Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Í upphafi liðinnar viku komu fram upplýsingar um að stjórn Kaupþings hefði ákveðið að fella niður allar persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna af lánum sem þeir höfðu fengið til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum. Lánveitingarnar nema samtals um 53 milljörðum króna. Stærstu einstöku skuld- ararnir voru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður hans. Þá vógu lán til ann- arra stjórnenda bankans þungt. Almennir starfs- menn Kaupþings tóku einnig smærri upphæðir að láni til að kaupa sér hluti í bankanum. Ábyrgðir felldar niður á meðan Glitnir féll Stjórn Kaupþings ákvað 25. september að fella niður allar persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna á þessum lánum. Hópur þeirra er með skjal- festa yfirlýsingu frá Hreiðari Má þess efnis. Ákvörðunin var rökstudd af stjórnarmönnum, meðal annars Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, með því að annars myndu starfsmennirnir selja bréfin sín. Það myndi þá leiða til vantrúar mark- aðarins á fyrirtækinu og það færi í þrot. Kaupþing fór í þrot tveimur vikum síðar og Fjármálaeftirlitið (FME) tók yfir bankann í kjölfarið. Sama dag og stjórn Kaupþings samþykkti niðurfellinguna gekk Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórn- arformaður Glitnis, á fund Seðlabankans og óskaði eftir fyrirgreiðslu fyrir bankann þar sem hann gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Sá atburður markaði upphafið að hruni íslenska bankakerf- isins. Kaupréttarsamningarnir verða til Forsaga málsins er sú að á aðalfundi Kaupþings Búnaðarbanka árið 2004 var stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé í bankanum um allt að níu prósent og selja til valinna starfsmanna. Þetta eru hinir svokölluðu kaupréttarsamningar og þeim fylgdi söluréttur. Hann var þess eðlis að hópurinn gat ekki tapað á hlutunum. Rúmu ári síðar var hins vegar ákveðið að afnema söluréttinn þar sem hann hafði neikvæð áhrif á eigið fé bankans. Þess í stað samþykkti stjórn Kaupþings á haustmánuðum ársins 2005 að draga úr persónulegri áhættu starfsmanna af lántökunum sem þeir lögðu út í til að kaupa bréfin. Sú ábyrgð var síðan felld niður að fullu 25. september. Stjórnendur leyfðu breytingar á lánunum Á þeim tíma sem starfmönnum Kaupþings var færður kaupréttur máttu innherjar í fjármálafyr- irtækjum ekki stofna einkahlutafélög í kringum slíkar eignir. Þeim reglum var breytt fyrir um tveimur árum. Komið hefur fram í fjölmiðlum að undanförnu að nokkrir starfsmanna Kaupþings hafi fært eignarhluti sína inn í slík félög og með því takmarkað mjög persónulega ábyrgð sína. Flestir starfsmannanna voru þó enn með hlutina á eigin nafni. Til að flytja slíkar lánveitingar inn í félag þarf að framkvæma skilmálabreytingu á upp- haflega láninu og stjórnandi í bankanum þarf að heimila þá breytingar. Því var framkvæmdastjórn Gamla Kaupþings fullkunnugt um þessar til- færslur og lagði blessun sína yfir þær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur nú yfir athug- un innan bankans á því hvernig að þeim var staðið og hvaða stjórnendur heimiluðu þær. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, sendi síðan frá sér yfirlýsingu þess efnis á fimmtu- dag að hópur stjórnenda hafi afhent stjórn bank- ans tillögu til úrlausnar fyrir hönd starfsmanna bankans hinn 22. október. Það var óskað eftir sam- þykki stjórnar fyrir því að leita samninga við starfsmenn um greiðslu á lánunum líkt og gert er með alla aðra viðskiptavini sem geta ekki staðið í skilum. Tillagan var lögð fram sama dag og til- kynnt var um stofnun Nýja Kaupþings um inn- lenda starfsemi bankans. Í ákvörðun FME um stofnun hins nýja banka kemur fram að lán á borð við þau sem starfsmennirnir fengu flyttust yfir í nýja bankann en yrðu ekki eftir í þeim gamla, þrettán dögum eftir að FME tók yfir Kaupþing. Niðurstaða liggur ekki fyrir Lánveitingarnar komu í ljós þegar skilanefnd Kaupþings fór að rýna í efnahagsreikning bankans til að skilja innlendu starfsemina frá þeirri al- þjóðlegu. Heimildir Morgunblaðsins herma að samstundis hafi verið farið að reyna að fá einhvern til að taka ákvörðun um það hvernig yrði tekið á þessu máli. Það var haft samband við FME, fjár- málaráðuneytið og Ríkisendurskoðun en ekkert þessara embætta vildi taka ábyrgð á því. Málið endaði því hjá nýju stjórn Kaupþings banka sem hefur leitað til utanaðkomandi lögmanns til að fara yfir hvað sé hægt að gera. Niðurstaða hans liggur enn ekki fyrir. FME hefur einnig verið að skoða þessar aðgerðir fyrrverandi stjórnar og stjórn- enda upp á síðkastið. Þá hefur Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá rík- islögreglustjóra, sagt að stjórnendur Kaupþings hafi hugsanlega framið skilasvik með því að gefa eftir ábyrgðir upp á tugi milljarða króna. Slík brot geta varðað allt að sex ára fangelsi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lánveitingar án ábyrgðar  Stjórn Gamla Kaupþings samþykkti að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna af lánum til hlutabréfakaupa  Lánveitingarnar námu alls 53 milljörðum króna Án ábyrgðar Hreiðar Már Sig- urðsson og Sigurður Einarsson koma af fundi í stjórnarráðinu snemma í október. Viku áður voru ábyrgðirnar felldar niður. 27. mars 2004 Aðalfundur Kaup- þings Búnaðarbanka er haldinn á Hótel Nordica. Þar er stjórn félags- ins veitt heimild til að hækka hlutafé um allt að níu prósent og selja til valinna starfsmanna. Sölu- skilmálarnir voru samkvæmt „sér- stökum samningum sem stjórn fé- lagins eða forstjóri gerir við hlutaðeigandi starfsmenn,“ eða með svokölluðum kaupréttarsamn- ingum. 29. júlí-6. ágúst 2004 Forgangsrétt- arútboð á hlutabréfum fer fram. Fjölmargir stjórnarmenn, stjórn- endur og lykilstarfsmenn kaupa bréf og öðlast kauprétt á frekari kaupum. Haust 2005 Ákveðið að afnema sölurétt á bréfum starfsmanna. Stjórn Kaupþings samþykkir í stað- inn að gera sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr persónulegri áhættu starfsmanna á lántökum vegna hlutabréfakaupa í bankanum. 25. september 2008 Stjórn Kaup- þings samþykkir að afnema per- sónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna á lánum sem þeir fengu til að kaupa hlutabréf í bankanum. Heild- arupphæð lánanna var 53 milljarðar króna. Sama dag gengur stjórn- arformaður Glitnis á fund Seðla- bankans og óskar eftir fyrirgreiðslu svo að bankinn fari ekki í þrot. Sú aðgerð markaði upphafið að hruni íslenska bankakerfisins. 9. október 2008 Fjármálaeftirlitið tekur yfir Kaupþing á grundvelli neyðarlaganna. 22. október 2008 Tilkynnt um stofnun Nýja Kaupþings um inn- lenda starfsemi gamla bankans. Sama dag óskar hópur stjórnenda í bankanum eftir því við stjórn Nýja Kaupþings að samið verði um skuld- ir starfsmanna. Ákvörðunin frá 25. september myndi þá falla niður. 3. nóvember 2008 Morgunblaðið skýrir frá því að hópur stjórnenda og lykilstarfsmanna sé með yfirlýs- ingu, undirritaða af Hreiðari Má Sig- urðssyni, í höndunum um að þeir þurfi ekki að ganga persónulega í ábyrgð fyrir lánum sem þeir fengu hjá bankanum. Atburðarásin „Ég finn fyrir því alls staðar að það kraumar mikil reiði í fólki vegna þeirrar spillingar sem er enn frekar að koma í ljós með þessu ofan á það sem menn sáu fyrir. Mér finnst þetta algjör óhæfa. Besta niðurstaðan væri sú að þessar aðgerðir yrðu látnar ganga alfarið til baka og þessir menn látn- ir bera ábyrgð á sínum skuldbind- ingum eins og aðrir. Það gengur ekki að sumir komist upp með það með klækjum að losna undan ábyrgð sem við hin þurfum að axla. Við búum í lýðræðisríki þar sem sömu umferðarreglur eiga að gilda fyrir alla, ekki einungis fáa útvalda. Ábyrgð stjórnarmanna Ábyrgð þeirra manna sem sátu í stjórn Kaupþings og tóku þessa ákvörðun er mikil og með henni fóru þeir langt út fyrir öll siðferðismörk. Mér fyndist eðlilegt að þessir menn, sama hvað þeir heita, fengju að gjalda fyrir þennan gjörning. Ég gef ekkert fyrir þeirra eftiráskýringar um að þetta hafi verið skárri leið en hin. Þarna tala menn sem eru í vondum málum og reyna að bjarga sér og það er ekkert annað en yf- irklór. Kaupréttarsamningar Þetta er stóridómur yfir því sem viðgengst í íslensku bönkunum. Hlut- um eins og kaupréttarsamningum. Með þeim voru menn að búa til platstöðu á markaðinum vegna þess að það voru engir peningar á bak við þessi bréf. Á það hafa margir bent. Síðan hafa þeir einstaklingar sem starfa í bankakerfinu aðgang að upp- lýsingum sem við höfum ekki. Margir þeirra sem gátu selt á réttum tíma höfðu enda gífurlega mikla peninga upp úr þessu en hinir sitja kannski eftir með sárt ennið. Fyrir mér er þetta ekkert annað en fjárhættuspil sem var spilað þarna innan bank- anna. Eftirlit með svona viðskiptum Við höfum verið með Fjármálaeft- irlit sem átti að fylgjast með fram- vindu þessara mála á Íslandi. Ég vil meina að það hafi gjörsamlega brugðist og þess vegna kemur það sérstaklega á óvart að þessu eft- irliti skuli vera falið að yfirtaka og sjá um bankana eftir að allt fór í þrot.“ Innan bankanna var verið að spila fjárhættuspil SKOÐUN Aðalsteinn Baldursson Aðalsteinn Baldursson er formaður Framsýnar, stéttarfélags Þing- eyinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.