Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Qupperneq 36
þeim að setja sig í spor almennings. Dómstólar og skrán- ingaryfirvöld eiga þess að jafnaði kost að sjá merki hlið við hlið, en það á almenningur sjaldnast. 1 rauninni er um mat á sálrænu fyrirbrigði að ræða, þ. e. hvort hið nýja merki sé svo líkt þeirri endurminningu um hið eldra, sem búast má við, að til sé, að líklegt sé, að villzt verði á merkj- unum. Ymsar kenningar eru uppi hjá dómstólum og fræði- mönnum um, hver hjálpargögn beri að nota, er skera skal úr því, hvort villzt verði á merkjum. Væntanlega skiptir sú kenning mestu máli, sem er í því fólgin, að reynt er að komast að raun um, hver þáttur hins eldra merkis einkum og fremur öðrum þáttum þess, einkenni það og verður eftir í vitund almennings, þegar aðrir þættir merkisins eru gleymdir. Þetta er oft orðað svo: Hvert er aðaltákn (dom- inant) merkisins? Því varðar það miklu, hvort verið er að líkja eftir aðaltákni hins eldra merkis. Þessi skoðun er skýrt orðuð í dómi So- og Handelsretten, uppkv. 1915, sbr. U.f.R. 1916, bls. 266. Þar segir, að ekki velti á því einu, hvort merki séu lík á ytra borði, heldur og hinu, hvort þeir hlutar merkisins,sem athyglin festistvið,séu svo líkir,aðsá, sem ekki hefir bæði merkin fyrir augum samtímis, eigi á hættu að blekkjast. Þegar meta skal hættuna á því, að villzt verði á merkjum, ber að hafa í huga, eins og fyrr var vikið að, hvort merkið, sem leitað er verndar fyrir, er eðli sínu samkvæmt sterkt merki eða veikt. Að jafnaði mun og áherzla lögð á það, hvort merkið var þekkt, því að hneigð mun vera til þess að veita slíkum merkjum ríkari vernd en öðrum. Sérstakar aðstæður geta og skipt máli, eins og t. d. ef í ljós er leitt, að vísvitandi er líkt eftir eldra merki. Fjöldi dóma er til, þar sem komið hefir til álita, hvort tvö merki væru óleyfilega lík hvort öðru. Frásögn af deil- um um myndamerki nær ekki tilgangi sínum, nema merki séu jáfnframt sýnd, og verður henni því sleppt. Á hinn bóginn geta nokkur dæmi um úrlausnir varðandi líkingu 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.