Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 71
EIMREIÐIN landhelgismálinu og öðrum málum, virtist nú skyndilega lítils virði á móti því að krefjast 50 mílna strax. Fyrri stjórnarherrar fengu að heyra, að i 13 ár (var ekki talan einkennandi fyrir slíkt fólk?) hefðu þeir setið á svikráðum við þjóðina og vís- vitandi samið helgustu hagsmunamálin af henni af tómum undirlægjuhætti og óþokkaskap. Nú voru góð ráð dýr. Yfirboð höfðu dugað einum og því þá ekki öðrum? Góð veiðisvæði voru rétt utan 50 milna. Nú voru boðnar 70 mílur. En stjórnin hafði trompin á hendi; 50 mílur og harðar aðgerðir skyldu það vera, og fólkið fylkti sér á bak við svo stefnufasta menn —- stjórnarandstaðan jafnt sem aðrir. Þorskastrið II bvrjaði. Allir gátu nú séð, hvað vestrið var vont og að ekki var allt „pravda“, sem BBG sagði. Þjóðernisvitund- in var tekin í þágu stórpólitíkurinnar. Forsætisráðherra boð- aði stjórnmálaslit, og Cerebos-salt og Tate and Lyle-sykur hvarf af borðum allra sannra íslendinga. Allt virtist nú komið í óefni, en þá venti forsætisráðherra skyndilega kvæði sinu í kross og samdi við Breta nokkuð í takt við stjórnarandstöðu og fyrri stjórn, enda var nú tekið mið af væntanlegri hafréttarráðstefnu. Mátti nú ætla, að stjórn- arandstaðan fengi uppreisn æru eins og alloft gerist i austri. Svo göfuglyndir eru menn ekki við andstæðinga hér, en síðan hafa þeir þó að mestu fengið að vera í friði fyrir brigslvrðum í þessum málum. En hefndin kann að vera á næsta leiti. Fullar 200 mílur hafa verið boðnar. Ókunnugir hefðu geta haldið, að þjóðræknis- stjórnin hefði fagnað svo algjörum sinnaskiptum mannanna frá árunum 13, en stjórnin var hin fúlasta; 50 var hennar tala. — En aldrei skal það þó verða, að við tökum upp 200 mílna landhelgi á eftir Bretum. Enginn getur efast um, að þjóðernismál hafa átt rikan þátt i öllu þessu tafli, og þau eru jafnan sterkust, þegar þau eru tengd efnahagslegum hagsmunum, en hvort skákin öll ber vott göfugrar þjóðernisvitundar, skal lesendum látið eftir að dæma. Þegar talað er um, að gildismat fólks þurfi að breytast, þá skal enginn halda, að það eigi aðeins við efnahagssviðið. Mörg önnur svið þurfa endurskoðunar við og þar á meðal afstaðan til þjóðernismála. Þegar Sigurður Líndal segir, að stórveldin hafi búið til einhvers konar alþjóðahyggju sjálfum sér til fram- dráttar, þá verður að segja, að margt hafi þau verr gert, ef orðið er rétt skilið. Alþjóðahyggja felur væntanlega í sér, að litið er á vandamál og stefnumið mannkyns meira og minna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.