Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, REYNIS GUNNARSSONAR bónda, Leirulækjarseli, Álftaneshreppi. Edda Björk Hauksdóttir, Erla Reynisdóttir, Íris Reynisdóttir, Þröstur Reynisson, Sylvía Ósk Rodriguez, Sindri Freyr Daníelsson og Kristófer Reynir Erluson. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, ÁSGEIRS SVERRISSONAR hljómlistarmanns, Prestastíg 11, Reykjavík. Hjartans þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans, Landakoti fyrir góða umönnun og alúð. Sigríður Maggý Magnúsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Marteinn Másson, Ásgeir Ásgeirsson, Vilborg Lofts, Guðmundur Baldvinsson, Helga Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ESTER HARALDSDÓTTIR sjúkraliði, Flétturima 36, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Hringbraut mánudag- inn 3. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju miðvikudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Vignir Þór Siggeirsson, Katrín Jónsdóttir, Haraldur B. Siggeirsson, Margrét Á. Jóhannsdóttir, Ólafur Karl Siggeirsson, Guðlaug Edda Siggeirsdóttir, Helgi Hafþórsson, barnabörn og systkini hinnar látnu.  Fleiri minningargreinar um Ásdísi Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ásdís Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 25. febrúar 1952. Hún lést að heimili sínu, Víðimel 56, sunnu- daginn 26. október. Foreldrar hennar voru Vilborg Krist- ófersdóttir, fædd á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal 30. júlí 1923 og Einar Helgason, fæddur í Stangarholti á Mýr- um, 10. september 1922, látinn í Reykjavík 1. nóv- ember 1999. Foreldrar Vilborgar voru hjón- in Salvör Jörundardóttir ljós- móðir, f. 1893, d. 1988, og Krist- ófer Guðbrandsson, f. 1895, d. 1925, bóndi á Kleppjárnsreykjum, en stjúpfaðir Vilborgar frá fimm ára aldri var Magnús Eggertsson, f. 1899, d. 1993, bóndi í Vestri- Leirárgörðum og Melaleiti. Foreldrar Einars voru hjónin Guðný Guðmundsdóttir, f. 1887, d. 1974, húsfreyja, og Helgi Sal- ómonsson, f. 1890, d. 1964, bóndi í Stangarholti. Við fæðingu Ásdísar bjuggu foreldrar hennar í Melaleiti í Melasveit en fjölskyldan flutti að Læk í Leirársveit árið 1953 og voru foreldrar hennar bændur þar alla sína starfstíð. Var Ásdís einkabarn þeirra hjóna. Ásdís var í farskóla í heimasveit sinni á barnaskólaárunum en hóf nám í unglingadeild Leirárskóla (Heiðarskóla) við stofnun skólans 1965. Gagnfræðaprófi lauk hún úr verslunardeild Hagaskóla í Reykjavík 1969, kennaraprófi úr KÍ 1973 og stúdentsprófi frá sama skóla 1974. Árið 1983 lauk hún sérkennaraprófi (heyrnleysingja- kennsla) frá Kenn- araháskólanum í Stokkhólmi. Er Ás- dís fékk námsorlof 1993-1994 stundaði hún nám í Kenn- araháskólanum. Á skólaárum sínum vann Ásdís á búi for- eldra sinna og sinnti þar fjölbreyttum landbúnaðar- störfum. Ásdís gerði kennslu að ævistarfi sínu. Hún kenndi við Heiðarskóla í Leirársveit 1974-1979 og 1985- 1986, Álftanesskóla 1990-1991, Heyrnleysingjaskólann 1979-1998 með hléum og í Austurbæjarskóla frá 1998. Í Austurbæjarskóla var hún sérkennari og gegndi stöðu deildarstjóra 1999-2006. Ásdís gekk í hjónaband árið 1975 með Eiði Arnarsyni, f. 1951, d. 2006. Stóð hjónaband þeirra í áratug. Sonur þeirra er Einar Örn Eiðsson, fæddur á Akranesi 9. febrúar 1978. Seinni maður Ásdís- ar var Ólafur Valgeir Einarsson, f. 1952, d. 1997. Þau gengu í hjónaband 1989. Ólafur var sjáv- arútvegsfræðingur og síðustu níu æviárin starfsmaður ÞSSÍ. Sonur þeirra er Vilhjálmur Ólafsson, fæddur í Reykjavík 21. ágúst 1988. Dætur Ólafs: Jóna Valdís, f. 1974, Ásgerður, f. 1979 og Val- gerður, f. 1982. Að ósk Ásdísar fór útför hennar fram í kyrrþey frá Neskirkju, föstudaginn 31. október. Hægt er að lesa minningarorð séra Arnar Báraðar Jónssonar á slóðinni: http://ornbardur.annall.is/ flokkur/likraedur/ Það er komið að kveðjustund. Allt- of alltof fljótt, en við fáum engu ráðið. Okkur finnst lífið ekki alltaf sann- gjarnt. Það gefur okkur margt, en stundum tekur það alltof mikið og sumir missa meira, já miklu meira en aðrir. Það kennir okkur að njóta dags- ins í dag, ekki á morgun því þá er kominn annar dagur. Ásdís var stórglæsileg kona, með stór og falleg augu, fallega sál og mik- inn hlátur. Það leyndi sér ekki hver var þar á ferð. Hún var einstaklega fjölskyldu- og vinarækin, lét sig alltaf varða um fólk. Hún gat rakið ættir manns miklu lenga en maður sjálfur og kom það ekki á óvart því hún var sannkallaður kennari, einstaklega vel máli farin, víðlesin og fróð um menn og málefni. Ásdís var laus við allan hroka, hún þoldi ekki tilgerð og var sjálf alltaf hrein og bein í samskiptum við fólk. Maður vissir alltaf hver hún var, ákveðin og einbeitt en alltaf svo um- hyggjusöm. Hún missti mikið þegar Óli lést aðeins 45 ára og þá þegar hafði hún mætt þeim miskunarlausa örlagavaldi sem sigraði hana eftir hetjulega baráttu. Ég hitti hana síðast viku fyrir and- látið er við vorum á ferð í borginni. Þá sat hún í rúmi sínu og prjónaði, henni líkt, ekki sitja auðum höndum. Hún var svo glöð með strákana sína, þá Einar og Vilhjálm. Vilhjálmur að flytja til Elínar sinnar, ástfanginn og sæll, floginn úr hreiðrinu og Einar bú- inn að kynnast Elísabetu. Henni var ekki síður umhugað um velferð sinna þriggja fósturdætra, Jónu Valdísar, Ásgerðar og Valgerðar. Þó hún skipti sér ekki beint af þá var hún alltaf að leiða réttu brautina svo lítið bæri á. Það var komið að kveðjustund og hún læðist ofan í skúffuna sína og rétt- ir mér hring. Hring sem Óli hafði valið handa elskunni sinni og gefið. Þennan hring bað hún mig að geyma. Ég vissi á þessari stundu að komið var að leið- arlokum, hún hafði játað sig sigraða. Elsku Ásdís mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sofðu rótt, elskan mín. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) (Höf. ókunnur.) Minningin um góða konu verður ljós í lífi okkar. Þín svilkona, Berglind. Ásdís Einarsdóttir kvaddi langt fyrir aldur fram eftir þrautseiga bar- áttu við krabbamein. Það er erfitt að sætta sig við þá ráðstöfun örlaganna. Hún er harmdauði þeim sem hana þekktu. Ásdís var elsta barnabarn afa okkar og ömmu. Í hópnum voru aðeins fimm stúlkur og með foreldrum sínum á Læk var Ásdís ein af meginstoðunum sem mynduðu traustan garð frænd- fólks og nágranna í bernsku okkar. Hárprúð, fráneyg og skjót til svara var fyrsta barnabarnið Ásdís öllum til gleði. Við deildum svipuðum kjörum í sveitinni um miðbik síðustu aldar og unnum öll venjuleg sveitastörf. Ásdís var bæði dugleg og verkhög eins og foreldrar hennar. Hún hleypti snemma heimdraganum því skólar fyrir unglinga voru ekki á hverju strái í dreifbýlinu. Fyrr en varði kom þessi unga frænka okkar til baka í sveitina sem ráðsettur kennari. Við yngri systurnar vorum svo lánsamar að vera nemendur hennar í grunnskóla. Hún var skemmtilegur kennari, ákveðin og úrræðagóð. Ásdís var kennari á heimaslóðum þegar hún eignaðist frumburðinn Einar Örn með fyrri eiginmanni sín- um, Eiði Arnarsyni. En leiðir hennar lágu víðar, hún kenndi ótal nemend- um í skólum á höfuðborgarsvæðinu, síðast sem sérkennari. Ásdísi var örugglega treystandi fyrir nemend- um sem áttu í erfiðleikum. Ásdísi voru lögð mörg erfið verk- efni í hendur. Hún flutti með seinni eiginmanni sínum, Ólafi Einarssyni, til Malaví, en þar starfaði hann við þróunaraðstoð. Þá var þeim fæddur yngri sonur Ásdísar, Vilhjálmur. Gamansamir útvarpspistlar henn- ar frá Afríku voru dæmigerðir fyrir hennar hátt að takast á við framandi og torveldar aðstæður. Ásdís var lengst af ekkja með syni tvo meðan hún glímdi við erfiðan sjúkdóm. Æðruleysi hennar og hetju- skapur í því stríði var undraverður. Hún flutti erindi og veitti viðtöl um baráttuna við krabbameinið og var þá, eins og ávallt, skarpur gagnrýn- andi og leiðbeinandi. Ásdís var vinmörg enda persónu- leiki sem sópaði að. Skelegg og glað- lynd, minnug og greind. Hún sagði sérstaklega skemmtilega frá og hafði eyra fyrir því skrýtna og spaugilega í fari fólks. Þrátt fyrir afgerandi skoð- anir á mönnum og málefnum var um- burðarlyndið og umhyggjan ævinlega ofan á og hún gætti þess að tala vel um alla. Síðustu dagana vissi hún að hverju stefndi. Það aftraði henni ekki frá því að stunda hannyrðir og útsaumurinn fylgdi með á sjúkrabeðinn. Listfengi og handverksvit var henni í blóð borið og sama hvar hún bar niður: í textílum, gleri, leir, mósaík. Ekki fór á milli mála að hún naut þess að skapa og gefa. Verka hennar njótum við áfram. Nú heyrum við ekki oftar hlátra- sköll Ásdísar, hún lagði frá sér þráð- inn, en við sem eftir sitjum virðum fyrir okkur sporin. Við systur í Mela- leiti kveðjum frænku okkar Ásdísi á Læk með þökk fyrir samfylgdina og vottum Villu, Einari Erni og Vilhjálmi okkar dýpstu samúð. Minningin um Ásdísi er dýrmætur arfur. Systurnar í Melaleiti, Solveig, Salvör, Áslaug og Védís Jónsdætur. Mannlífið er margvíslegt og sam- ferðamenn okkar eru hver með sínu sniði. Hún Ásdís vinkona mín var ein- hver sú stórbrotnasta persóna sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og þetta er svo sannarlega sagt í jákvæðri merk- ingu. Valkyrja er líklega rétta orðið. Við kynntumst á Álftanesinu, við fuglasöng og sjávarilm og þar upp- hófst áralöng vinátta. Hún Ásdís vakti athygli hvar sem hún fór fyrir glæsileik, greind og skel- egga framkomu. Hún var einstaklega vel máli farin hvort heldur sem það birtist í töluðu eða rituðu máli. Það sópaði af henni. Og undir því sem stundum virtist hrjúft yfirborð sló hlýtt hjarta og sterk samúð með öll- um sem minna máttu sín. Að hugsa til hennar Ásdísar kallar fram fjölda minninga. Skemmtilegar uppákomur á Álftanesinu t.d. í tengslum við kven- félagið þar, sem var ekkert venjulegt kvenfélag á þeim árum. Við fórum í hjólreiðatúra, stúderuðum garðyrkju og mannlífið. Ég held samt að bestu stundirnar okkar í gegnum tíðina hafi verið yfir tebolla, helst með einhverju framandi tei, þar sem mál voru kruf- in, frá hinum smæstu yfir í eilífðar- málin. Ekkert var það málefni sem við höfðum ekki skoðun á, stundum sömu og stundum öndverða. Eftir að við báðar fluttum af Álfta- nesinu urðu samverustundirnar færri, en ýmislegt var samt brallað. Vil ég t.d. nefna það þegar við, tvær miðaldra konur, hættum okkur fullnærri sinu- eldi á Mýrum. Ókum reyndar inn í eld- inn, vildum ekki missa af neinni upp- lifun. Varð þessi ferð okkar tilefni sérstakrar viðvörunar í fréttum þann daginn. Ég átti góða samverustund með Ásdísi nokkrum dögum fyrir and- látið. Þá var líkamlegur kraftur á þrot- um en stórbrotinn persónuleikinn var sá sami. Elsku Ásdís mín. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig að vini. Það hefur auðgað mitt líf og gefið því aukið gildi. Lífið þitt var ekki alltaf dans á rós- um, en kannski einmitt þess vegna kunnir þú að meta það og litróf þess. Elsku strákarnir mínir, Einar Örn og Vilhjálmur, missir ykkar er mikill. Megi minningin um ykkar stórkost- legu mömmu vera ykkur leiðarljós. Ég sendi einnig Vilborgu móður Ás- dísar, sem nú horfir á eftir einkadótt- ur sinni, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sesselja Hauksdóttir. Ásdís Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.