Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 46
marz 1952 verða óbreytt frá því sem nú er. En þetta sýmr betur en flest annað að fjöldi þingmanna telur, að of skammt hafi verið gengið 1952. Meðal þeirra eru a. m. k. átta þingmenn Framsóknarflokksins og 3 þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Sjöundi hluti verksins, þar sem helztu niðurstöður eru settar fram, er þrettán línur. Þótt hin hvíta bók geti orðið málstað Islands að ein- hverju liði, þá hefði hún getað gert meira gagn, ef hún hefði verið betur unnin, og hætt er við því, eins og hún er úr garði gerð, að hún geti auðveldlega orðið íslenzku þjóð- inni til óþurftar, þegar hún fer að gera tilkall til síns forna réttar. 1 þessu sambandi má benda á það, að höfundur bók- arinnar hefur haslað sér völl einmitt á þeim vettvengi, sem brezku útgerðarmennirnir vilja helzt berjast á. Allt er einskorðað við tillit til fiskveiðanna, og algjörlega látið liggja í láginni, hvaða aðili eigi siðferðilegan og lagalegan rétt til fiskmiðanna, og það þótt íslenzka þjóðin hafi talið sér þann rétt frá upphafi, enda þótt hún hafi ekki verið þess umkomin að verja hann. Varla er vikið orði að land- grunnskenningunni; og í stað þess að fjalla um 16 sjó- mílna landhelgina, eyðir höfundur orku í að ræða skandi- naviska fjögurra milna regluna, og endurtekur þá víta- verðu f jarstæðu, að sú regla hafi verið í gildi um landhelgi Islands fyrir 1901. Það hefði verið höfuðnauðsyn að láta koma skýrt fram í umræddri hvítu bók, að með aðgerðunum frá 1952, var alls ekki verið að marka framtíðarlandhelgi Islands, held- ur var einungis um friðunaraðgerðir að ræða innan fisk- veiðalandhelgi Islands, sem samkvæmt gömlum lagaboðum er 16 sjómílur, og taka skýrt fram, að önnur lagaboð séu ekki í gildi um þau efni. Ef við höldum fast fram hinni algjöru sérstöðu okkar í landhelgismálinu meðal þjóða heims, eru ef til vill horfur á því, að tillit verði tekið til hennar, þegar farið verður að setja alþjóðareglur urn þau efni, og að við fáum viðurkennda 16 sjómílna landhelgi. 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.