Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 18
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is É g fæ óblíðar viðtökur í Latabæ. Alvopnaður Magnús Scheving tekur á móti mér, dökkur á hár og húðflúraður í bak og fyrir. Einhver hefur verið svo ósvíf- inn að stela mikilvægum gögnum úr fartölvunni hans og hann gerir sig líklegan til að skjóta mann og annan. „Varst það þú?“ geltir hann á mig. Ég hverf inn í skel mína, skjálfandi á beinunum. Hvað er orðið um Íþrótta- álfinn? Áður en aðdáendur þess síðast- nefnda fara á límingunum skal tekið fram að ég var að horfa á myndband sem Magnús lét gera fyrir aðstand- endur Hollívúddkvikmyndarinnar The Spy Next Door sem skartar eng- um öðrum en hasarmyndahetjunni Jackie Chan í aðalhlutverki. Fram- leiðandinn, Robert Simonds, vildi fá hann í hlutverk illmennisins í mynd- inni og í stað þess að mæta í prufu hó- aði Magnús í nokkra félaga sína og spann heilt myndband í kringum kar- akterinn – á einum degi. Eins og þjóðin veit er Magnús maður eigi einhamur. „Honum leist mjög vel á þetta, stökk upp úr stól sínum og hrópaði: Svona á að gera þetta! Ég var ráðinn á staðnum,“ segir Magnús sem situr nú andspænis mér í eigin persónu, með farsímann í annarri hendi og prótíndrykk í hinni. Í upphafi sam- tals okkar afgreiðir hann nokkur önnur erindi snöfurmannlega. Hann hefur greinilega ekkert breyst, það- an af síður stökkbreyst, líkt og gefið var í skyn hér að framan. Öll vötn falla til Albuquerque „Þú afsakar en það er í mörg horn að líta. Ég var að koma frá Dubai í nótt en við erum að semja við Emi- rates-flugfélagið um að sýna Latabæ. Það er mjög spenn- andi,“ segir Magnús. Það er miðvikudagur og strax daginn eftir á hann bók- að far til hennar Am- eríku. „Ég byrja að æfa áhættuatriði með Jac- kie Chan á föstudaginn og tökur hefjast í Albu- querque í Nýju-Mexíkó á mánudaginn. Ég hef því þrjá daga til að setja mig inn í hlut- verkið.“ Það er heil eilífð. „Þetta er fjölskyldumynd. Jackie Chan er að stíla upp á heldur yngri hóp nú en áður. Karakterinn minn, Poldark, er Rússi sem setur bakteríu í olíuna í Bandaríkjunum til að hækka olíuverð í Rússlandi. Hann verður svo fyrir því óláni að níu ára strákur stelur öllum gögnum úr tölv- unni hans og þá verður fjandinn laus. Jackie Chan leikur mann sem passar þennan strák. Meira get ég ekki upp- lýst í bili,“ segir Magnús og breytist í Véfréttina í Delfí. Hann gerir ráð fyrir að fara í þrí- gang utan meðan á gerð myndar- innar stendur, núna og aftur í desem- ber og janúar. Áætlað er að myndin verði frumsýnd eftir um ár. En hvernig í ósköpunum kom það til að Magnús Scheving og Jackie Chan fóru að rugla saman reytum? „Simonds framleiðandi sá mig í Latabæ í Bandaríkjunum og tók strax eftir snilldarleik mínum,“ segir Magnús sposkur. „Nei, ætli hann hafi ekki aðallega verið að horfa á físík- ina. Allavega fékk hann þá hugmynd að ég yrði upplagt illmenni á móti Jackie Chan. Í kjölfarið hitti ég leik- stjórann, Brian Levant, og hann vildi fá mig í prufu. Þá gerði ég mynd- bandið með þessum afleiðingum. Það sóttust víst margir leikarar eftir hlut- verkinu.“ Maður að mínu skapi Magnús segir mikinn heiður að fá tækifæri til að vinna með Chan, ein- um þekktasta hasarmyndaleikara samtímans. „Hann lék í Bruce Lee- mynd þegar ég var strákur og ég hef dáðst að honum allar götur síðan. Hann kom með akróbatíkina á hvíta tjaldið og góðan húmor. Jackie Chan er maður að mínu skapi. Svo skilst mér að það sé frábært að vinna með honum.“ Margur hefur komið að luktum dyrum í Hollívúdd og Magnús gerir sér grein fyrir því að það er einstakt tækifæri að fá að gægjast þar inn. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okk- ur í Latabæ. Við erum að vinna að bíómynd og þessi kynning mun örugglega ekki tefja fyrir því verk- efni. Jackie Chan er líka gríðarlega vinsæll í Kína og Asíu allri og það er markaður sem við stefnum inn á. Kannski náum við að spjalla eitthvað saman um markaðsmál milli taka,“ segir Magnús og lyftir brúnum. Sum- um er gefið að hamra járnið. Gott og vel. Þetta er hvalreki fyrir Latabæ en hvað með leikarann Magnús Scheving? „Enda þótt ég hafi verið að leika og skemmta fólki frá því ég var barn hef ég aldrei litið á mig sem leikara og hef engan metnað til að verða fræg- ur á því sviði. En það verður óneit- anlega gaman að prófa þetta. Það hefur verið frábær skóli að vinna að gerð Latabæjar undanfarin fjögur ár með ótrúlega hæfileikaríku fólki í mynd- veri á heims- mælikvarða. En Hollívúdd er vissulega annað og meira. Það eru ekki miklir möguleikar á því að þróa kar- akter Íþróttaálfsins umfram það sem þegar hefur verið gert og það verður fróðlegt að spreyta sig á illmenninu.“ Heyrðu Jackie, cut! Magnús lítur mun fremur á sig sem leikstjóra. „Ég held ég sé alveg prýðilegur leikstjóri og þar liggur metnaður minn. Að leikstýra og halda utan um verkefni eins og Lata- bæ. Ég er heldur ekki góður í því að fara með annarra manna texta og hver veit nema ég verði búinn að end- urskrifa handritið þarna vestra áður en yfir lýkur. Eða þá að leikstjórinn komi upp í mér í miðjum klíðum. Heyrðu Jackie, cut!“ segir hann skellihlæjandi. Það hefur sýnt sig að björninn er ekki unninn þótt menn séu komnir með samning í Hollívúdd, sumir hafa lent í því að vera að mestu klipptir út úr myndum eftir á. „Þú segir nokkuð. Lemji ég Jackie óvart verð ég kannski klipptur út úr myndinni. Það er betra að fara varlega,“ ályktar Magnús glottandi. Ekki er ofsögum sagt að Magnús sé eini maðurinn sem gæti leikið Íþróttaálfinn á Íslandi. Hann er það sérhæfður. Sama máli gegnir um ill- mennið Poldark. „Til að ég fengi at- vinnuleyfi í Bandaríkjunum þurfti að sýna fram á að ég byggi yfir hæfi- leikum sem gerðu það að verkum að enginn innlendur leikari gæti farið með hlutverkið. Þannig er þetta skil- greint. Framleiðandinn lagði víst mikið á sig til að ná þessu fram og það tók nokkrar vikur með hjálp góðra lögfræðinga.“ Lít á þetta sem sumarfrí Ýmsum sögum fer af launum leik- ara í Hollívúdd. Magnús kveðst þó ekki gera ráð fyrir upphæð með endalausum núllum. „Launin eru al- gjört aukaatriði í þessu sambandi enda gerir maður ekki miklar kröfur sem nýgræðingur. Þar fyrir utan hef ég ákveðið að leggja öll launin sem ég þigg fyrir þetta verkefni í sjóð sem ég mun úthluta úr í framtíðinni. Raunar lít ég fyrst og fremst á þetta sem sumarfríið mitt. Ég á 156 daga inni.“ Þú ert ekki týpan sem fer mikið í frí? „Eiginlega ekki,“ svarar Magnús og hlær. „Þetta er bara ný áskorun í lífinu,“ heldur hann áfram. „Ég hef tekið þær margar um dagana, staðist sum- ar, aðrar ekki. Vonandi stenst ég þessa! Í hinu stóra samhengi hlut- anna er þetta líka létt verk og löð- urmannlegt. Maður getur verið þakklátur fyrir að vera yfirhöfuð með vinnu í þessu erfiða ástandi sem kom- ið er upp í samfélaginu. En sunnu- dagurinn 9. nóvember 2008 er ekki dagurinn sem við Íslendingar gef- umst upp. Hann skal ekki fara í sögu- bækurnar af þeim sökum. „Hafi þig dreymt eitthvað, getur þú það,“ sagði Walt Disney og þannig þarf íslenska þjóðin að hugsa nú. Depurðin og von- leysið mega ekki ná tökum á okkur. Þá förum við í gröf- ina.“ Álfur verður illmenni Magnús Scheving er kominn til Albuquerque þar sem tökur á nýjustu kvikmynd hasarhetjunnar Jackie Chan, The Spy Next Door, hefjast á morgun. Magnús fer þar með hlutverk illmennisins. Hann segir þetta mikinn heiður en hafi meiri þýðingu fyrir Latabæ en sig persónulega. Ódámur Poldark hinn rússneski er ekkert lamb að leika sér við. Myndin er tekin úr kynning- armyndbandinu sem Magnús sendi aðstandendum The Spy Next Door. Kung fu Jackie Chan þarf að hafa sig allan við ætli hann að sjá við Magnúsi Scheving. ‘‘Í HINU STÓRA SAM-HENGI HLUTANNA ERÞETTA LÉTT VERK OGLÖÐURMANNLEGT 18 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Jackie Chan er ein kunnasta kung fu- og hasarmyndahetja heimsá síðari árum. Vörumerki hans er allt að því yfirmannleg fimi, spé og ævintýraleg áhættuatriði. Chan er 54 ára, fæddur í Hong Kong. Hann hóf leiklistarferil sinn á áttunda áratugnum og hefur leikið í yfir eitt hundrað kvikmynd- um, þeirra á meðal Rush Hour þríleiknum, Shanghai Noon og Kung Fu Panda. Chan er líka tónlistarmaður og nýtur sem slíkur mikilla vinsælda í Asíu. Hann hefur sent frá sér fjölmargar breið- skífur og sungið titillög sumra mynda sinna. Hann tróð upp á lokaathöfn ólympíuleikanna í sumar. Sigldir aðstandendur Brian Levant, leikstjóri The Spy Next Door, á langan feril að baki í Hollívúdd sem höfundur, framleiðandi og leikstjóri. Meðal mynda sem hann hefur leikstýrt má nefna Beethoven, The Flintstones og Jingle All the Way. Robert Simonds framleiðandi er líka marg- reyndur en hann hefur framleitt myndir á borð við Airheads, Happy Gilmore, The Wedding Singer, The Waterboy, Little Nicky, Corky Romano og The Pink Panther. Spriklandi spéfugl Vinsæll Jackie Chan er með liðugri leikurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.