Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 26
EIMREIÐIN 3. GOÐSÖGNIN UM HINN ÞINGRÆÐISLEGA B YLTING ARMANN Hér komum við að þi’ngamíðjunni í stefnu og eðli Allendes, sem öll önnur rök munu snúast um, þegar að reikningsskilum keniur. Var hann ósvikinn þingræðissinni? Var hann sannur byltingarmaður? Var hann — hefði hann nokkru sinni gelað verið — hvort tveggja? Sjálfur lét Allende aldrei neitt hik eða efasemdir í ljós. Hann endurtók hvað eftir annað, að hann væri byltingarmaður og Marxisti, og að hann hefði i hyggju að koma á að minnsta kosti frumskilyrðum þess, sem hann sagði Régis Debray, að yrði ,,al- ger, vísindalegur, marxískur sósíalismi“. Hann endurtók það jafnoft, að hann hefði þá trú, að honum mætti takast þetta með þingræðislegum aðferðum, með kjörseðlinum og öllu, sem það táknaði. Enda átti það að vera hin greinilega „leið Chiles til sósíalismans“, sem svo margir ulan Chile hundu svo miklar von- ir við. Það þarf enga skynsemi eftir á til að sjá, að hæði kenningar og framkvæmd þeirra var maðksmogin af mótsögnum. Bylt- ingar kvikna af eða orsaka stéttabaráttu, — staðreynd í hinu pólitíska lífi, sem Allende viðurkenndi í hvert sinn, sem hann talaði um að „hylta“ þvi, sem hann kallaði hið „borgaralega“ riki. En lýðræðisleg stjórnarskrá hvílir á samstöðu, — grund- vallarviðurkenningu þeirrar staðreyndar, að ríkið sé fulltrúi fyrir meira en einstaka stéttarhagsmuni. Hið síðartalda leyfir umbætur, en hið fyrrnefnda aftekur þær, og það er engin leið að sætta ])essi tvö sjónarmið. Allir hinir raunverulegu erfiðleikar Allendes stöfuðu af þess- um einfalda mun. Ef þingræðisást hans var tekin alvarlega, þá táknaði hún, að áætlanir lians gátu aðeins náð frani að ganga, ef meirihluti greiddi þeim atkvæði. En þar seni hann hafði að- eins verið kjörinn með þriðjungi atkvæða og mikill meirihluli þjóðþingsins var á móti honum, hafði liann livorki lýðræðis- legt né stjórnarfarslegt afl til að framkvæma byltingu sina. Hann hefði líklega aldrei getað hafizt handa i landi, þar sem lýðræðið grundvallaðist fremur á valdi þings en forseta. Ef honum átti að lakast á sex ára kjörtímahili sínu að opna dyrnar fyrir hyltingunni. — þótt hann gerði hana ekki að al- gerri staðreynd, — varð hann að breyta minnihluta sínum i meirihluta. En hvernig álti hann að fara að því? Ef orð voru að einhverju hafandi, táknuðu ummæli Allendes, að hann ætl- aði að setja Chile nýja stjórnarskrú, — fella úr gildi þá, sem gilti og unnl var að breyta til batnaðar, en setja í staðinn marx-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.