Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 26
EIMREIÐIN 3. GOÐSÖGNIN UM HINN ÞINGRÆÐISLEGA B YLTING ARMANN Hér komum við að þi’ngamíðjunni í stefnu og eðli Allendes, sem öll önnur rök munu snúast um, þegar að reikningsskilum keniur. Var hann ósvikinn þingræðissinni? Var hann sannur byltingarmaður? Var hann — hefði hann nokkru sinni gelað verið — hvort tveggja? Sjálfur lét Allende aldrei neitt hik eða efasemdir í ljós. Hann endurtók hvað eftir annað, að hann væri byltingarmaður og Marxisti, og að hann hefði i hyggju að koma á að minnsta kosti frumskilyrðum þess, sem hann sagði Régis Debray, að yrði ,,al- ger, vísindalegur, marxískur sósíalismi“. Hann endurtók það jafnoft, að hann hefði þá trú, að honum mætti takast þetta með þingræðislegum aðferðum, með kjörseðlinum og öllu, sem það táknaði. Enda átti það að vera hin greinilega „leið Chiles til sósíalismans“, sem svo margir ulan Chile hundu svo miklar von- ir við. Það þarf enga skynsemi eftir á til að sjá, að hæði kenningar og framkvæmd þeirra var maðksmogin af mótsögnum. Bylt- ingar kvikna af eða orsaka stéttabaráttu, — staðreynd í hinu pólitíska lífi, sem Allende viðurkenndi í hvert sinn, sem hann talaði um að „hylta“ þvi, sem hann kallaði hið „borgaralega“ riki. En lýðræðisleg stjórnarskrá hvílir á samstöðu, — grund- vallarviðurkenningu þeirrar staðreyndar, að ríkið sé fulltrúi fyrir meira en einstaka stéttarhagsmuni. Hið síðartalda leyfir umbætur, en hið fyrrnefnda aftekur þær, og það er engin leið að sætta ])essi tvö sjónarmið. Allir hinir raunverulegu erfiðleikar Allendes stöfuðu af þess- um einfalda mun. Ef þingræðisást hans var tekin alvarlega, þá táknaði hún, að áætlanir lians gátu aðeins náð frani að ganga, ef meirihluti greiddi þeim atkvæði. En þar seni hann hafði að- eins verið kjörinn með þriðjungi atkvæða og mikill meirihluli þjóðþingsins var á móti honum, hafði liann livorki lýðræðis- legt né stjórnarfarslegt afl til að framkvæma byltingu sina. Hann hefði líklega aldrei getað hafizt handa i landi, þar sem lýðræðið grundvallaðist fremur á valdi þings en forseta. Ef honum átti að lakast á sex ára kjörtímahili sínu að opna dyrnar fyrir hyltingunni. — þótt hann gerði hana ekki að al- gerri staðreynd, — varð hann að breyta minnihluta sínum i meirihluta. En hvernig álti hann að fara að því? Ef orð voru að einhverju hafandi, táknuðu ummæli Allendes, að hann ætl- aði að setja Chile nýja stjórnarskrú, — fella úr gildi þá, sem gilti og unnl var að breyta til batnaðar, en setja í staðinn marx-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.