Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20. Danshljómsveitin Klassík leikur. Árshátíð félagsins verður haldin í húsi Ferðafélagsins Mörkinni 6, föstu- daginn 14. nóvember kl. 19.30. Hátíð- arræða, fjölbreytt skemmtiatriði, happ- drætti og dans. Upplýsingar og skráning á skrifstofu félagsins í síma 588-2111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá, meðal ann- ars opnar vinnustofur, spilasalur, létt ganga um nágrennið og fleira. Mánu- daginn 10. nóvember kl. 13.30 kemur Gunnar Eyjólfsson í heimsókn og fjallar meðal annars um ,,Hart í bak“ í Þjóð- leikhúsinu. Uppl. um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist mánudag kl. 13, stund í kirkj- unni miðvikudag kl. 11, súpa í hádeginu, brids kl. 13, bridsaðstoð fyrir dömur föstudag kl. 13. Hæðargarður 31 | Bókmenntahópur kl. 20 þriðjudaginn 11. nóvember. Skáld kvöldsins: Guðbergur Bergsson. Dag- skrá ljóðahóps undir stjórn Soffíu Jak- obsdóttur leikara föstudaginn 14. nóv- ember kl. 16. Ástarljóð til Ragnhildar eftir Pál Ólafsson skáld. Skapandi skrif á morgun, mánudag kl. 16. Upplýsingar í síma 411-2790. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga frá Eg- ilshöll er alla mánudaga kl. 10. Búta- saumur er annan hvern mánudag á Korpúlfsstöðum kl. 13-16. Vesturgata 7 | Jólafagnaður verður föstudaginn 5. desember. Veislustjóri verður Örn Árnason leikari. Nánar aug- lýst síðar. Skráning og upplýsingar í síma 535-2740. Þórðarsveigur 3 | Lionsklúbburinn Úlf- ar býður öllum 60 ára og eldri í vöfflur og súkkulaði í salnum. Skafti Ólafsson tekur lagið og Guðmundur Samúelsson spilar á harmonikku ásamt nemendum. Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan „HVAR? HVENÆR? AF HVERJU? HVERNIG?“ ÞETTA ERU SPURNINGAR SEM ALLAR LÖGGUR VERÐA AÐ SVARA HVAÐ? NEI! „HVAR? HVENÆR? AF HVERJU? HVERNIG?“ MÁLAÐEFTIRNÚMERUMFYRIRBYRJENDUR ÚPS! SKJÓTUM EFTIR FIMM SKREF EINKALEYFIS- SKRIFSTOFA ÉG VIL FÁ EINKALEYFI FYRIR ÞESSUM MEGRUNARKÚR Velvakandi SVO virðist sem báturinn sigli á landi þar sem hann situr á milli sandhól- anna á myndinni með fjörugrjótið í baksýn. Morgunblaðið/ RAX Bátur í fjöru Endilega sparaðu peninginn, Ingi- björg Sólrún! MIG langaði til að lýsa ánægju minni með yfirlýsingu Ingi- bjargar Sólrúnar um að spara þær 50 millj- ónir, sem eiga að fara í uppihald breska hersins hér í desem- ber, og hvet hana ein- dregið til þess. Endi- lega sparaðu peninginn, Ingibjörg Sólrún! Íslenska þjóð- in treystir ekki bresk- um dátum til að verja sig eða landið á neinn hátt, meðan við erum höfð á þessum lista yfir hryðjuverkamenn, og sendum Bretum þau skilaboð, að þeim sé ekki leyfilegt að fara eins og þeim sýnist með okkur Íslendinga. Enga breska dáta hingað til lands, takk, á meðan ástandið er eins og það er milli landanna! Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Sigmundar saknað MIG langar að lýsa óánægju minni með það að Sigmund skuli vera hættur hjá Morgunblaðinu. Að mínu mati er hann langbesti og skemmtilegasti teiknari blaðanna og því miður á maður sennilega ekki eftir að sjá hann í öðru blaði, þar sem öll blöðin eru nú líklegast undir sama hattinum. Kristín. Vítaverð framkoma veitingamanns ÞAÐ er sérkennileg ófyrirleitni og ósvífni einstakra manna sem birtist okkur í þjóðfélaginu um þessar mundir. Ég get ekki orða bundist yfir litlu dæmi: Að kvöldi föstudags 17. október sl. fór móð- ursystir mín, sem á 2 ár í áttrætt, á veitingastaðinn Núðluhúsið í Kjörgarði. Þegar kom að heimferð mætti hún veitingamanninum, eig- andanum, í stiganum að aðal- útgangi. Þar kom hún að nýlæst- um dyrum. Hún fór því upp aftur en dyrnar að veitingasalnum reyndust harðlæstar líka. Það rann upp fyrir henni að hún var læst inni í stigaganginum. Hún bankaði á dyrnar til að fá hjálp. Að- komumaður hleypti henni inn og sagði að hún yrði að fara út af svölunum. Þar reynd- ist vera hringstigi sem endaði í lokuðu járngrindarhliði. Nið- ur hringstigann komst hún en hrasaði neðst í stiganum og skadd- aðist á báðum hnjám. Járnhliðið reyndist svo stirt að hún varð að fá aðstoð vegfar- anda við að opna það. Þessi heið- virða aldraða frænka mín er ekki kona sem standa vill í málaferlum þótt slösuð sé. En ég held að flest- um hljóti að finnast þessi fram- koma veitingamanns Núðluhússins vítaverð. Einar Jóhannesson. Hálsmen tapaðist GULLHÁLSMEN tapaðist á Skólavörðustígnum að kvöldi 4. nóv. sl. Þetta er hringlótt plata og á því stendur Olga. Ef einhver tel- ur sig hafa fundið það er hann vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 690-2581. Ánægður hlustandi MIG langar að koma á framfæri þakklæti til RÚV, okkar gömlu góðu Gufu eða Rásar eitt. Það er bæði skemmtilegt, fróðlegt og sér- lega hollt fyrir sálina að hlusta á alla þá góðu þætti sem eru of margir til að telja upp hér. En sérstaklega langar mig að þakka Rannveigu Sigurbjörnsdóttur sem er með orð kvöldsins. En á Bylgj- unni er það Gissur Sigurðsson sem fær mitt þakklæti. Kærar kveðjur. Hlustandi.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.