Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 50
EIMREIÐIN meðan mælistika réttlætis er ekki jafnlöng um allan heim, er ófriðar von. Vér hinir kristnu höfum siður en svo hergt á öllum þeim lindum, sem streyma frá guðsorði, sem vér prédikum þó. Þeir, sem sannfærðir eru um, að allir séum við bræður, vegna þess að vér eigum hinn sama föður, sem er drottinn vor i upphæð- um, þeir, sem trúa því, að hlutverk kirkjunnar sé að halda áfram starfi Krists, þá er orð guðs tók sér búsetu á meðal mannanna, þeir, sem trúa því, að það sé vilji guðs, að maður- inn gerist þátttakandi i sköpunarverkinu, taki í sínar hendur að ráða rás sögunnar og fullkomni verk drottins, — allir þeir húa yfir ómælanlegum mætti, sem þeir gætu heitt til eflingar bræðralags með mönnunum og til jarðneskrar frelsunar þeirra, er varðar veginn til eilífrar frelsunar. Ef fjölmiðlar fylktu liði með háskólum og trúarleiðtogum, ef atvinnurekendur og verkalýðsleiðtogar, herforingjar og stjórnmálamenn slægjust í hópinn, væri ég þess fullviss, að í ljós kæmi máttur menntunar og styrkur lýðræðislegra stjórn- arhátta. Bölsýnismenn munu segja, að háskólar séu bundnir á klafa ríkisvalds eða einkasjóða með mjög afmörkuð markmið, að trúarleiðtogar, sem njóta gjafa voldugra og auðugra góðgerða- manna, séu drepnir i dróma óþekktra afla, sem voldugri séu en flesta gruni. Þeir munu enn fremur hreyfa þeirri mótbáru, að fjölmiðlar séu háðir hagsmunahópum, sem bindi hendur blaðamanna, sjálfstæði þeirra séu þau takmörk sett, er auð- hringunum sé hentast. Þeir munu segja, að atvinnurekendur ánetjist kerfinu, vefjist fjötrum markaðslögmála, þótt þeir séu e. t. v. kristnir menn og góðviljaðir. Einnig munu þessir svart- sýnismenn segja, að verkamenn í þriðja heiminum séu ekki frjálsir gerða sinna, bundnir á klafa þrælsótta, jafnframt þvi sem byltingarglóð verkamanna í iðnríkjum dofni, er lífskjör þeirra batni. Að lokum munu þeir klykkja út með því, að stjórnmálamenn séu um of háðir flokksvélum og herforingjar hundnir erfðavenjum. Abraham var sagður hafa lialdið áfram að vona, er öll von var úti. Ég set traust mitt ekki eingöngu á guð, sem ekki mun ofurselja sköpunarverkið eyðingaröflum, heldur líka á menn- ina, á gáfur þeirra og skynsemi. Þegar allir jarðarbúar fá vitneskju um það, sem sérfræð- ingar vorir vita nú þegar, að maðurinn hefur á valdi sínu jafnt að eyða mannkyni öllu sem og að búa öllum mannsæm- andi lifskjör, þá eru dagar eigingirninnar taldir. Mannleg 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.