Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 21
„Allt ágætt, þakka þér fyrir. Ég hef alltaf lifað fábrotnu lífi gagnvart veraldlegum gæð- um. Ég hef samt oft lent í basli og þekki það. Það hefur verið þjóðaríþrótt Íslendinga að fara á hausinn en munurinn er sá að áður var það einstaklingsíþrótt, núna hópíþrótt. Ég er bara að vinna í minni list og reyna að hafa í mig og á. Það gengur alveg þokkalega.“ Það er gömul saga og ný að listsköpun blómstrar í þrengingum. Gítarinn er aldrei langt undan og Bjartmar segir ljóðin og lögin eiga hug sinn allan um þessar mundir. „Ég er alltaf að semja og spila. Maður rokkar bara áfram og er búinn að sætta sig við að gera ekkert annað í þessu lífi en rokka og mála myndir.“ Bjartmar er spurður um hvað hann sé að yrkja þessa dagana. „Ég var farinn að vinna mikið í sagnfræðilegum textum og fortíðinni en þessar hremmingar kippa manni inn í nú- tíðina aftur. Ég vildi ekki trufla góðærið. Það voru allir svo happí. En samtíminn kemur manni meira við núna. Samt er þetta öðrum þræði flótti til fortíðar, við þurfum að líta yfir farinn veg og finna réttu gildin.“ Bjartmar á nóg efni en plata er ekki í burðarliðnum. „Lög eru farin að koma hraðar út en áður og kannski eitt og eitt í einu. Tón- listarmenn eru að verða svolítið eins og blaðamenn í þeim skilningi, senda frá sér eina og eina afurð. Öll erum við líka að fást við það sama, skoðanir. Ég sem alltaf vakinn og sofinn. Það liggur í hugsuninni. Gallinn við mig er hins vegar sá að ég er hundlatur að fara í stúdíó. Núna eru að vísu upptökur framundan. Það er þó ekki von á plötu alveg á næstunni, a.m.k. ekki fyrir jólin. Ég á frek- ar von á því að senda frá mér lag og lag.“ Rúni Júl ber alla ábyrgð á þessu Bjartmar var upprunalega trymbill en byrjaði að semja lög og texta fyrir aðra á of- anverðum áttunda áratugnum. „Ég ætlaði aldrei að syngja sjálfur. Vorið 1984 kom ég af vertíð í Eyjum inn í stúdíó til Rúnars Júl- íussonar í Keflavík og spilaði fyrir hann ein- hver tuttugu lög sem ég átti í fórum mínum. Rúna leist ágætlega á þetta, alltént var ekki kippt úr sambandi, og fór að tala um að gefa út plötu. Ég spurði hann þá hver ætti að syngja og hann svaraði um hæl: „Auðvitað þú!“ Þar með varð ekki aftur snúið. Rúni ber alla ábyrgð á þessu.“ Fyrsta breiðskífa Bjartmars, Ef ég mætti ráða, kom út 1984 og vakti mikla athygli, m.a. fyrir lög á borð við Kótelettukarlinn og Fúll á móti. Venjulegur maður kom 1986 og Í fylgd með fullorðnum varð næstsöluhæsta plata ársins 1987. Bjartmar var á skömmum tíma orðinn einn umtalaðasti og vinsælasti tónlist- armaður þjóðarinnar. „Vinsældirnar hreyfðu lítið við mér. Ég fattaði þetta eiginlega ekki fyrr en mörgum árum seinna,“ rifjar hann upp. „Ég man þó eftir að hafa legið inni á hótelherbergi á Akranesi og heyrt fólk syngja lögin mín fyrir utan gluggann. Mér þótti vænt um það. Vin- sældirnar breyttu lífi mínu ekki mikið nema að því leyti að ég gerði mér grein fyrir því að ég ætti tilverurétt. Annars veit ég eig- inlega ekki hvað málið var. Ég er með ljóta rödd og einföld lög. En þetta kemur frá hjartanu og leikgleðin hefur alltaf verið fyrir hendi. Ætli það hafi ekki gert gæfumuninn. Ég er mikill óvinur sýndarmennskunnar. Sýndarmennska og snobb eru afsprengi heimskunnar. Það kannast fleiri við það en ættu að gera. Það er skynsamlegt fyrir heila þjóð að losa sig við heimskuna. Hún er óþörf.“ Fúll á móti forsetanum Ég er kroppur. Ég er fróður. Fallegri í framan heldur en fúll á móti. Ég er góður, aldrei óður. Ekki fitukeppur eins og slappi fúll á móti. Bjartmar er ekki vanur að vera með tepru- skap í sínum textum. Hann segir bermælgina þó almennt ekki hafa komið við kaunin á fólki, heldur þvert á móti. „Mér eru þó minn- isstæðir tónleikar á Landsmóti ungmenna- félaganna í Keflavík um árið, þar sem Fúll á móti og fleiri berorðir textar fengu að hljóma að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur, forseta lýðveldisins, og fleira fínu fólki á fremsta bekk. En ég komst í gegnum það.“ Bjartmar er ekki einnar gyðju maður og þegar leikar stóðu hæst á tíunda áratugnum flutti hann til Danmerkur til að mennta sig í myndlist. „Myndlistin hefur alltaf fylgt mér, alveg eins og tónlistin, og á þessum tíma- punkti fann ég mig knúinn til að öðlast dýpri skilning á henni. Læra þá bragfræði líka. Ef til vill er lífið allt ein myndlist- arsýning. Allar götur síð- an hef ég unnið jöfn- um höndum að þessum tveimur greinum.“ Hvernig sambúð er það? „Það er fín sam- búð eftir að ég lærði að vinna þetta saman. Hér áður spriklaði ég úr einu í annað en með þroskanum kemur skipulagið. Eins og svo margir ungir menn vildi ég skilja allt og vera í öllu en maður finnur rytmann síðar. Ungt fólk er í eðli sínu skipulagslaust. Ég fæddist austur á fjörðum en ólst upp í Vest- mannaeyjum. Mig langaði samt aldrei að verða skipstjóri eða útgerðarmaður. Vildi bara verða skáld. Kannski verður sá draumur einn daginn að veruleika?“ Líturðu sumsé ekki á þig sem skáld? „Ég hugsa eins og skáld. Samt er það ekki mitt að dæma hvort ég er skáld. Það er held- ur ekki minn stíll að standa fyrir framan lög- in mín og ljóðin og segja: Hér er ég!“ Bonham, Marley og Gunnar Jökull Bjartmar segir lífið eins og það leggur sig sinn mesta áhrifavald í tónlist. „Ég ólst upp við að hlusta á Óðin Valdimarsson, Ragga Bjarna, Hauk Morthens og þessa karla. Síðar Hljóma og Trúbrot. Af erlendum böndum nefni ég Kinks, Jethro Tull, Doors og Led Zeppelin. Það var ógleymanlegt að vera á tónleikum Zeppelin í Laugardalshöll. Enginn hefur haft meiri áhrif á mig en John Bon- ham. Hann og Gunnar Jökull Hákonarson. Það er mitt fag, bítið. Líka Bob Marley. Hann er vinur minn númer eitt og aldrei meira en nú.“ Bjartmar hefur flest sín fullorðinsár búið í Vesturbænum í Reykjavík. Þar er hann enn með athvarf en lögheimili sitt flutti hann austur á land fyrir fimm árum og ver þar mestum tíma. „Við hjónin settumst að á Eið- um fljótlega eftir að við snerum heim frá Danmörku og líður alveg ljómandi vel þar. Ég er náttúrubarn að upplagi og það er svo auðvelt að láta sér þykja vænt um Ísland. Það er ást sem eykst bara með árunum. Það er dásamlegt fyrir austan, eins og að búa í fallegu jólakorti. Það skelfir mig hins vegar hvað nútíminn gerir að litlu leyti ráð fyrir náttúrunni. Í þrengingum eins og þessum spretta líka upp alls konar hýen- ur sem vilja halda áfram að virkja. Þau áform verðum við að stöðva með öllum til- tækum ráðum. Við gengum alltof langt með Kárahnjúkavirkjun og lengra verður ekki gengið! Við verðum að búa í sátt við náttúr- una.“ Hvort það er samúð með náttúru Íslands eða eitthvað annað þá finn ég skyndilega fyrir svæsnum krampa í aftanverðu læri. Reyni fyrst að teygja á vöðvanum undir borði en þegar það dugar ekki verð ég að spretta upp eins og stálfjöður. Bið Bjartmar hafa mig afsakaðan meðan líkami minn myndar vinkil á miðju stofugólfinu. Ringó rekur upp stór augu en Bjartmar lætur sér hvergi bregða. Greinilega ýmsu vanur. Eins gott við erum ekki í beinni! Andagiftin var svo svakaleg... Talið berst að vinnubrögðum Bjartmars við laga- og textagerð. „Textarnir koma fyrst en lögin svífa samt alltaf í kring,“ segir hann og sýnir mér handskrifað blað með nýjum texta. Úti á spássíu eru fígúratífar teikningar. „Sú var tíðin að andagiftin var svo svakaleg að ég hafði ekki einu sinni tíma til að skrifa textana niður. Náði hreinlega ekki að koma böndum á þá, hamagangurinn var svo mikill í höfðinu á mér.“ Hvað finnst þér um íslenska dægurlaga- texta í dag? „Ég er ekkert að pæla í þeim enda ekki í mínum verkahring að setjast í dómarasæti yfir kollegum mínum. Það er samt margt gott og fyndið í gangi, ekki síst í rappinu. Erpur Eyvindarson og fleiri stórvinir mínir vita hvað þeir syngja. Rappið á vísan stað í mínu hjarta.“ Þá er bara eftir að spyrja Bjartmar um framtíðarhorfur. „Ég er bjartsýnn á framtíð- ina,“ segir hann einbeittur. „Ég held bara áfram að vera ég sjálfur. Það eru forréttindi að eiga flotta fjölskyldu, konu, þrjár dætur og fjögur barnabörn. Ég hef aldrei þrýst á að vera „inni“ í tónlist en lögin mín og text- arnir virðast hafa öðlast líf. Fólk virðist a.m.k. ennþá vilja heyra þetta og ég læt það eftir því. Sumum finnst ég samt bara vera þverhaus. Eitt sinn spurði markaðsmaður mig: „Hvaða markhóp tilheyrir þú?“ Ég kvaðst ekki hafa hugmynd um það. „Þú verður að vita það, maður, þú ert ekkert annað en vörumerki,“ bætti hann þá við. Þá var mér öllum lokið. Ég vil ekki vera vörumerki, heldur persóna með heilbrigða hugsun. Ég tek fram að það var í uppsveiflu góðærisins sem þessi orð féllu. Sennilega hafa vörumerkin minna vægi nú.“ Skrýtnir karlar og skata Einmitt það. Við látum staðar numið en þegar ég er að kveðja Bjartmar dettur Kristinn Ingvarsson ljósmyndari inn úr dyr- unum. Ringó fagnar honum af engu minni ákefð en mér. Bjartmar og Kristinn þekkjast frá gamalli tíð og söngvaskáldið fer að segja honum frá fyrirhugaðri skötuveislu á Þor- láksmessu. „Það verður fullt af skrýtnum körlum hérna. Heyrðu, þú verður að koma.“ Að því sögðu yfirgef ég þá kumpána. Svei mér ef skötuilminn leggur ekki að vitum þegar ég sé Kristin félaga minn snöggvast fyrir mér með öllum (hinum) skrýtnu körl- unum … afsprengi heimskunnar Eftirsóttur Bjartmar tekur lagið þegar vin- sældir hans voru hvað mestar, árið 1988. ‘‘VINSÆLDIRNAR HREYFÐU LÍT-IÐ VIÐ MÉR. ÉG FATTAÐI ÞETTAEIGINLEGA EKKI FYRR ENMÖRGUM ÁRUM SEINNA 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.