Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 12. nóvember 1978: „Íslenzk at- vinnufyrirtæki eiga í vaxandi rekstrarerfiðleikum um þessar mundir. Óðaverðbólgan veldur því, að allur kostnaður atvinnufyrir- tækja æðir upp og stjórnendur þeirra verða að hafa sig alla við að breyta verðlagi í samræmi við auk- inn kostnað. Þau fyrirtæki, sem lúta verðlagsákvæðum búa við sér- stök vandamál vegna þess, að svo virðist, sem sumir ráðherrar nú- verandi ríkisstjórnar telji, að bar- áttan við verðbólguna sé fólgin í því að skera niður óskir fyrirtækja um leiðréttingar á verðlagi í sam- ræmi við kostnaðarhækkanir. Verðbólgan veldur því og, að greiðslustaða atvinnufyrirtækja fer stöðugt versnandi. Það er ein- faldlega ekki til í landinu nægilegt fjármagn til þess að fjármagna verðbólguna. Atvinnufyrirtæki þurfa stöðugt meira fé í rekstur- inn, fé, sem hvergi er hægt að fá. Þessar afleiðingar verðbólgunnar koma ekki síður niður á íslenzkum iðnaði en öðrum atvinnurekstri. Til viðbótar kemur það mjög illa við iðnfyrirtækin, þegar skráning á gengi krónunnar er óraunhæf . . .“ . . . . . . . . . . 13. nóvember 1988: „Þess hefur verið minnst undanfarna daga, að aðfaranótt 10. nóvember 1938 snerust nasistar í Þýskalandi gegn gyðingum með þeim hætti að eng- um gat dulist ofstækið og hatrið. Kveikt var í flestum hinna fjögur hundruð bænahúsa gyðinga í Þýskalandi eða þau vanvirt á ann- an hátt. Grafreitir gyðinga voru lagðir í rúst, verslanir og íbúðar- hús gyðinga urðu fyrir skemmd- arverkum. Tæplega hundrað gyð- ingar voru myrtir, fjölda kvenna var nauðgað og margir urðu fyrir pyndingum. Þrjátíu þúsund gyð- ingar voru handteknir og fluttir í vinnubúðir. Atburðir þessir hafa síðan verið kenndir við nóttina ör- lagaríku og kallaðir Kristalsnóttin vegna þess að gler úr verslunum gyðinga í Berlín lá á víð og dreif um götur borgarinnar að morgni 10. nóvember.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ VilhjálmurEgilsson,fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, setur fram áhugaverð sjónarmið í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að ríkið sé ekki trúverðugur eigandi gagnvart erlendum kröfuhöfum í bú ís- lenzku bankanna, sem hið sama ríkisvald hefur farið illa með. Ríkið hefur lýst því yfir opinberlega að ekki eigi að greiða skuldir bankakerfisins við erlenda kröfuhafa, nema þá að mjög litlu leyti. Þessi stefna hefur hleypt mjög illu blóði í stönduga banka um allan heim, sem hafa lánað íslenzku bönkunum pen- inga. Fulltrúar þeirra streyma nú hingað til lands og láta öll- um illum látum. „Besta leiðin til að semja frið við þá er að þeir fái bankana afhenta, eins og myndi gerast í venjulegu þrotabúi, þar sem kröfuhafar taka það yfir,“ segir Vil- hjálmur Egilsson hér í blaðinu. „Menn þurfa að snúa algerlega við blaðinu varðandi hug- myndir um eignarhald ríkisins á bönkunum.“ Vilhjálmur segir að ríkis- bankaleiðin sé ófæra vegna þess að út á við sé ríkið alger- lega ótrúverðugur eigandi bankanna. Með því að gera er- lendu bankana að eigendum ís- lenzka bankakerfisins yrði hins vegar hægt að tryggja að- gang íslenzks atvinnulífs að er- lendum lánamörkuðum til frambúðar. Það er margt til í þessum hugmyndum. Erlendu bank- arnir eru nú æfir út í Ísland, ís- lenzka ríkið og íslenzku bank- ana. Með því að bjóða þeim upp á að eignast hlut í bönkunum, sem væntanlega myndi svo hækka smátt og smátt í verði, væri hins vegar búið að tengja saman þeirra hagsmuni og hag ís- lenzka bankakerfisins. Af sömu ástæðum myndu þeir ekki síður standa vörð um hagsmuni innstæðueigenda en íslenzka ríkið. Og ekkert segir að ríkið gæti ekki áfram haldið einhverjum hlut í bönkunum, lagt fé inn í þá og þannig unnið með erlendu bönkunum að endurreisn þeirra. Vilhjálmur Egilsson er kurt- eis og segir að ríkið sé trúverð- ugur eigandi bankanna inn á við en ekki út á við. Stað- reyndin er hins vegar sú að ríkið er ekkert sérstaklega trúverðugur eigandi bankanna inn á við heldur. Bankarnir eru nú annars vegar undir póli- tískri stjórn sem hefur gefizt afleitlega hér á landi. Hins vegar eru enn við stjórn í bönkunum margir af fyrri stjórnendum þeirra sem tóku virkan þátt í vitleysunni sem leiddi þá í þrot. Þegar bankarnir voru einka- væddir á sínum tíma mistókst tvennt; að tryggja dreifða eignaraðild þeirra og að tryggja erlenda eignaraðild. Nú gæti verið tækifæri til að ná báðum þessum markmiðum og skjóta um leið nýjum stoð- um undir íslenzka bankakerf- ið. Það er full ástæða til að skoða alvarlega þær hug- myndir sem Vilhjálmur Eg- ilsson hefur nú sett fram opin- berlega og ýmsir aðrir hafa viðrað sín á milli undanfarna daga og vikur. Hvernig tengjum við saman hag erlendra og íslenzkra banka?} Trúverðugt bankakerfi? H VAÐ er maður eiginlega að gera á þessu landi,“ er spurning sem kunningi minn bar upp við mig um daginn þegar við ræddum um efnahagsástandið og krepp- una sem nú knýr dyra. „Af hverju drullar maður sér ekki bara í burtu,“ hélt hann áfram og lagði þunga áherslu á „drullar“. Spurninguna hefur maður að vísu heyrt margoft áður en þá oftast í samhengi við veðurfarið. Nú fylgdi spurningunni dýpri og jafnvel frumspekilegri merking. Vera okkar hér á þessari eyju í Norður-Atlantshafi var í huga kunningja míns orðin að tilvistarlegri spurningu um lífshamingju, lífsfyllingu, réttlæti og jafnvel heilbrigða skynsemi. Lái mér hver sem vill en ég átti ekkert svar við spurningunni. Það hefur valdið mér vonbrigðum að fólk á mínum aldri skuli ekki hafa látið meira í sér heyra í opin- berri umræðu um efnahagsástandið. Sérstaklega með tilliti til þess að það mun að miklu leyti koma í hlut minnar kyn- slóðar að halda íslensku samfélagi gangandi næstu árin og áratugina. Ástæðan er líklega sú að fæstir sjá út úr því moldviðri sem geisar. Alla vega sýnist manni að fæstum takist að fóta sig í umræðunni án þess að þeir neyðist til að grípa til hagfræðilegra hugtaka sem almenningur skilur ekki til fulls. Aukaatriði sem kveikja skúbbþorsta blaða- og fréttamanna eru heldur ekki til þess fallin að skýra þann stóra vanda sem við stöndum frammi fyrir og ekki bætir úr skák að viðbrögð ráðamanna virðast oft á tíðum fumkennd og þegar verst lætur, til þess fallin að gera ástandið enn verra. Önnur möguleg ástæða fyrir þögn minnar kynslóðar er að stór hluti þessa fólks mannaði (og gerir enn) þær deildir sem gerðu bönkunum kleift að starfa. Ég leyfi mér að halda því fram að þetta unga fólk hafi orðið fyrir hugmynda- fræðilegu taugaáfalli við bankahrunið. Það treysti á styrk fjármálakerfisins og framtíð þeirra var að miklu leyti skilyrt við áframhald- andi uppgang íslensks viðskiptalífs. Það mun ábyggilega taka þessa starfsmenn og fjöl- skyldur þeirra dágóðan tíma að vinna úr þessu áfalli. Við þurfum að hafa það í huga. En aftur að kunningjanum. Ég hefði svo sem getað lagt mig fram um að sannfæra hann um að Ísland væri enn besta land í heimi og við myndum á fáeinum árum sigrast á kreppunni. Ég hefði gripið til klisjanna eins og enginn væri morgun- dagurinn og í lok spjallsins hefði ég meira að segja verið bú- inn að sannfæra sjálfan mig um ágæti lands og þjóðar líkt og Pétur Gunnarsson gerði í ágætum pistli á föstudag. En daglegt líf á Íslandi á því miður ekki margt sameiginlegt með Vorvísu Jónasar Hallgrímssonar eða erindi Guðna Ágústssonar á landsþingi bændasamtakanna. Ráðamenn og aðrir leiðtogar mega ekki gleyma því að það býr ekkert náttúrulögmál að baki þeirri staðreynd að kunningi minn er ennþá búsettur á Íslandi. Og stundum gengur það meira að segja þvert á heilbrigða skynsemi. hoskuldur@mbl.is Höskuldur Ólafsson Pistill Að vera eða fara Rýmum fjölgað en margir aldraðir bíða FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Ú rræðum fyrir aldraða fjölgar á næstunni, ekki síst fyrir fólk sem glímir við heilabilun. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra hefur út- hlutað rekstrarheimildum til sveitar- félaga og dvalar- og hjúkrunar- heimila, en heimildirnar gilda frá 1. nóvember. Þær fela m.a. í sér að dag- vistarrýmum sem sérstaklega eru ætluð heilabiluðum fjölgar um 17. Af þeim verða tíu í Árborg, fimm í Hafn- arfirði og tvö á Fljótsdalshéraði. Fljótsdalshérað fær einnig heimild til að bæta við einu almennu dagvist- arrými. Hvíldarrýmum fyrir heilabil- aða fjölgar um sjö og verða þau í Drafnarhúsum í Hafnarfirði. „María Th. Jónsdóttir, formaður FAAS, félag áhugafólks og aðstand- enda alzheimers-sjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, segist þakklát fyr- ir þessa ákvörðun ráðherrans. 300-400 bíða eftir rými „Það breytir miklu fyrir heilabil- aða og aðstandendur þeirra að fá hvíldarinnlögn sem markvisst er hægt að beina þeim inn á,“ segir hún. Hingað til hafi ekki verið til nein hvíldarrými sem aðeins séu ætluð heilabiluðum. „Það hefur verið dálítið um það að reynt hefur verið að koma fólki í hvíldarinnlögn úti á landi því það hefur ekki verið hægt að koma því fyrir í Reykjavík.“ Hvað dagvist- arrýmin varðar segir María að þau sem nú stendur til að opna séu þau fyrstu sinnar tegundar úti á landi, en þar verða 12 af hinum 17 nýju rým- um. Fimm rýmanna eru í Drafnar- húsi í Hafnarfirði, en FAAS sér um rekstur þess húss. María segir að margt hafi breyst á þeim tuttugu ár- um sem liðin eru frá stofnun FAAS. Þá var fyrsta dagþjálfunin með 18-20 rýmum opnuð. „Menn veltu því fyrir sér hvort virkilega væri þörf á slíkum fjölda rýma. Í dag erum við að opna sjöundu dagþjálfunina, Maríuhús, en þrátt fyrir það eru 90 manns á bið- lista.“ Auk þess að huga að heilabiluðum segir í tilkynningu félagsmálaráðu- neytisins að til standi að fjölga al- mennum hvíldarrýmum fyrir aldraða um 22. Bætt verður við sex nýjum al- mennum hvíldarrýmum fyrir aldraða, þar af fimm í Ási í Hveragerði og einu sem verður rekið til bráðabirgða á Hjallatúni í Vík. Jafnframt verður 16 almennum hjúkrunarrýmum á Hrafn- istu í Reykjavík breytt í hvíldarrými. Almennum hjúkrunarrýmum fyrir aldraða fjölgar um 19 samtals á nokkrum stofnunum sem allar eru ut- an höfuðborgarsvæðisins. Á móti verður dvalarrýmum fækkað um sama fjölda. Helgi Hjálmsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, segist fagna þessari ákvörðun. Þótt hjúkrunarrými bætist við vanti enn slík rými. Hann hafi séð tölur um að á höfuðborgar- svæðinu bíði um 300-400 manns eftir slíku rými. Það fólk sem bíði dveljist heima hjá sér meðan það bíði eftir rými. „Það lendir þá á ættingjum þessa fólks að fara til þess daglega og fylgjast með því,“ segir hann. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við þá stefnu félags- og trygginga- málaráðuneytisins og stjórnvalda að styðja skuli aldraða til að búa á eigin heimili eins lengi og kostur er, segir í tilkynningu. „Þetta er sú stefna sem við höfum haft lengi að fólk geti fengið þá þjónustu heim sem það þarf á að halda, þegar það þarf hana,“ segir Helgi. Morgunblaðið/Golli Fjölgun Til stendur að fjölga hjúkrunar- og hvíldarrýmum fyrir aldraða. „VIÐ rennum blint í sjóinn eins og allir aðrir. Það veit enginn hvernig næstu skref verða,“ segir María Th. Jónsdóttir, formaður FAAS, um áhrif efnahagsástandsins á skjól- stæðinga félagsins, heilabilaða. Margir aðstandendur heilabil- aðra hafi haft samband við félagið og lýst áhyggjum. „Þetta er margt fólk sem er orðið fullorðið og hefur litla sem enga fjármuni nema eft- irlaun. Og það er dýrt að vera með veikt fólk heima.“ María segir að félagið hafi þó ekki tekið áhættu með fé sitt og það sé því öruggt og það komi sér nú vel. „En við byggjum okkar starf mikið til á styrkjum. Og við sjáum fram á að það verði mikill sam- dráttur í þeim. Þá má nefna að þetta ár höfum við ekki fengið neitt frá ríkinu,“ segir hún. ÁHYGGJUR AF KREPPU ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.