Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 78
EIMREIÐIN raunir til þess að búa til nothæfa helgisiði fyrir ný trúarbrögð. Þeir afneituðu aldrei opinberlega þörfinni fyrir trú. Mússolíni á Italíu var það slóttugur, að hann samdi við kaþólsku kirkj- una. Fyrir bragðið ríkir djúp og óþægileg óvissa í hugum margra ítalskra kommúnista. Ég er ekki að gera gys að þess- um órökrænu þáttum í kommúnisma og fasisma, heldur er ég liins vegar að gagnrýna þessar pólitísku stefnur fyrir tilfinn- ingalegt og fagurfræðilegt innihaldsleysi, fyrir helgisiðafá- tækt, en umfram allt fyrir að misskilja hlutverk ljóðsins og imyndunaraflsins í lífi mannfélagsins. Ef til vill munu ný trúarbrögð spretta upp af rústum okkar kapítalísku siðmenningar á sama hátt og kristnin sigldi í kjöl- far hrunins Rómaveldis. Við sjáum, að í sögunni hafa viss trúarmynztur endurtekið sig i einni siðmenningu af annarri tilbreytingarlítið. Sá sósíalismi, sem mótazt hefur af efnis- hyggju gervisagnfræðinga er ekki og verður aldrei slík trúar- hrögð. Og þótt fasisminn hafi frá þessu sjónarmiði sýnt meira hugmyndaflug, þá er liann í eðli sínu slíkt hnignunarmerki, fyrstu varnarviðbrögð gegn þeim örlögum, sem biða ríkjandi þjóðskipulags, að hugmyndakerfi hans hefur ekkert varan- legt gildi. Því að trúarbrögð eru aldrei tilbúin, — það er ekki hægt að velja úr goðsögnum og dýrlingum fortíðarinnar og hagræða þeim svo eftir pólitískum markmiðum og kynþátta- stefnumiðum í því skyni að fá heppilega kreddu. Spámenn, eins og skáld, fæðast. En trúarbrögð geta verið langt undan, jafnvel þótt fram komi spámaður. Það tók 5 aldir að byggja kristindóminn á hoðskap Krists. Þann boðskap þurfi fyrst að móta, víkka og jafnvel umskapa, áður en hann gat komið heim við „frumgerðir samvitundarinnar“,# sem Jung kallar svo þau margbrotnu öfl sálarlífsins, sem binda menn félagslegum hönd- um. Trúarhrögð á sínum lokaskeiðum kunna vel að vera eitur- lyf fyrir fjöldann, en á meðan neistinn er í þeim, eru þau eina aflið, sem getur lialdið fólkinu saman og veitt þá eðlilegu for- sjá, sem það sjálfkrafa leitar til, er eiginhagsmunir rekast á. Ég kalla trúarbrögðin eðlileg, náttúruleg máttarvöld, en venjan er að líta á þau sem yfirnáttúrulegt vald. Þau eru nátt- úrulegt vald í þjóðfélagi, yfirnáttúrulegt, ef sköpun alheimsins er höfð í huga. En í báðum tilvikum eru þau í andstöðu við yfirdrottnun ríkisvaldsins. Ríkið nær æðstu völdum, aðeins þegar trúarhrögðin eru á undanhaldi. Og þegar hin mikla bar- ‘Orðalagið „frumgerðir samvitundarinnar“ er eftir Simon Jóhann Ágústsson — sjá Sálarfræði (bls. 48—49).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.