Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Heilsárshús á Vaðlaheiði með stórkotslegu útsýni Gott atvinnutækifæri Mjög vandaður og glæsilegur heils- ársbústaður. Áhv. lán 100% sem hægt er að yfirtaka. Nú hefur lóðum á svæðinu verið breytt í íbúðarhúsalóð- ir sem gerir húsið lánshæft hjá Íbúða- lánasjóði. Húsið er alls 160 fm. á þremur hæðum og skiptist í miðhæð með eldhúsi, setustofu, þremur svefnherbergjum og baðherbergi. Vandaður stigi liggur upp á svefnloft sem er 37,5 fm. Í kjallara er 45 fm. íbúð. Hentar vel til útleigu fyrir innlenda og erlenda aðila. Getur verið með um- sjón, eftirliti og ýmiskonar afþreyingu, s.s. sjóstangaveiði, hesta- ferðum o.fl. Nánar á heimasíðu hibyliogskip.is Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibilyogskip.is Sími 551 7270, 551 7282 og 893 3985 VANTAR • Vantar allar gerðir eigna fyrir erlenda fjárfesta. • Erum með til sölu eignir á Kanaríeyjum. Gott verð. • Vantar SÓMA báta og aðra smábáta vegna mikillar eftirspurnar erlendis frá. Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is Kristnibraut 57 - Ein með öllu! **Opið hús sunnudaginn 9. nóv. frá kl. 13-14** Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali www.eignir.is Eignaumboðið fasteignasala kynnir til sölu glæsilega 90 fm íbúð á annarri hæð með sérgeymslu. Íbúðin selst með öllum húsgögnum og tækjum. Rúmgóð forstofa, björt stofa með útgengi á svalir, opið eldhús, tvö svefnherbergi með skápum, baðherbergi með bað- kari og rúmgott þvottahús. Íbúðin er sérlega fallega innréttuð með vönduð- um húsgögnum og tækjum. Sölumaður verður á staðnum. Allar nánari upplýsingar hjá Eignaumboðinu í síma 580 4600 eða hjá Ólafi í síma 869 1817. Opið hús í dag milli kl. 16-17. Skipalón 20, íbúð 507 - Hafnarfirði í einkasölu glæsileg, 165 fm lúxusíbúð á 5. hæð í sex hæða, klæddu lyftufjölbýli. Einstaklega falleg, fullbúin, íbúð. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Mjög gott skápapláss, 3 rúmgóð svefn- herbergi og tvö baðherbergi. • Vandaðar innréttingar frá Brúnás • Granít á borðum • Granít á sólbekkjum • Tvö stæði í bílgeymslu • Eikar plankaparket á gólfum • Gasarinn í stofu • Fataherbergi inn af hjónaher- bergi með skápum • Baðherbergi innaf hjónaherbergi með sturtu og nuddbaðkari • Glæsilegt útsýni yfir höfuðborgina og að Snæfellsjökli • Golfvöllur í næsta nágrenni og stutt í miðbæ Hafnarfjarðar • Einungis tvær íbúðir á stigapalli • 80 fm. veislusalur í kjallara með eldhúsi. ÞJÓNUSTU- STÚLKA á veitinga- húsi á flugvellinum í Minneapolis sagði einu sinni við mig að hún þekkti alltaf úr Íslend- ingana í farþegahóp- unum á flugvellinum. „Þeir eru yfirleitt í merkjafötum, eins og Burberry og svo stika þeir áfram með nefið upp í loftið, eins og þeir eigi allan heiminn.“ Jæja. Sic transit gloria mundi (þannig dvínar heims- ins dýrð). Þessa dagana er þjóðin niðurlút og þeir sem eiga Burberry varning munu ef til vill reyna að selja hann á eBay í framtíðinni til að hafa upp í matarreikningana. Ég hef búið í Bandaríkjunum meira eða minna í 15 ár og mér hef- ur allt fundist einkennilega heillandi að fylgjast með íslensku neysluorgí- unni, bæði úr fjarlægð og þegar ég er heima. Kannski var ég bara abbó að hafa ekki efni á Burberry nema því sem selt var á eBay, en upp úr aldamótum fór maður virkilega að klóra sér í hausnum yfir þenslunni á Íslandi – verslununum, nýbygging- unum og sýndarneyslunni (norski hagfræðingurinn Thorsten Veblen hefur áreiðanlega séð fram í tímann, til Íslands okkar tíma, þegar hann árið 1899 kom fram með hugtakið conspicuous consumption). Auðvitað náði þetta „góðæri,“ eða réttara sagt þetta innistæðulausa oflæti ekki til allra. Almennt verkafólk og launafólk – eins og foreldrar mínir, opinberir starfsmenn í áratugi – var ekki að spjátra sig í Burberry. En svo margir virtust velta sér í pen- ingum og fjölmiðlar fjölluðu mun meira um skattlausa útherjana á of- urlaunum og kokkteilpartíin þeirra heldur en um kjör launþeganna sem að mestu bera ábyrgðina á að greiða rekstrarkostnað íslensks samfélags. Eitt sinn í Íslandsbankaútibúinu mínu (þegar ég skrifaði einu sinni að Glitnir væri „besti banki í heimi“ var ég að tala um Brynjólf Gíslason og starfsfólk bankans í Gullinbrú) gat ég ekki orða bund- ist og spurði ráðgjaf- ann, sem hafði unnið þar í mörg ár, um allan þennan vöxt. „Hvaðan koma peningarnir til að gera þetta allt?“ – því ég er ein af þessum gamaldags týpum sem trúa að það hljóti eitt- hvað að þurfa að vera á bak við fullt af pen- ingum, einhver verð- mæti. „Elskan mín, þetta eru bara papp- írar,“ sagði hún. „Það er ekkert á bak við þetta; þetta hrynur allt sam- an eftir nokkur ár.“ Gamli sögukennarinn minn sagði að eftir seinni heimsstyrjöldina hefðu spekingar í bresku leyniþjón- ustunni sagt að Íslendingar myndu aldrei getað stjórnað sér sjálfir; að pólitíska valdastéttin á Íslandi væri svo upptekin af eigin hagsmunum og svo spillt af pólitískri innræktun að hún myndi aldrei hafa velferð þjóðarinnar að leiðarljósi. Ái! Bret- arnir höfðu heldur betur rétt fyrir sér. Það er óraunverulegt að horfa á ráðherrana í Sjálfstæðisflokknum og seðlabankastjóra blaðra í sjón- varpsfréttum um efnahagshrunið – þetta er fólkið sem færði ferming- ardrengjunum í Sjálfstæð- isflokknum á silfurfati stofnanir í eigu almennings til að ræna þær og rupla og stinga svo af með gróðann úr landi, sama fólkið sem und- anfarin ár hefur verið að skála við útrásarvíkingana í kokkteilboðum. Að þessir pólitíkusar skuli ekki hafa þá ögn af sóma til að segja af sér sýnir hversu fullkomið þeirra virð- ingarleysi er gagnvart íslenskum al- menningi. Núverandi ríkisstjórn ætti að segja af sér, boða ætti til nýrra kosninga og nýtt Alþingi ætti síðan að setja lög þess efnis að gera upp- tækar eignir íslensku fjárglæfra- mannanna. Síðan þyrfti að ráða er- lenda sérfræðinga, sem engra hagsmuna eiga að gæta á Íslandi, til að bjarga því sem bjargað verður, þar sem íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt að þeim er ekki treystandi fyrir tómum sparibauk. Í leiðinni væri ráð að láta erlendu sérfræðingana skera niður yf- irbygginguna í íslensku þjóðfélagi sem er slík að annað eins tíðkast hvergi á byggðu bóli. Seðlabankinn, – batterí sem hefði komist fyrir í skúffu í Landsbankanum fyrir nokkrum áratugum; ekki dugir minna en að hafa þrjá seðla- bankastjóra. Þrjá! Ef við yfirfærum þetta á Bandaríkin myndi þeirra seðlabanki hafa níu þúsund seðla- bankastjóra! Eða utanríkisþjónustan, sem er að mestu leyti ofvaxin geirvarta fyr- ir pólitíkusa og vel tengda flokks- meðlimi. Þarf 300.000 manna þjóð virkilega að hafa 23 fulltrúa á laun- um í Bretlandi eða níu í París (þar af fimm ritara), eða fimm manns í Austurríki? Í Brussel eru a.m.k. 21 á launum; næstum öll íslensku ráðu- neytin hafa sér fulltrúa þar. Er virkilega bráðnauðsynlegt fyrir fé- lagsmála- eða menntamálaráðu- neytið að hafa spes fulltrúa í Bruss- el? Allir þessir útpóstar hafa líka bílstjóra; greinilega er nauðsynlegt að hafa menn á fullum launum til að skutla mannskapnum á milli kokk- teilteita. Ekkert þjóðfélag, sérstaklega jafnlítið samfélag og Ísland, stendur undir svona bruðli. Íslenskir stjórn- málamenn hafa sagt að óhjá- kvæmilegt verði að skera niður rík- isútgjöld í kjölfar efnahagshrunsins. Þegar niðurskurðarhnífurinn verður mundaður ætti fyrst að flá þessar bruðlbyrðar af herðum íslenskra skattgreiðenda, sem um ókomin ár munu aðeins geta látið sig dreyma um erlendar flughafnir meðan þeir þrífa upp eftir græðgisfyllirí fjár- glæframannanna og þeirra pólitísku hirðfífla. Innistæðulaust oflæti Íris Erlingsdóttir fylgist úr fjarlægð með ástandinu á Ís- landi »… íslenskir stjórn- málamenn hafa sýnt að þeim er ekki treyst- andi fyrir tómum spari- bauk. Íris Erlingsdóttir Höfundur er fjölmiðlafræðingur og fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2. Hún býr í Minnesotaríki í Bandaríkj- unum. ÁRNI Stefánsson, sögukennarinn minn í gagnfræðaskóla, sagði: „Það er karlmannlegt að hafa sterkar skoð- anir og þora að standa við þær. Það þarf hins vegar stórmenni til að viðurkenna að maður hafi haft á röngu að standa og þora að skipta um skoðun.“ Sífellt fleiri Íslendingar gera sér nú grein fyrir því að stefna íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópu á undanförnum ár- um hefur verið á villigötum og tími er til kominn að skipta um kúrs í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta er mér ríkt í minni núna eru hin miklu áföll sem hafa dunið á ís- lensku þjóðfélagi á síðustu miss- erum. Á undanförnum árum höfum við Evrópusinnar bent á mikilvægi þess að bindast vinaþjóðum okkar í Evrópu nánari böndum. Við höfum hlotið litlar undirtektir hjá ráða- mönnum þó svo að íslenska þjóðin hafi verið jákvæð gagnvart þessum boðskap. Staðreyndin er sú að hjá þessum þjóðum í Evrópu eiga Ís- lendingar samherja í lausn þeirra al- varlegu vandamála sem nú kalla á átak og samvinnu allra jarðarbúa, svo sem loftslagsbreytinga af manna völdum, misskiptingar lífsgæða og fyrirsjáanlegra breytinga á nýtingu ýmissa auðlinda náttúrunnar. Við þær óvenjulegu að- stæður sem nú ríkja í fjármálum alþjóða- samfélagsins hljótum við að svipast um eftir bandamönnum við lausn þess vanda sem þjóðarbúið nú glímir við. Hinn hlutfallslega smái gjaldmiðill okkar er nú orðinn undirrót alvarlegs þjóðarvanda. Þetta hafa nú nánast allir hagfræðingar landsins, ASÍ, Samtök atvinnulífs- ins, aðilar í ferðaþjónustu, Félag ís- lenskra stórkaupmanna og for- ráðamenn allra helstu fyrirtækja landsins tekið undir. Samt sem áður berja nokkrir andstæðingar aðildar enn höfðinu við steininn og saka okkur Evrópusinna um að trufla þau mörgu verkefni sem framundan eru í að tryggja lífskjör almennings á komandi árum. Staðreyndin er hins vegar sú að Evrópusambandsaðild er ekki truflun á vegferð okkar upp úr lægðinni heldur mikilvægur áfangi í að vinna okkur upp úr henni. Aðild að Evrópusambandinu er ekki skammtímalausn fyrir íslenskt efna- hagslíf, en slíkri aðild myndi fylgja fyrirheit um þátttöku í öflugu mynt- bandalagi að fullnægðum skilyrðum sem sett hafa verið í því skyni að vernda gildi og trúverðugleika hinn- ar sameiginlegu myntar. Einnig er vert að benda á nýtt álit greining- ardeildar Glitnins en þar kemur fram að ef íslensku bankarnir hefðu þróast í umhverfi hinnar sameig- inlegu myntar Evrópusambandsins væru starfsskilyrði þeirra önnur og betri en í dag. Og þjóðin stæði ekki andspænis jafnalvarlegu fjárhags- legu áfalli og nú er raunin. Í ályktun sem Evrópusamtökin sendu frá sér fyrir skömmu komu fram frýjunarorð til íslenskra stjórnvalda og ætla ég að gera þau að mínum. Ég skora nú á almanna- samtök, stjórnvöld og löggjafarvald að sameinast um þá stefnu að und- irbúin verði á markvissan hátt um- sókn íslenska lýðveldsins um inn- göngu í Evrópusambandið. Um leið verði fyrstu skrefin stigin í því að samræma íslenska hagstjórn þeim reglum sem gilda fyrir aðildarríki evrópska myntbandalagsins. Ég skora einnig á þá aðila sem hafa ver- ið á móti aðild að Evrópusamband- inu að skipta um skoðun í ljósi nýlið- inna hamfara í íslensku efnahagslífi. Þar með myndu þeir ekki setja niður heldur sýna að þeir eru stórmenni að þora að skipta um skoðun, með hag íslenskra fyrirtækja og almennings að leiðarljósi. Að þora að skipta um skoðun Bindumst vina- þjóðum okkar í Evr- ópu nánari böndum segir Andrés Pét- ursson » Það er karlmannlegt að hafa sterkar skoðanir og þora að standa við þær. En það þarf stórmenni til að þora að skipta um skoð- un. Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.