í landinu.“ – Hvernig komumst við hjá því að endurtaka sömu mistökin? „Það blasir við að við þurfum að styrkja mjög umgjörðina og þær reglur sem gilda um fjármálamark- aðinn. Þá er ég þeirrar skoðunar að við eigum að flytja Fjármálaeftirlitið inn í Seðlabankann, eins og ég og Fredric Mishkin [prófessor við Col- umbia-háskóla og fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna] mæltum með fyrir tveimur og hálfu ári.“ – Þið viljið hafa þetta eins og það var á níunda áratugnum? „Já, þannig verður öflugra sam- band milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Mikilvægi þess sást vel á gjaldþroti Northern Rock, þar sem lánveitandi til þrautavara, breski seðlabankinn, var í litlum tengslum við það sem var að gerast í bank- anum – þær upplýsingar lágu í Fjár- málaeftirlitinu og fjármálaráðuneyt- inu. Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau vandamál ef þessi gjá hefði ekki verið á milli. Auðvitað verður viðskiptalífið allt- af skrefi á undan, en þau mistök verða tæplega endurtekin að leyfa því að vaxa óheft í allar áttir auk þess sem þau viðskiptamódel sem fylgt hefur verið verða endurskoðuð. Þá á ég sérstaklega við eignarhalds- félög. Takmarka ætti hvað þau geta átt stóran hlut í fjármálafyrirtæki.“ – Er eðlilegt að einkafyrirtæki út- deili ríkisábyrgð? „Ég held það sé fullkomlega óeðli- legt, en í samhengi við þá tíma sem við lifum núna þarf að grípa til ým- issa ráða – óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg ráð. Og ríkisábyrgð getur í svona ástandi átt mikinn rétt á sér, ef hún þjónar því hlutverki að koma á fjármálastöðugleika.“ – Hefurðu trú á stjórnvöldum, að þau nái að vinna úr þessum vanda? „Stjórnvöld gera sitt besta. Ég var nægilega tengdur ferlinu til þess að vita það. Ég hef enga sérstaka vantrú á stjórnvöldum í því ferli sem nú er í gangi og ég held reyndar að forsætisráðherra hafi staðið sig að mörgu leyti mjög vel undir því gríð- arlega álagi sem hvílir á honum. Stjórnvöld gera auðvitað mistök og við eigum örugglega eftir að finna mörg mistök sem hafa verið gerð, en þegar maður er að stoppa snjóflóð getur maður ekki leyft sér þann munað að leggjast undir feld og íhuga það í smáatriðum hvort það sé örugglega rétt sem verið er að gera. Maður verður að taka ákvarðanir skjótt og vel annars tapast stríðið. Og sumar ákvarðanir verða óhjá- kvæmilega rangar. Ferli eins og þetta er ekki huggulegur sauma- klúbbur þar sem tekið er tillit til allra sjónarmiða. Þú velur þér hóp- inn sem þú treystir og stendur með honum í gegnum súrt og sætt.“ lla á óvenjuleg ráð Morgunblaðið/Kristinn Skjótur bati Tryggvi spáir því að Ís- land jafni sig fljótt á kreppunni, en ríkið sitji uppi með miklar skuldir. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Nokkuð hefur verið rætt um fall frjálshyggjunnar í kjölfar hruns á fjármálamörkuðum, en Tryggvi Herbertsson varar við slíku tali. „Sú hugmynd er afar varasöm að tilraunin um frjálsa markaði hafi mistekist, að nú eigum við að snúa til ríkisrekins fjármálakerfis og atvinnulífs,“ segir hann. „Það er gríðarlega mikilvægt að vinda ofan af þeirri hug- myndafræði. Það birtist góð grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu eftir Edmund Phelps nóbelsverðlaunahafa þar sem hann gerði því skil með ítarleg- um hætti, að það kerfi sem reynst hefur best í heiminum að skapa fólki sem mesta velsæld og hamingju, eins og hann orðar það, eru frjálsir markaðir. Mik- ilvægt sé að snúa ekki af þeirri braut þrátt fyrir að orðið hafi slys. Við bönnum ekki bíla þó að það verði bílslys.“ Tryggvi segir að ríkiskerfi, eins og Íslendingar bjuggu við á fyrri hluta aldarinnar, bjóði ekki upp á þau tækifæri sem ungt fólk þurfi. „Ef tækifærin verða heft mun það flytja úr landi, og við lendum í svipaðri stöðu og Írar, sem bjuggu við staðnað og gam- aldags hagkerfi og léleg lífskjör vegna spekileka, „brain drain“, allt þar til þeir leyfðu frelsi í at- vinnulífi sínu.“ Tryggvi brosir í kampinn. „Nú gæti einhver sagt að þetta væri óráðshjal frjálshyggj- unnar, en við höfum mörg dæmi um það í sögunni, að sú hug- myndafræði gengur ekki upp að allar athafnir manna séu mið- stýrðar. Hverjum farnaðist betur, Norður- eða Suður-Kóreu, Aust- ur- eða Vestur-Þýskalandi? Auð- vitað eru það ýkt dæmi, en það gengur ekki upp að ætla að koma á þunglamalegu blönduðu hagkerfi. Við höfum engin dæmi um land sem hefur farið þá leið og um leið náð að skapa þegn- unum góð lífsskilyrði. Ástæðan fyrir fjármálakreppunni í Svíþjóð í byrjun tíunda áratugarins var sú að atvinnulífið var alltof heft, og til að losna út úr því var beitt sömu aðferðafræði og í Finn- landi, að fara í frjálsræðisátt og árangurinn var sá að þjóðirnar unnu sig út úr kreppunni og úr varð betra mannlíf. Þó að vissu- lega hafi Finnar verið lengi að því.“ – Þú mælir á móti blönduðu hagkerfi, en er ekki alveg ljóst að frjálshyggjan gengur ekki upp óheft og óblönduð? „Ég held að það sé alveg rétt að við höfum prófað að búa fjár- málakerfinu ramma sem hefur mjög takmörkuð höft, og eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mistök. Frjálshyggjan getur mjög vel gengið, en regluverkið í kringum hana þarf að vera rétt og því þarf að fylgja eftir til hins ýtrasta. Eðli mannsins er þannig að mikill vill meira og á því þurfa að vera einhver takmörk. Og þeim takmörkum náum við með því að setja hagkvæmar reglur um einstaklinga og fyr- irtæki.“ Gerði mistök eins og aðrir – Þú varst sjálfur þátttakandi í fjármálakerfinu – hljópstu ekki á þig eins og aðrir? „Hvað eftirlitshlutverkið varð- ar held ég að ég hafi ekki gert mistök, enda eru á prenti eftir mig ritgerðir um að það beri að styrkja Fjármálaeftirlitið og að það verði best gert með því að færa það inn í Seðlabankann. Ég hef alltaf haldið því fram að við þyrftum öflugt eftirlit. En auðvit- að er ég sekur um sömu mistök og aðrir, að hafa trúað nær blint á þennan vöxt íslensks fjármála- lífs. Að því sögðu gerði ég ekki ráð fyrir því, frekar en aðrir, að yfir heiminn gengi dýpsta fjár- málakreppa í manna minnum.“ Leiðin úr vandanum liggur í frjálsræðisátt Reuters Eftirlitið Tryggvi vill færa FME inn í Seðlabankann. Allir krakkar sem mæta fá fría jólahúfu. Erum staðsett í sama húsi og Office1 Skeifunni 17 Kíkið við á alvöru jólamarkað. Jólapappír, jólakort, jólagjafir, seríur og allt sem tengist jólunum á ótrúlegu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.