Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 50

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 50
EIMREIÐIN meðan mælistika réttlætis er ekki jafnlöng um allan heim, er ófriðar von. Vér hinir kristnu höfum siður en svo hergt á öllum þeim lindum, sem streyma frá guðsorði, sem vér prédikum þó. Þeir, sem sannfærðir eru um, að allir séum við bræður, vegna þess að vér eigum hinn sama föður, sem er drottinn vor i upphæð- um, þeir, sem trúa því, að hlutverk kirkjunnar sé að halda áfram starfi Krists, þá er orð guðs tók sér búsetu á meðal mannanna, þeir, sem trúa því, að það sé vilji guðs, að maður- inn gerist þátttakandi i sköpunarverkinu, taki í sínar hendur að ráða rás sögunnar og fullkomni verk drottins, — allir þeir húa yfir ómælanlegum mætti, sem þeir gætu heitt til eflingar bræðralags með mönnunum og til jarðneskrar frelsunar þeirra, er varðar veginn til eilífrar frelsunar. Ef fjölmiðlar fylktu liði með háskólum og trúarleiðtogum, ef atvinnurekendur og verkalýðsleiðtogar, herforingjar og stjórnmálamenn slægjust í hópinn, væri ég þess fullviss, að í ljós kæmi máttur menntunar og styrkur lýðræðislegra stjórn- arhátta. Bölsýnismenn munu segja, að háskólar séu bundnir á klafa ríkisvalds eða einkasjóða með mjög afmörkuð markmið, að trúarleiðtogar, sem njóta gjafa voldugra og auðugra góðgerða- manna, séu drepnir i dróma óþekktra afla, sem voldugri séu en flesta gruni. Þeir munu enn fremur hreyfa þeirri mótbáru, að fjölmiðlar séu háðir hagsmunahópum, sem bindi hendur blaðamanna, sjálfstæði þeirra séu þau takmörk sett, er auð- hringunum sé hentast. Þeir munu segja, að atvinnurekendur ánetjist kerfinu, vefjist fjötrum markaðslögmála, þótt þeir séu e. t. v. kristnir menn og góðviljaðir. Einnig munu þessir svart- sýnismenn segja, að verkamenn í þriðja heiminum séu ekki frjálsir gerða sinna, bundnir á klafa þrælsótta, jafnframt þvi sem byltingarglóð verkamanna í iðnríkjum dofni, er lífskjör þeirra batni. Að lokum munu þeir klykkja út með því, að stjórnmálamenn séu um of háðir flokksvélum og herforingjar hundnir erfðavenjum. Abraham var sagður hafa lialdið áfram að vona, er öll von var úti. Ég set traust mitt ekki eingöngu á guð, sem ekki mun ofurselja sköpunarverkið eyðingaröflum, heldur líka á menn- ina, á gáfur þeirra og skynsemi. Þegar allir jarðarbúar fá vitneskju um það, sem sérfræð- ingar vorir vita nú þegar, að maðurinn hefur á valdi sínu jafnt að eyða mannkyni öllu sem og að búa öllum mannsæm- andi lifskjör, þá eru dagar eigingirninnar taldir. Mannleg 50

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.