Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 23

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 23
Fangarnir á Mön Deutsche Arbeitsfront eða nasistaflokknum þýska.“"8 Finnur sagði einnig að Þjóðverjar í Noregi og Danmörku hefðu gengið erinda þýska innrásarliðsins og ástæðulaust væri að ætla, að Þjóðverjar á íslandi hefðu brugðist öðruvísi við hvatningum þýskra yfii-valda. Undir stjórn Gerlachs hefðu þeir „verið stór- hættulegir fyrir öryggi landsins.“ Finnur skýrði því afstöðu sína svo: Með hliðsjón af því tel ég óvarlegt að veita þeim landsvistarleyfi á ný. Nú verð ég að segja, að mér er erfitt að neita um þessi landsvistarleyfi frá mannúðarlegu sjónar- miði. Margir segja, að þegar stríðið er búið, eigi að láta sakir niður falla og geyrnt verða gleymt. Það er nærri mér að samþykkja þetta, en mér finnst það ekki, með þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru. Á móti mæltu þeir Sigurður og Hermann, sem ekki vildu láta saklausa menn í þessum hópi gjalda fyrir hugsanlega sekt nokkurra landa þeirra. Finnur svaraði að bragði og sagði að ekki væri hægt að dæma menn seka eða saklausa fyrr en réttarhöld yfir þeim hefðu farið fram. Um slíkt væri ekki að ræða að þessu sinni og því væri málið í biðstöðu af sinni hálfu. í sjálfu sér ættu þessir menn eng- an rétt til landvistar, því þeir hefðu ekki ís- lenskan ríkisborgararétt. Það skipti ekki höf- uðmáli, að viðkomandi menn hefðu aldrei brotið af sér við íslenska ríkið, heldur hefðu þeir nær undantekningarlaust verið félagar í flokki nasista og því heitið Þriðja ríkinu holl- ustu sinni. Trúnaður þeirra hefði því fyrst og fremst verið við Þýskaland og skyldu þeir búa í því landi sem þeir hefðu kosið sér.llv í raun var vandamálið þess eðlis, að meta varð hvort ætti að vega þyngra, mannúðar- sjónarmið eða lagabókstafurinn. Strangt til tekið var ákvörðun Finns réttmæt, enda höfðu flestir þýsku fanganna verið félagar í Nasistaflokknum eða undirdeildum hans. Sá félagsskapur hafði borið ábyrgð á stríðs- rekstri Þýskalands og höfðu þýskir kafbátar búið mörgurn Islendingum vota gröf á hafs- botni. Það gat því talist skynsamleg stjórnar- stefna að útiloka frá landinu alla þá erlendu ríkisborgara, sem flokki þessum höfðu tengst. Hins vegar er undarlegt að Hermann Jónas- son skyldi nú flytja þingsályktunartillögu sem fól í sér að lög og reglugerðir, sem hann hafði látið setja árin 1936 og 1937, yrðu brotnar, án þess að réttlæta slíkt með nýjum lögum. Gegn ströngum lagabókstafnum komu mannúðarsjónarmið. Eiginkonur fanganna, börn og helstu eignir voru á Islandi og því hefði verið eðlilegast fyrir þá að snúa hingað aftur að stríði loknu. Flestir fanganna höfðu aldrei brotið íslensk lög og verið til fyrir- myndar á íslandi. Einnig er fráleitt að setja jafnaðarmerki milli aðildar að Deutsche Arbeitsfront, þýsku vinnufylkingunni, og blindum stuðningi við Nasistaflokkinn. En það merkilega var, að á sama tíma og Þjóð- verjunum var neitað um landvistarleyfi á grundvelli flokksaðildar að Nasistaflokknum, voru íslensk stjórnvöld önnum kafin við að berjast fyrir heimkomu Ólafs Péturssonar, sem fundinn hafði verið sekur um glæpsam- legt samstarf við Þjóðverja í Noregi, og ann- arra íslendinga sem fundnir höfðu verið sekir um njósnir eða önnur störf í þágu nasista.120 Fangar í Þýskalandi Á sama tíma og alþingismenn deildu hart um Þjóðverjana var Peveril-búðunum lokað og fangarnir fluttir til síns heima. Um áramótin 1945-46 voru þeir allir komnir til Þýskalands, og var það staðfest við sendiráð íslands í London fyrstu daga janúarmánaðar.121 Eftir að fangarnir höfðu verið fluttir til Þýskalands varð ljóst, að róðurinn hafði þyngst hvað snerti endurkomu þeirra til Is- lands. Reyndin varð sú, að umræddir menn voru ekki síður fangar í heimalandi sínu en á Mön. í Þýskalandi var hörmungarástand og ekki bætti úr skák, að hernámsstjórn í landinu var á vegum fjögurra ríkja: Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Sovétrfkjanna. Virtist þar hver höndin vera upp á móti annarri, og sérstaklega voru samskipti slæm milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna þriggja. Því var heimkoma Þjóðverjanna orðin að mun flóknara máli en áður. Þjóðverjar frá Islandi, sem lýst höfðu vilja sínum til að halda hingað frá Þýskalandi, voru dreifðir um hernámssvæði fjórveldanna:122 Sökum þess að stríðinu í Evrópu var lokið tilkynnti breska stjórnin að engar hindr- anir væru í vegi fyrir flutningi Manarfanga til íslands og það eina sem á skorti væru vegabréfs- áritanir íslenskra stjórnvaida. En þar stóð hnífur- inn í kúnni 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.