Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 36
EIMREIÐIN hörmuleg. Samt, uin morguninn sagðir þú mér að þvo nú and- litið úr ísköldu vatni og taka fram öll kremin mín og fegrunar- áhöldin, fara svo í vinnuna eins og ekkert væri, og það tókst. Reyndar þurftirðu að hugga mig og stappa í mig stálinu að minnsta kosti hálfsmánaðartíma, en þá fór allt að lagast. Eng- inn hafði svo sem farizt, hvorki heimurinn né ég! Ég sýndi þér marga nýja kjóla, nýjar hárgreiðslur og trúði þér fyrir litlu elskulegu ævintýrunum mínum. Þú skildir mig alltaf. — Giftingardaginn minn munum við áreiðanlega bæði. Hvíta kjólinn, hvíta síða slörið, blómvöndinn og manninn sem stóð við hliðina á mér. Við brostum öll, ljómuðum, hann, ég og þú, vinur minn. En hvað við vorum hamingjusöm, öll þrjú! Svo kom ég til þín ot't og sýndi þér hvað ég var búin að fá stóran maga! Þá var ég að híða eftir stelpunni sem dansaði ballett innan í mér. Ég tékk stóra hrúna bletti í andlitið, og ég var lireint ekki lagleg mánuðina þá! En þú sagðir: Víst ertu falleg, og á eftir verðurðu ennþá fal- legri. Það var nú elskulegt af þér að segja þetta. Já, ég er búin að sýna þér og segja margt. sem enginn annar veit. Balletdansmærin mín reyndist vera snaggaralegur strákur og ég var stolt af honum. Sýndi þér hann oft og þú hrósaðir lion- um ævinlega. Enda átti hann það sannarlega skilið. Einnig börnin þrjú, sem á eftir komu. Ætti ég kannski að hætta hérna og ekki rifja upp fleira. Nei, ég ætla að segja þér allt, mér finnst það betra. Ég kvnnt- ist listmálara, þá var ég orðin þrjátíu og fimm ára og þóttist svo sannarlega vera orðin fullorðin, enda sáum við bæði, þú og ég að örsmáar hrukkur voru að fæðast kringum augun og á enninu. Og ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að halda hárinu ljósgulu. Hvað um það. Listmálarinn var svolítið hrifinn af mér samt og ég af honum. Hann hafði heitt blóð og leiftrandi augu. Tal- aði um margt, sem mér var nýstárlegt. Og hann elskaði svo fallega Ég sagði þér einum frá því. Ég mátti til. Ég hélt ég væri sek. En þá sagðir þú: Nei, þú ert ekki sek, þú elskar, finnst þér það ekki gott? En láttu engan, engan vita neitt. Þér einum sagði ég allt, þetta stutta sólarsumar. Og hjá þér grét ég svolítið þegar hann fór til annars lands. — Á ég að tala um þetta broslega þegar ég var fjörutíu og níu ára? Þegar ég keypti litskrúðugu kjólana, augnskuggana fjólu- bláu og eldrauða varalitinn og vildi alltaf vera á dansleikjum, málverkasýningum, kaffihúsum. Og beið guðslanga dagana 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.