Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i GRENIMELUR - ENDURNÝJUÐ Falleg og mikið endurnýjuð 128,2 fm efri sérhæð ásamt 29.9 fm bílskúr samtals 158,1 fm á þessum eftirsótta stað í Vestur- bænum. Íbúðin skiptist í anddyri, þrjú svefn- herbergi, stofur, borðstofu, eldhús, baðher- bergi og sér þvottahús. Arinn er í stofu. Skipti eru möguleg á minni íbúð í sama hverfi. HÓLAVALLAGATA - SÉRHÆÐ MEÐ AUKAÍBÚÐ 178,9 fm neðri sérhæð auk 21,1 fm bílskúrs, samtals 200 fm. Hæðin skiptist í stórt hol, stórt svefnherbergi með baðherbergi innarf, tvær samliggjandi stofur og eldhús. Lít- il stúdíóíbúð hefur verið stúkuð frá. Í kjallara er íbúðarherbergi með aðgangi að salerni, geymslur og sameiginlegt þvottahús. V. 58 m. 4292 Nánari upplýsingar veitir Hilmar Hafsteinsson, í síma 824 9098. VÍFILSGATA - HEIL HÚSEIGN Um er að ræða heila húseign í Norðurmýri í Reykjavík. Húsið er samtals 231,3 fm og skiptist í tvær 3ja herb. íbúðir. Tvö íbúðar- herbergi með aðgangi að eldhúsi og bað- herbergi eru í kjallara ásamt geymslu og þvottahúsi. V. 39 m. 4209 LÁTRASTRÖND - EINSTÖK STAÐSETNING Um er að ræða fallegt og vel hannað 188,3 fm einbýli á einni hæð teiknað af Birni Ólafs. Húsið stendur efst í götu á 910 fm lóð. Glæsilegt útsýni er til norðurs og stór garður er til suðurs. Sunnan við húsið er opið svæði upp að Valhúsahæð. Mögulegt er að byggja við húsið. Um er að ræða einstaka staðsetningu. V. 69 m. 4287 HLÉGERÐI - EINBÝLI Í KÓPAVOGI Til sölu einstakt íbúðarhús á fallegum útsýnisstað við Hlégerði 37A í Kópavogi. Húsið er teiknað af Jóni Haraldssyni, arkitekt árið 1988 og byggt árið 1989. Húsið er tengt eldra húsi á lóðinni með sólskála. Tvö svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús og sólstofa á að- alhæð og stórt vinnurými og geymslur í kjallara. Á lóðinni er einnig tvöfaldur bílskúr. Skipti möguleg á 2ja-3ja herbergja íbúð. V. 48 m. 3419 Reykjavík Lækjargata - til sölu/leigu Glæsileg 205 fm skrifstofuhæð í nýlegu lyftuhús við Lækjargötuna í Reykjavík. Húsnæðið er á annari hæð og skiptist í 10 vinnustöðvar, fundarsal, snyrtingar og geymslu/tækjarými. Húsnæðið er búið vönduðum tækjum og skrifstofu- búnaði m.a. tölvum, flatskjáum, skrif- borðum og eldhúsbúnaði, kæliskápum og kaffivél. Húsnæðið er með loftræsi- kerfi og kælikerfi. Húsnæðið er laust nú þegar. Staðsetningin er einstök og fallegt útsýni er yfir Lækjargötuna. Stæði í bílageymslu fylgir. 4280 Sími 588 9090 • Síðumúla 21 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali ÍMYNDUM okkur að við séum stödd niðri í bæ í byrjun desembermánaðar – rétt fyrir jól. Það er tiltölulega bjart úti, hægur vindur, skýjað og jörð er blaut eftir rigningar undanfar- inna daga. Við sjáum hvar ungur maður gengur niður Bankastrætið klædd- ur síðum frakka. Í kringum hann er fjöldi fólks á gangi, bæði börn og fullorðnir. Undir venjulegum kringumstæðum myndi hann ekki vekja sérstaka athygli en núna sker hann sig úr þar sem hann gerir frekjulega tilraun til að troða sér fram fyrir fólk. Þvagan færist áfram á eðlilegum gönguhraða en fyrir unga manninn er það ekki nógu hratt. Honum er nóg boðið og nú grípur hann til sinna ráða. Hann lyftir upp tvíhleyptri hagla- byssu sem hann hefur geymt undir frakkanum. Þessu fólki væri nær að hlaupa aðeins hugsar hann með sér. Hann treður skotum í bæði hlaup byssunnar, beinir henni upp í loft og hleypir af. Fólk hleypur frá og forðar sér skelfingu lostið. Þetta bar tilskilinn ár- angur. Einhverjir öskra á hann – eru með óþarfa æsing enda vita þeir líklega ekki að hann ætlar sér alls ekki að meiða fólk eða drepa. Hann er bara að fá þessa „snigla“ til að víkja úr vegi. Hann opnar byssuna aftur, hleður og rykkir henni síðan og sveiflar þannig að hún lokast með stæl. Það vill hins- vegar ekki betur til en svo að bæði skotin springa nánast um leið og byssan lokast. Höglin þeytast fram úr báðum hlaupunum og lenda í fólki sem stendur rétt fyrir framan hann. Karlmaður hnígur niður og lætur lífið samstundis. Sama á sér stað með litla stúlku sem var á gangi með föður sínum og bróður. Hún lætur lífið samstundis. Bróðir hennar lifir en er lamaður fyrir neðan mjöðm. Faðir þeirra er al- varlega slasaður. Ungu skyttunni er vitanlega brugðið. Hann ætlaði alls ekki að drepa nokkurn mann, það var mjög skýrt í huga hans. Sjokkeraður leggur hann frá sér byssuna og bíður þess sem verða vill. Lögregla tekur hann til yfir- heyrslu og í ljós kemur að hann hafði fram að þessu verið staðinn nokkrum sinnum að broti á reglum um meðferð skotvopna. Sum brot- anna töldust alvarleg. Eftir yf- irheyrslu og undirritun skýrslu er honum sleppt lausum og hann fær að halda byssunni og byssuleyfinu þar til dómur verður kveðinn upp. Hann er jú saklaus uns sekt hans er sönnuð. Á þeim 14 mánuðum sem líða þar til kveðinn er upp dómur brýtur ungi maðurinn sam- tals níu sinnum lög um meðferð skotvopna. En hann heldur samt skotvopnaleyfinu áfram, að minnsta kosti fram að dóms- uppkvaðningu. Nú er loks komið að dómi. Þar segir m.a. að ákærði hafi sýnt af sér stórfellt og víta- vert gáleysi með hegðun sinni og valdið dauða og umtalsverðu lík- amstjóni. Í dómsorði segir að ákærði skuli sæta fangelsi í eitt ár. Hann skal sviptur skotvopnaleyfi í 4 ár og greiða sakarkostnað. Hann getur aftur farið á skytterí eftir 4 ár. Finnst einhverjum þetta harð- ur dómur? Mér segir svo hugur að þér þyki þessi dómur furðulega vægur enda er hér um skáldskap að ræða og ímyndun. Mig langar að biðja þig, ágæti lesandi, til að lesa þessa frá- sögn aftur og prófaðu þá að skipta út ákveðnum orðum í frásögninni. Prófaðu að setja orðið „bíll“ inn í stað haglabyssu og í stað skot- vopnaleyfis skal setja orðið „öku- réttindi“. Hvað gerist þá? Jú, sag- an stenst fyllilega samanburð við íslenskan raunveruleika. Hún verð- ur meira að segja sönn ef við setj- um hana í samhengi við atburðarás sem átti sér stað á Þjóðvegi 1 í desember árið 2006 þar sem tveir létu lífið í kjölfar glæfraaksturs. Sagan verður sönn ef skoðaður er sá dómur sem upp var kveðinn í því máli sl. fimmtudag í Hæsta- rétti. Saksóknari sagði í fréttum „að miðað við dómafordæmi þá væri þessi dómur þyngri en það sem verið hefði og það væri ánægjulegt“. En hvernig hefði dómurinn verið ef byssa hefði ver- ið notuð í stað bíls? Fyrir mann- dráp af gáleysi er hægt að dæma mann í 6 ára fangelsi. Svo er það spurning hvenær er um gáleysi að ræða og hvenær ekki. Er það gá- leysi þegar ekið er á ofsahraða við stórhættulegar aðstæður innan um fjölda fólks? Með þessum hugleiðingum er ekki verið að krefjast þess að mönnum sé yfirhöfuð refsað með þyngri og harðari dómum. Það er ósk mín að hlúð sé þannig að saka- mönnum að þeir eigi möguleika á að koma sem betri menn út í sam- félagið á ný. Það er hinsvegar önn- ur umræða. Hér er einfaldlega verið að setja hlutina í samhengi. Hvaða skilaboð er íslenskt réttar- farskerfi að senda út í samfélagið? Hversu alvarlegum augum lítum við þá meðvituðu hegðun sem ítrekað hefur leitt til dauða og ör- kumlunar fólks á vegum landsins? Er búið að sá einhverju illgres- isfræi í hug okkar og getur verið að sáningarmaðurinn sé meðal annarra réttarfarskerfið? Getur til- ræðismaðurinn sem ók á rúmlega 200 km hraða nú í vikunni á Eyr- arbakkavegi huggað sig við það að hann muni sleppa mun betur frá því að bana einhverjum með bíln- um sínum en ef hann bæri t.d. eld að húsi sem í væri fólk? Já – sam- kvæmt þeim dómi sem kveðinn var upp nú í vikunni getur hann það. Manndráp af „gáleysi“? Einar Magnús Magnússon skrifar í tilefni af nýföllnum dómi í Hæstarétti » Þessu fólki væri nær að hlaupa aðeins hugsar hann með sér. Hann treður skotum í bæði hlaup byssunnar, beinir henni upp í loft og hleypir af. Einar Magnús Magnússon Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. STÓR hópur glað- værra stúlkna mætir manni þegar komið er til framhaldsskólans fyrir stúlkur í Propoi í Pókot-héraði, Keníu. Skólaganga þeirra gefur þeim nýja von og tækifæri í sam- félagi sem mótast hef- ur af hugsun og ráðandi stöðu karl- anna um langt skeið. Þær eru þakklátar fyrir tækifæri til náms sem áður var óhugsandi. Hundruð unglinga sækja nú nám í sex fram- haldsskólum sem hafa verið og eru í byggingu fyrir íslenskt fé frá Þró- unarsamvinnustofnun Íslands og velunnurum kristniboðsins. Auk þess hafa tugir þúsunda barna not- ið menntunar í 70 grunnskólum sem byggðir voru með stuðningi frá Íslandi og Noregi. Þetta er að- eins ein hlið margþætts starfs kristniboðsins sem unnið er á veg- um lúthersku kirkjunnar í Keníu og Eþíópíu. Kristniboðsdagur þjóð- kirkjunnar er í dag. Þjóðkirkjan leggur þríhliða áherslu í starfi sínu og vill vera biðj- andi, boðandi og þjón- andi. Það er köllun hennar. Kristniboð er biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja í verki. Sem boðandi er fagn- aðarerindið boðað. Sú ábyrgð nær út fyrir landsteinana og þess vegna stundar kirkjan kristniboð. Starf kristniboðanna hefur alltaf verið borið uppi af fyrirbæn. Kirkj- an er kölluð til að biðja fyrir öllum mönnum, bæði nær og fjær. Karl Sigurbjörnsson biskup segir í bréfi til presta í tilefni kristniboðsdags: „Kristniboðið er málefni kirkjunnar allrar.“ Kærleiksþjónusta hefur ávallt verið hluti af starfi kristni- boðanna. Auk skólastarfs og lestr- arkennslu, hafa þeir unnið ötullega að bættu heilsufari með rekstri spítala og heilsugæslu. Úrbætur í landbúnaði sem miða að sjálf- bærum búskap, trjárækt, vatns- og umhverfisvernd eru einnig mik- ilvægir þættir í þróun samfélag- anna. Kennsla um hreinlæti, bygg- ingu kamra og ofbeldi sem felst í umskurn kvenna er hluti af starf- inu. Kristniboðarnir eru vel und- irbúnir fyrir að starfa í framandi menningarheimi og gera sér far um að kynnast menningu þess fólk sem þeir búa á meðal og læra tungumál þess. Kærleiksþjónusta kristniboða og samstarfskirkna þeirra er öllum veitt án skilyrða s.s. manngrein- arálits, þjóðfélagsstöðu eða trúar. Burðarás kristniboðsstarfsins er öflugt boðunar- og fræðslustarf sem miðar að því að byggja upp og efla innlendar kirkjur undir stjórn heimamanna. Troðfullar kirkjur þar sem söfnuðurinn er virkur í gleðisöng og gleðidansi við trommuslátt og klapp ber vitni um hversu öflugur sá þáttur starfsins er. Íslensk kristni hefur margt að læra af bræðrum og systrum okkar í Afríku. Eftirsóknarvert er fyrir íslenska söfnuði að kynnast og tengjast eldinum í suðri. Hollt er fyrir okkur öll að komast nær fólk- inu sem á sér von og lífsgleði þrátt fyrir viðvarandi efnahagsþreng- ingar. Um það bera sjö íslenskir prestar vitni sem nýlega komu heim úr kynnisferð til safnaðanna í Pókot-héraði. Þótt þokunni hafi ekki létt í efna- hagsmálum hér heima þarf að standa vörð um kristniboðsstarfið. Margir hafa lagt mikið af mörkum til þess á erfiðum tímum á liðinni öld. Stundum var með öllu óvíst að gjaldeyrir fengist til að senda suð- ur á bóginn. En áfram var haldið. Öflugar kirkjur, tugþúsundir sem hafa notið menntunar, víðtæk heilsugæsla, vaxandi sjálfræði og bættur hagur á mörgum sviðum í Kína, Eþíópíu og Keníu er öflugur vitnisburður um að starfið hefur borið ríkulegan ávöxt. Því verki ber að halda áfram. Leggjumst á ár- arnar af enn meiri krafti en áður. Kristinboð – já takk. Kristniboð – já takk Ragnar Gunn- arsson skrifar um margþætt starf kristniboðsins »Kristniboð er biðj- andi, boðandi og þjónandi kirkja í verki. Góður árangur hvetur okkur til enn frekari dáða. Ragnar Gunnarsson Höfundur er formaður nefndar þjóð- kirkjunnar um kristniboð og hjálp- arstarf og framkvæmdastjóri Kristni- boðssambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.