Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 53
EIMREIÐIN Ofannefnd tvískipting er að sjálfsögðu einföldun, en þó ekki fölsun að ég held, og ætti að geta þjónað sem viðmiðun í svona óformlegu spjalli. II. Dókumentarismi eða heimildaskáldskapur er sú bókmennta- grein, sem á undanförnum árum liefur verið í hvað mestum uppgangi og að sama skapi notið oft og tíðum furðulegrar upp- hefðar. Einkum og sérílagi hefur heimildaskáldskapurinn náð ítökum á Norðurlöndum eins og kunnugt er, samanher alla sænsku Per-Olovana og ýmsa fleiri höfunda, sérdeilis í Dan- mörku, auk Svíþjóðar. Hinn aukni vegur og virðing heimilda- skáldskaparins hefur til að mynda speglazt i veitingu Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs (Loftsigling Sundmans, Málaliðar Enquists og jafnvel verk Thorkilds Hansens). Og hér á landi eru menn einnig farnir að skipa sér undir merki heim- ildaskáldskaparins. Nægir þar að nefna Yfirvald Þorgeirs Þor- geirssonar og i og með Rauðamyrkur Hannesar Péturssonar nú fyrir jólin. Ekki svo að skilja, að heimildaskáldskapur sé til sem full- skilgreind og afmörkuð hókmenntagrein, skóli eða stefna, og ekki veit ég til, að fyrir liggi nein stefnuskrá heimildaskálda. Þetta er aðeins hentugur stimpill til notkunar i umræðum og skírskotunum. En með sínum talsvert ströngu kröfum um lilut- lægni, gaumgæfilega og fræðimannslega könnun og grúsk í heimildum um raunsanna atburði, menn og málefni, og kröf- um um vísindalega nákvæmni, næstum því smásmygli, i úr- vinnslu og beitingu þessara gagna, þá er heimildaskáldskapur tuttugustu aldar útgáfa á sérstakri afstöðu — og sérstakri til- finningu skálda — fyrir sambandi skáldskapar (listar) annars vegar og raunveruleika hins vegar. Hliðstæðrar, en ekki alveg sams konar, afstöðu sér dæmi á hinum ýmsu skeiðum upp eftir utlri bókmenntasögu. Tökum þjóðarstoltið sjálft, íslendingasögurnar. Það nálgast að vera klisja að minnast á hin fræðimannslegu vinnubrögð hinna ókunnu skrásetjara þeirra, hlutlægni frásagnarinnar, traustleika samtimamyndarinnar. Tæpast er það tilviljun, að þessi rit hafa til skamms tíma verið lesin sem heilagur sann- leikur, sagnfræðilegar heimildir. Þótt vitað sé, að þessar sögur ei'u allflestar skráðar nokkuð löngu eftir að þeir atburðir, sem þær lýsa, átlu sér stað, þá draga fáir eða engir i efa, að þessir utburðir hafi yfirleitt átt sér stað. Og fáir, held ég, efast um, að utburðirnir hafi í grundvallaratriðum átt sér stað eins og sög- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.