Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.01.1974, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN átla milli kirkju og ríkis endar, eins og hún gerði í Evrópu, með algerum sigri ríkisvaldsins, slokknar lífsneistinn í þjóð- félaginu. Afleiðingarnar eru banvænar. Það er vegna þess, að sósíalisminn gat ekki kyngt þessum sannleika, að hann er alls staðar á undanhaldi. Hinn eðlilegi bandamaður sósíalismans var kirkjan, þó sögulegar aðstæður á 19. öld gerðu það að verk- um, að erfitt var að átta sig á þessu. Kirkjan var svo gjörspillt, svo undirgefin yfirstéttunum, að aðeins fáeinir hugsuðir gátu séð sósíalismann í ljósi nýrra trúarbragða, eða einfaldlega sem nýja endurreisn kristindómsins. Hvort unnt verður við þær aðstæður, sem nú eru til, að finna leið frá gömlu trúarbrögðunum yfir í ný, er vafasamt. Ný trú- arhrögð geta einungis risið á grundvelli nýs þjóðskipulags og aðeins smám saman. Ef til vill verður það í Rússlandi, ef til vill á Spáni, ef til vill í Bandaríkjunum. Það er ógerlegt að segja hvar, því að jafnvel kveikjan að slíku nýju þjóðfélagi er hvergi sjáanleg, og fullmótun þess liggur djúpt grafin í fram- tíðinni. Ég er ekki endurreisnarsinni og lief engin trúarhrögð, sem ég get mælt með og engin, sem ég aðhyllist. Ég get aðeins full- yrt á grundvelli sögu siðmenningarinnar, að trúarbrögð eru nauðsynlegur þáttur í lífrænu þjóðfélagi.2 Og ég veit, að öll þróun í átt til lífsþekkingar og þroska gerist svo liægt, að ég get þess vegna ekki fengið mig til að svipast um eftir nýjum trúarbrögðum, og ég' lief lieldur enga von til þess að finna nein. Hins vegar ætla ég að hætta á að nefna eitt atriði, sem ég hef tekið eftir. Bæði að uppruna til og framvindu og í dýpstu sjón- um hafa trúarbrögðin verið nátengd listinni. Trúarbrögð og list eru, ef ekki jafnvíg tjáningarform, að minnsta kosti ná- tengd. Burtséð frá því, að trúarathöfnin er fagurfræðileg í eðli sínu og hurtséð frá þvi, að trúin tekur jafnan listina í þjón- ustu sína, þegar hún þarf að tjá hugljómanir sinar, þá er full- komið samræmi á milli hinna æðstu forma ljóðrænnar og dul- rænnar tjáningar. Ljóðið kafar á sömu dýpi undirvitundarinn- ar og dulreynsjan. Sumir rithöfundar — á meðal þeirra mestu, lieilagur Frans, Dante, heilög Teresa, Jón helgi af krossi,* Blake — voru jafnvígir sem skáld og dultrúarmenn. Þess vegna getur vel verið, að kveikjuna að nýjum trúarhrögðum verði að finna, ef ekki í dultrú, þá í list, fremur en i einhvers konar sið- ferðislegri endurreisn.3 *Halldór Laxness nefnir St. John of the Cross Jón helga af krossi (Kristnihald undir Jökli, 42. kafli).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.