Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 22
22 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2008 Magnús Sigurðsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2008. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrif- stofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 15. janúar 2009. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar, Ingólfsnausti - Vesturgötu 1, 101 Reykjavík, menning@reykjavik.is Eftir Freystein Jóhannsson freyst@mbl.is Gissur „Lífið byrjaði nú ekki glæsi- lega hjá honum blessuðum. Hann var alltaf lasinn og í ljós kom hjá honum hjartagalli. Hann þurfti því að gangast undir opna hjartaaðgerð á National Heart Hospital í London. Hann var hátt í tveggja ára þegar við fórum og þetta var aðgerð upp á líf og dauða. Guði sé lof þá lenti hann lífsins megin. Eftir á má kannski segja, að þessi þrautaganga hafi reynzt honum far- arheill. Hann náði sér og var mjög þroskað barn. Ég leiddi oft hugann að því hvort lífsreynslan hefði ein- hvern veginn aukið honum þroska, því það var eins og að tala við lífs- reyndan mann að tala við hann pínulítinn. Við mamma hans skildum skömmu seinna og svo eignaðist hann fósturföður, prýðismann, sem ég bæði virði og þykir vænt um. Þau fluttu til Vestmannaeyja og þá rofn- aði svona þetta beina samband milli okkar feðganna. En hann kom oft í heimsókn. Ég man að hann hafði miklar áhyggjur af mér, ég bjó þá einn og hann lét það alltaf verða sitt fyrsta verk að gá í ísskápinn og sjá svo til að þar væri alltaf nóg af góðu og hollu handa okkur. Hann var góður félagsskapur. Við höfðum mest gaman af því að vera bara saman. Við þurftum ekkert að vera að flengjast út og suður. Okkur leið bezt í návist hvors annars. Svo fluttu þau aftur upp á land og þá varð styttra á milli okkar. Hann kíkti oft við og við vorum að smíða í kjallaranum, bát og fuglahús. Hann hafði gaman af að stússa í kjall- aranum. Það var eitt einkenni við hann, að ég man aldrei eftir því að hann færi í fýlu. Hann var alltaf einhvern veg- inn svo jákvæður og glaður. Hann gat verið gagnrýninn á menn og málefni, en hann var fjarri því að vera volandi svartsýnisgaur. Það var auðvitað mikill sigur þeg- ar hann var valinn í hlutverk Olivers Twist. Þá var hann tólf ára. Það var löng röð af umsækjendum og þetta voru einar fjórar prufur áður en val- ið var í hlutverkin. Ég gleymi því aldrei þegar hann kom móður og másandi og sagði: Pabbi, ég er Oli- ver! Þeir voru með leikmyndina á leigu til ákveðins tíma og vinsæld- irnar urðu til þess að það var bætt við sýningum sem allar urðu að vera innan leigutímans. Hann var á svið- inu allan tímann, dansaði og söng, og þegar sýningum lauk var hann alveg búinn og var lagður inn á Landspítalann til hvíldar. Ég hafði áhyggjur af honum, en þær hurfu þegar ég sá hann brosandi og bratt- an á spítalanum. Hann þurfti bara að fá smáhvíld til þess að hlaða batt- eríin. Ég man ekki endilega að hann væri mikið að syngja þegar hann var lítill. En hann hafði afskaplega gaman af því þegar amma hans, móðir mín, söng fyrir hann. Söngspekúlantar sem komu á heim- ili foreldra minna höfðu orð á því að hefði hún lært hefði hún orðið hörkusöngkona. Hann minnir mig stundum á afa sinn, hann pabba, í ýmsum háttum. Og hann er útskeifur í nákvæmlega sömu gráður og pabbi var. Ég man ekki eftir neinum vanda- málum í sambandi við hann á ung- lingsárunum. Hann var í afskaplega góðum höndum á heimili sínu og þegar hann heimsótti mig var allt í góðu. Mér fannst hann eiga erfitt með að átta sig á því hvað hann ætti að verða. Ég gerði mér vonir um að hann yrði tannlæknir með tannrétt- ingar sem sérgrein og stakk því svona mjúklega að honum. En það varð ekki. Að sjálfsögðu er ég sáttur við hans val. Ég latti hann aldrei, þegar hann fór í söngnámið. En ég við- urkenni alveg, að þegar hann sagði mér að hann ætlaði að leggja fyrir sig óperusöng, sá ég ekki endilega hvernig hann ætlaði að fara að því. Hann er svo nettvaxinn, dreng- urinn, ekki svona týpískur tenór í útliti. Ég hef aldrei skilið hvaðan hann tekur þessi miklu hljóð. En hann er bara anzi góður, ég vona að mér leyfist að segja það um son minn. Það sem mér finnst vera hans að- alsmerki í söngnum er sönggleðin. Hann minnir mig á mömmu með hana og hún gerir sönginn einlægan og skemmtilegan. Lýsa honum? Hann er skapgóður og einlægur. Svo finnst mér hann skemmtilegur, ég get rætt við hann um heima og geima. Hann fylgist með og lætur sig umhverfið og heiminn varða. Hann hefur skoðanir á hlutunum. Það skiptir engu hvort við erum sammála eða ekki. Það má alltaf ræða hlutina. Og nú hefur hann gefið mér ynd- islegt afabarn ofan á allt annað.“ Skapgóður og einlægur Morgunblaðið/RAX Hann fæddist 7. desember 1947 að Hraungerði, sonur séra Sigurðar Pálssonar, vígslubiskups, og Stefaníu Gissurardóttur. Hann stundaði nám við Menntaskólann að Laugarvatni og Menntaskólann við Hamrahlíð, lærði útvegstækni og flug, en gerði blaða- og fréttamennsku að ævistarfi. Hann vann á Alþýðublaðinu, Sjávarfréttum, Dagblaðinu, DV, Rík- isútvarpinu og síðustu 17 árin hefur hann starfað hjá Bylgjunni og Stöð 2. Hann er fjögurra barna faðir. GISSUR SIGURÐSSON Feðgarnir Gissur Páll og Gissur Sigurðsson gengu snemma í gegn- um baráttu upp á líf og dauða. Síðan hafa tengslin bara legið upp á við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.