Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 54
EIMREIÐIN urnar bera vitni um. Alla vega eru sögurnar einmitt megin- heimildirnar, sem við höfum nú um þessa atburði. (Ég alhæfi hér vísvitandi. Það er engin ástæða til að fara út í málaleng- ingar um einstakar sögur og einstaka athurði. Slikt yrði auka- atriði i þessari umræðu). Höfuðmunur á Islendingasögunum og heimildaskáldsögum nútímans kann að vera sá, að heimildir fslendingasagnanna eru fyrst og fremst munnlegar, — munnleg geymd, jafnvel um- mæli, — en heimildir heimildaskáldsagnanna eru fyrst og fremst skráðar. Báðar þessar skáldsagnagerðir nýta sér síðan raunsannan efnivið sinn, heimildirnar, í listrænum tilgangi. Markmið þeirra er að skapa listaverk. En að sama skapi felst í aðferðum þeirra ásett eða ósjálfráð tilraun, ekki aðeins til að umskrá fortíð- ina á meira eða minna sagnfræðilegan liátt, heldur einnig til að skýra hana. Mér virðist svo sem hókmenntir af þessu tagi geti aðeins sprottið upp úr talsvert menntuðum eða þroskuðum samfélög- um. Vísindalegar bókmenntir — hókmenntir, sem þekkja, með- taka og heita fyrir sig aðferðum vísinda samtimans — eru end- urkast almenns andlegs ástands með þjóðinni. fslendingasög- urnar koma þannig flestar upp í aristókratísku menntamanna- samfélagi, þar sem fræðilegar kannanir (á þeirra tíma vísu) á hverju og einu í umhverfinu eru ákaft stundaðar á mennta- setrunum. Og um leið og' þessu tiltölulega þróaða samfélagi hnignar, þá hnignar bókmennlunum að sama skapi. „Hnignar“ er kannski ekki rétta orðið. En a. m. k. afleggst vísindalegur eða fræðilegur metnaður þein-a, hin hlutlægnislega, vísinda- lega fagurfræði „gullaldarhókmenntanna" hverfur smám sam- an, unz hún víkur alveg fyrir gróteskum, slórskornum kynja- sagnabókmenntum, sem verða megin útrásin fyrir skapandi hugmyndaflug þjóðarinnar í margar aldir. (Ég læt kirkjubók- menntirnar liggja á milli hluta). Á svipaðan hátt koma realisminn og natúralisminn til sög- unnar á siðuslu öld. Þetta eru skáldskaparform, sem einnig eiga sér hávísindalega fagurfræði. Það er engin tilviljun, að þau verða til á tímabili og landssva^ði, þar sem vísindi og tækni nú- tímans — ásamt því útþanda iðnaðar- og borgarsamfélagi, sem varð afleiðing þeirra — á sér upptök og tók það hrikalega stangarstökk, sem enn sér ekki fyrir endann á. Realisminn og natúralisminn voru tvö stig á sama ferli, tvenn viðhrögð skálda við raunveruleika á villigötum. Þessi viðbrögð reyndu á skyldan hátt að draga fram ruglinginn í þessu sam- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.