Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Hann fæddist 16. febrúar 1977. Móðir hans er Þórlaug Ragnarsdóttir. Gissur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Kópavogi 1998 og stundaði síðan nám við Söngskólann í Reykjavík í þrjú ár, hjá Magnúsi Jónssyni. Þá lá leiðin til Ítalíu þar sem hann lærði við Konservatoríið í Bologna og eftir það hefur hann verið nemandi Kristjáns Jóhanns- sonar. Eftir Ítalíudvölina flutti Gissur heim og hefur sungið hér, í Þýzkalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Eiginkona hans er Sigrún D. Flóvenz og eiga þau tveggja ára dóttur, Hildi. Gissur Páll „Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára. Mamma giftist aftur og ég ber mikinn kærleika til beggja minna pabba; Þorvarðs Gunnarssonar og Gissurar. Hvorugur þeirra hefur reynt að ganga yfir hlut hins og ég á mjög gott samband við þá báða. Ég var mikið að sniglast með pabba Gissuri í vinnunni, á DV og seinna útvarpinu og mér fannst það mjög spennandi. Ég var mikill grúskari og komst oft í feitt. Ég bjó í Vestmannaeyjum frá fimm ára til tíu ára aldurs og þá fór ég í nokkurra daga heimsóknir til pabba. Hann bjó þá í Þingholt- unum og við gerðum okkur ým- islegt til gamans. Ég man hvað mér fannst gaman að príla í trján- um í Farsóttargarðinum. Svo fór- um við í bíltúra út í sveit og tókum fólk tali, það fannst mér skemmti- legt. Pabbi var og er sérstakur samtalssnillingur og menn tóku honum opnum örmum. En beztu ferðirnar voru á heimaslóðir hans fyrir austan fjall, þar sem hann sagði mér sögur úr æsku sinni og sýndi mér staði sem honum eru minnisstæðir. Þegar við vorum flutt upp á fastalandið aftur þá var ég dugleg- ur að hjóla og heimsækja hann þegar færi gafst. Gissur er anzi hjartagóður mað- ur. Og hann er bezti starfskraft- urinn í sínum bransa. Hann er náttúrlega rammíslenzkur í hátt- um og hann hefur frábæran fram- burð. Hann er svo eðlilega þjóð- legur. Ég varð mjög vonsvikinn þegar hann var ekki valinn í hlutverk Erlends í kvikmyndinni Mýrinni. Það hefði átt við hann að borða bæði svið og slátur á hvíta tjald- inu. Þar hefði ekki verið nein upp- gerð eða leikur á ferð- inni. Svo er hann mikill áhugamaður um fiskinn og mið- in, einsog áður bar hátt í hans frétta- mennsku. Nú þeg- ar bankarnir eru hrundir, fær hann kannski aftur betra tóm til þess að sinna fiskinum í frétt- unum. Jú, ég hef ábyggilega gælt við þá hugsun að feta í fótspor hans inn á fjölmiðla. Mér fannst frétta- mennskan mjög spennandi starf. En söngurinn varð ofan á. Mér finnst hinsvegar ekki leiðinlegt að segja frá og það hef ég áreið- anlega frá pabba. Hann er mikill sagnamaður og þau systkini öll. Það er mikil frásagnargleði í þeirri fjölskyldu. Nei, hann reyndi ekkert að fá mig ofan af söngnum. En hann er þannig gerður að hann vill fá góð- ar og haldbærar skýringar á öllu og bar oft upp spurningar sem ekki var auðvelt að svara þegar svo ótrygg framtíð sem söngurinn er annars vegar. Hann er svona staðreyndamaður og ég er viss um að hann hef- ur haft áhyggjur af mér framan af . En þær áhyggjur stöfuðu allar af væntumþykju. Hann fylg- ist vel með mér, var til dæmis duglegur að hringja í mig þegar ég bjó á Ítalíu og hann er nokkuð iðinn að mæta og hlusta á mig syngja. Ég er ekki fyrir það að pressa á fólk til að koma og hlusta á mig, en mér finnst notalegt að vita af pabba í salnum af því ég veit að hann kemur af eigin hvöt- um. Og hann er alltaf fús að hjálpa, þegar ég þarf á hon- um að halda. Hann er ekkert að bera lof á menn að ósekju. Þess vegna eru hrósyrði hans þeim mun meira virði. Vinátta og væntumþykja hefur alltaf einkennt samband okkar pabba og við hittumst og heyrumst eftir efnum og ástæðum. Hægt og rólega hafa leiðir okkar legið meira saman eftir að ég varð sýni- legri, en hann hvorki básúnar minn hlut yfir umhverfi sitt né tranar mér fram. Mér finnst það nokkuð smekklegt. Hann pabbi hefur ríka sómatilfinningu. Ég hef aldrei heyrt hann syngja. Ég hugsa að hann fengist ekki til þess, ekki einu sinni í stríðustu að- stæðum. Móðir hans, amma Stef- anía var annáluð söngkona, hún var alltaf raulandi einsog ég. Hún var jarðsett daginn sem við frum- sýndum Oliver Tvist og ég man vel hvað mér fannst leiðinlegt að geta ekki verið við útförina. En ég söng á sviðinu henni til heiðurs.“ Eðlilega þjóðlegur GISSUR PÁLL GISSURARSON Silfurarmband verð 64,900 kr. Ert þú að íhuga að breyta til? -– Ert þú sjálfstætt starfandi eða með lítið fyrirtæki? – Vilt þú komast í snertingu við náttúruna? BÆRINN Í Grundarfirði búa rúmlega 900 manns í samfélagi sem einkenn- ist af samheldni og jákvæðni og í bænum er rólegt og þægilegt andrúmsloft. ÞJÓNUSTAN Þjónusta við íbúa sveit- arfélagsins er góð og hér eru starfræktir öflugir skólar; grunnskóli, leik- skóli, tónlistarskóli og Fjölbrautaskóli Snæfell- inga, www. fsn.is. FJÖLSKYLDAN Hér er mikil áhersla lögð á velferð yngri kynslóða og samheldni fjölskyldunnar. Úrval íbúðarhúsnæðis og bygg- ingarlóða er gott. ATVINNAN Í Grundarfirði og á Snæ- fellsnesi eru fjölbreytt atvinnutækifæri t.d. við sjávarútveg, kennslu, ferðaþjónustu, heil- brigðisstörf, iðnaðar- störf, rannsóknarstörf, og háskólasetur. TÆKIFÆRIN Í Grundarfirði starfa öflug fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins. Í bænum eru spennandi tækifæri fyrir frum- kvöðla. AFÞREYINGIN Fjölmargir afþreyingar- möguleikar eru í Grundarfirði og á Snæ- fellsnesi öllu; golfvellir, mótorkross, skotsvæði, gönguleiðir, veiði, hesta- mennska og margt fleira. Það er gott að vera í Grundarfirði Kannaðu málið á www.grundarfjordur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.