Ný saga - 01.01.1996, Page 47

Ný saga - 01.01.1996, Page 47
Absint nugæ, absit scurrilitas um hann, og allt annað var líka trúlegra svo sem þó verið hefðu skuldir eða eitthvað þvíumlíkt. Hann gekk þegar heyrði þettað strax upp með 2 vottum til þeirrar áður- nefndu Dame, og spurði hana hvört hann væri það sem hefði viljað nauðga henni hvar til hún þverneitaði. Þó var einhvörn- veginn búið að vefja svo flækjurnar að hann ekki skyldi sem þó sýndist, fríkennast fyrir það; fór hann svo til Poli[ti]directeuren sem sagði hönum mundi best að pakka sig burtu í hægð, svo mundi ei verða neitt úr neinu 3: til útlanda þar eð það gat gilt Landsforvisning ef satt hefði verið (og mátti af þessu svari sýnast sem hann hefði fengið einhvörn keim af undirferlum líka mót Repp) en þessi sem vissi sig frían, hafði livörki lyst til að fara, og minnst með þeirri sneypu og gaf hönum góð svör og gild. Eg veit ei svo hvört það hefur orðu- lega komið undir Forhör, þó mun það ver- ið hafa; en víst var og er; að Repp fannst svo vel þeirrar áðurtöldu afsökunar vegna af sjálfri Damen, sem og þess að hann gat bevísað að hann júst á þeim tíma þá þettað skyldi skeð hafa; hafði verið að informera, í einum smáskóla er hann les engelsku í, al- deilis frí fyrir þessari Beskyldning, eða réttara sjálfu facto. Þó þettað væri óþægi- legt í höieste Grad fyrir hann bæði meðan á því stóð og að nokkru leyti bak eftir, er hann þó eiginlega nú frí við það.21 Þorsteinn Helgason liélt áfram að tala um Repp og hæfileika hans í bréfinu og jafnframt þá andúð og hatur sem skapferli hans kallaði yfir hann: Og svona má sjá hvað yfirlögð lygi og ill- viiji getur útrétt, og þó hann hefði haft óvild margra, var samt nedrugt að grípa til þessa mót hönum. Maðurinn er óneitan- lega vel lærður og mikið afhaldinn fyrir sína Kundskaber af mörgum, en er ekki við allra geð.22 Eins og áður sagði var Þorleifur fenginn til að vera svaramaður við doktorsvarnir við há- skólann. Starfið var í því fólgið að vera í for- svari og til styrktar doktorsefni í vörninni. Jafnframt varð hann oft til að andmæla dokt- orsefnunt þegar doktorsvarnir fóru frarn í há- skólanum og fór þá oftar en ekki offari. í Sunnanfara er sú saga skráð eftir J. David- sen í Avisen 29. mars 1890 að það hafi borið til þegar hálfbróðir Jens Mpllers guðfræði- prófessors við Hafnarháskóla varði doktors- ritgerð sína, að Repp hafi kvatt sér hljóðs „ex auditorio“, þ.e. úr röðum áheyrenda, og var það leyft. Hann gerði sér þá lítið fyrir og reiddi fram stóreflis doðrant og sýndi fram á að doktorsritgerðin væri svo að segja orði til orðs tekin upp úr honum. Þetta var rnikið áfall fyrir doktorsefni jafnt og andmælendur og dómnefnd þá sem dæmt hafði ritið hæft til varnar. Engu að síður breyttu hvorki andmæl- endur né dómnefndarmenn afstöðu sinni og doktorsefnið uppskar nafnbótina eins og ekk- ert hefði í skorist.23 Jens Axelsen orðabókarritstjóri í Kaup- mannahöfn hefir nýverið skrifað grein um Þorleif Repp þar sem hann dregur sannleiks- gildi þessarar frásagnar í efa. Engu að síður telur hann augljóst að Jens Mpller prófessor hafi haft liorn í síðu Repps án þess að til- greina vegna hvers, en til þess gátu margar ástæður legið.24 Hið mikla frægðarorð sem fór af Rasmusi Chr. Rask sem málfræðingi leiddi til þess að leitað var hófanna að fá hann til að gerast bókavörður við Advocates’ Library í Edin- borg.25 Rask hafnaði boðinu með þeim fleygu orðum að mönnum bæri að helga ættjörð sinni alla krafta sína, enda hlaut hann stöðu sem aukaprófessor í bókmenntasögu við Hafnarháskóla með konungsúrskurði 14. maí 1825. Þá var á ný hafin leit að hæfum manni í starfið og nú beindust augu manna fljótlega að Repp. David Irving var í forsvari fyrir hönd Advocates’ Library. Bréf fóru milli hans og Rasks og R E. Mullers prófessors og síðar biskups, sem raunar er þekktastur fyrir rit sín um íslenskar fornbókmenntir. Þeir mæltu með Þorleifi, og létu fylgja með að hann væri mikill vinur Englendinga, snjall málvísinda- maður og hefði brennandi áhuga á enskunt bókmenntum. Nokkurrar varkárni gætti samt í bréfi frá Rask til Irvings 18. júlí 1825, þar sem hann gat þess að Þorleifur Repp hefði erfiða skapsmuni og ætti auðvelt með að afla sér óvina.26 Engu að síður fór svo að Repp var ráðinn aðstoðarbókavörður við Advocates’ Library 19. nóvember 1825. Mynd 3. Jens Moller prófessor í guðfræði (1779-1833). Hann gerði sér þá lítið fyrir og reiddi fram stór- eflis doðrant og sýndi fram á að doktorsritgerðin væri svo að segja orði til orðs tekin upp úr honum 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.