Ný saga - 01.01.1996, Side 34

Ný saga - 01.01.1996, Side 34
Torfi H. Tulinius Mynd 1. Snorri Sturluson í túlkun Daða hins fróða Níelssonar frá fyrrí hluta 19. aldar. Fyrírmyndin gæti veríð efnabóndi úr Húnavatnssýslu. Þetta er líklega elsta myndin sem til er af Snorra. Allt gefur þetta tilefni til að ætla að á fyrra helmingi 13. aldar hafi verið hér á landi töluverð þekking á kanónískum rétti, fyrst og fremst hjá klerkum að sjálfsögðu, en einnig hjá leik- mönnum þar sem lög þessi höfðu einníg áhrif á líf þeirra Decretum Gmtiani og var lögbók kirkjunnar þar til Gregoríus páfi IX fól öðrum lögfræð- ingi, Raimundusi frá Pennaforte, að safna saman öllum páfaúrskurðum frá dögum Gra- tíanusar í samræmda lögbók sem nefnd er Liber extra og var í gildi meðal kaþólskra frá 1234 til 1918.5 Vöxtur kirkjuréttar hélst í hendur við end- urreisn rómversks réttar sem var angi af al- mennri endurreisn fornra mennta á 12. og 13. öld. Hún virðist hafa orðið til af nauðsyn, því þegar evrópsk konungsríki tóku að styrkjast á 12. öld með vaxandi viðskiptum, fjölbreyttara samfélagi og aukinni viðleitni valdhafa til að hafa stjórn á samfélaginu varð knýjandi þörf fyrir viðameiri og flóknari lagasetningu. Pá var nærtækast að leita að fyrirmyndum úr for- tiðinni. Sama má segja um kirkjuna. Hún var auð- ug og öflug á þessum tíma og áhrifasvæði hennar stærra en nokkru sinni fyrr, auk þess sem hún lét málefni leikmanna meira til sín taka en áður vegna breyttra hugmynda um hlutverk sitt í samfélagi kristinna manna. Til að styrkja innviði sína og til að geta haft meiri áhrif á líferni leikmanna var orðið nauðsyn- legt að koma skipan á kirkjuréttinn svo að hann yrði öflugra verkfæri í höndum kirkj- unnar, ekki síst í þeirri valdatogstreitu við höfðingja úr leikmannastétt sem svo mjög setti mark sitt á þessar aldir. Guðs lög á íslandi ísland var engin undantekning að þessu leyti, eins og sést af átökum Guðmundar Arasonar við leikmenn og raunar fyrr, í deilum Þorláks helga við Jón Loftsson og fleiri íslenska höfð- ingja.6 Sveinbjörn Rafnsson telur að sjá megi í Skriftaboðum Þorláks áhrif frá kanónískum rétti sem ekki eru fyrir hendi í Kristinna laga þœtti, en það bendir til að vel hafi verið fylgst með breytingum á þessu sviði hér á landi.7 Einnig er til grein eftir merkan fræðimann á sviði kirkjuréttar á miðöldum, Stephan Kutt- ner, sem fjallar um Jóns sögu helga eftir Gunnlaug Leifsson (d. 1219) og sýnir að höf- undur hennar hljóti að liafa búið yfir tölu- verðri þekkingu á guðs lögum, m.a. nýmælum sem ekki voru í gildi á dögum Jóns biskups en voru það þegar sagan var samin.8 Slík þekking hefur verið nauðsynleg, t.d. þegar velja átti nýjan biskup eins og ráða má af bréfi frá 1202, sem Páll biskup sendir Guðmundi þegar hann er nýkjörinn, en þar segir: „Guð hefir kosið þig til biskups og vér, og ertu fastlega kosinn að guðs lögum og manna svo sem á þessu landi má fulllegast.“g Vafalaust hafa mál Guð- mundar góða hvatt menn til að halda áfram að auka við þekkingu sína á guðs lögum, því það var reynt að koma honum frá á lagalegan hátt og m.a.s. farið alla leið til Rómar á fund páfa til að fá úrskurð hans um hvort mætti setja hann af.l(' Allt gefur þetta tilefni til að ætla að á fyrra helmingi 13. aldar hafi verið hér á landi töluverð þekking á kanónískum rétti, fyrst og fremst hjá klerkum að sjálf- sögðu, en einnig hjá leikmönnum þar sem lög þessi höfðu einnig áhrif á líf þeirra. Það kemur því ekki á óvart að á þessum tíma eru ýmis ákvæði úr kirkjurétti tekin inn í landslög og þá án efa með fulltingi leik- manna. í fyrri lögsögumannstíð Snorra Sturlusonar, frá 1215 til 1218, eru t.d. sam- 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.