Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 82

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 82
EIMREIÐIN þeirri almennu forsendu, sem gera bollaleggingar af þessu tæi óþarfar. Forsendan er sú, að hið rétta þjóðfélag er lífræn vera, ekki bara hliðstæða slíkrar veru, heldur lifandi smíð, sem á sér löngun og uppfyllingu, eðlisboð og ástríður, vitsmuni og skynsemi. Á sama hátt og einstaklingur, sem hefur tekizt að koma á jafnvægi milli þessara þátta í eðli sínu, er heilbrigður, getur samfélag lifað eðlilega og frjálslega án glæpasýki. Glæp- ir eru sjúkdómseinkenni félagslegs óheilhrigðis, fátæktar, ójafnréttis og hafta á andlegum þroska.5 Þjóðfélag, sein losar sig við þessa sjúkdóma, losar sig jafnframt við glæpi. Ef þér lítið á þetta sem grundvallarsannleik, en ekki aðeins sem imyndun eða duttlunga, getið þér orðið stjórnleysingi. Og ef þér trúið þessu, hljótið þér að verða það. Hinn kosturinn er að vera niðurrifssinni eða hlynntur valdbeitingu — maður, sem hefur svo litla trú á skipan náttúrunnar, að hann hyggst reyna að þvinga heiminn inn í kerfi, sem hann ætlar sjálfur að húa til. V. Ég hef lítið fjallað um sjálft skipulagið í stjórnleysissamfé- lagi, m. a. af þvi að ég hef engu við það að bæta, sem Kropot- kin hefur þegar sagt og samtíma syndíkalistar eins og Du- breuil.0 Auk þess tel ég', að stjórnskipun eigi aldrei að ákveða fyrirfram. Það sem mestu skiptir er að setja fram undirstöðu- lögmálin, lögmál jafnaðar, einstaklingsfrelsis og sjálfstjórnar fyrirtækjanna. Þjóðfélagið stefnir síðan að framkvæmd þeirra á grundvelli þeirra þarfa og aðstæðna, sem ráða á hverjum stað. Ef til vill verður óhjákvæmilegt að gripa til byltingar- aðgerða. En þá vil ég i þessu samhandi minna á þann greinar- mun, sem Max Stirner gerði á byltingu og uppreisn. Bylting „felur i sér snöggar breytingar á valdakerfinu, umturnun ríkj- andi áslands í ríki eða þjóðfélagi og er þess vegna pólitísk eða félagsleg athöfn“. Uppreisn „leiðir óhjákvæmilega til ákveð- inna umskipta, en það eru ekki þau, sem eru kveikjan, heldur óánægja mannsins með sjálfan sig. Hún er ekki vopnaður sam- hlástur gegn yfirvöldunum, heldur hreyfing, andspyrnuhreyf- ing meðal fólksins, án tillits til þeirrar skipunar, sem hún kem- ur á“.7 Stirner gerði skarpari greinarmun á þessum tveim hug- tökum, en aðalatriðið er, að milli hreyfingar, sem stefnir að því að skipta um valdastofnanir, eins og lýsir sér í hugmynd- um horgaralegra sósíalista (Fabian sósíalismi) um byltingu, og hreyfingar, sem stefnir að því að losa sig við þessar stofnanir, er mikið djúp staðfest. Uppreisn beinist þess vegna að ríkinu sem slíku, og haráttuaðferðirnar munu miðast við það. Auðvit- 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.