Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 24
ir það ákvæði svo rúmt í Handbók fyrir hvörn mann, bls. 43—46, að í því felist áskilnaður um, að hjónaefni eigi eða hafi afnot af jarðnæði með nokkurri málnytju. Sá skilningur sýnist vera of rúmur. 11. Efnahagur hjónaefna. Sjá Afmælisrit Ólafs Lárus- sonar prófessors, Reykjavík 1955, bls. 16—20. III. Endurlit á lagasögu hjónavígslutálma á því skeiði ís- lenzkrar réttarsögu, sem hér er fjallað um, leiðir í ljós, að þetta lagaatriði hefir sætt æði verulegum breytingum. 1 fyrsta lagi eru breytingarnar fólgnar í brottfalli all- margi-a hjúskapai-tálma, sbr. tálma, sem lúta að skírlífis- brotum annars hjónaefnis eða beggja, tálma, er varða rækslu á kirkjulegum athöfnum, og tálma, er snerta lög- skilið fólk, efnalítið fólk og lítt mennt. Þess gætir og síður nú en fyrr, að hjónavigslubönn séu notuð sem tæki til þess að knýja menn til fylgisemi við boð valdstjórnar. I öðru lagi er á það að líta, að þeir tálmar, sem nútíðarrétt- ur hefir tekið að erfðum að stofni til frá fyrri tíðar lög- um, hafa breytzt nokkuð. Aldursákvæði hafa t. d. tekið nokkrum stakkaskiptum, sama er um ákvæði um samþykki forráðamanna hjónaefnis, og ákvæði um frændsemi og tengdir hafa breytzt til mikilla muna. I þriðja lagi ber að hafa í huga, að í nútíðar sifjalögum hér á landi er fátt um hjúskapartálma, sem ókunnir eru að stofni til í eldra rétti. Eina nýmælið af því tagi eru þrír sjúkdómar, sem 12 gr. laga nr. 39/1921 lætur varna hjúskap: sóttnæmur kynsjúkdómur, flogaveiki, og smitandi berklaveiki. Lög- gjöfin hefir því stefnt að því að draga úr fyrirstöðum fyrir hjúskaparstofnun. Þessar lagareglur hafa verið á afli öfl- ugra hugarstefna, siðrænna og félagsrænna, og hafa sorf- izt og skýrzt í þeirri eldraun. 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.