Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 62

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 62
Pétur Pétursson „Ég tapa bæði húsi og jörð efþaðáað neyða mig til þess að greiða hærra kaup" Magnús V. Jóhannesson, einn forvígismanna göngunnar, var gæslumaður barnastúkunnar Unnar. Ljósmynd af félögum stúkunnar, sem tekin var í porti Miðbæjarskólans nokkru áður en gangan var farin, sýnir tötrum klædd- an hóp, sem ber öll merki skorts og van- næringar. Magnús gaf út sérprentaðan ljóða- bálk, sem nefnist „Sonur alþýðunnar". Þar er lýst dapurlegum örlögum mæðgina er fátækt- in fellir að velli. Að því var fundið í blaðagreinum er rit- aðar voru um ljóðabálkinn, að yrkisefni höf- undar væri „ljótt“ og öfgafullt. Magnús svar- aði að höfundur lýsti staðreyndum og hvergi væri orðum aukið. Mannréttindasvipting fátækralaganna var felld úr gildi 1934. í minningum verkakvenna er greina frá átökum er urðu á vinnustöðum frumherja verkalýðsbaráttu og vinnuveitenda þeirra má sjá margar táknrænar og talandi myndir. Nikólína frá Seli var fiskverkunarkona á „stassjón" hjá Alliance, félagi Jóns Ólafsson- ar, síðar bankastjóra. Hún var fyrirliði á vinnustaðnum og vildi að dagvinnutíminn teldist frá klukkan 6 til 6. Hún þjarkaði í heil- an dag við Jón um þessa lagfæringu. Hann kvaðst eigi sinna því fremur en aðrir gerðu. „Við förum þá bara klukkan 6,“ sagði Nikó- lína. „Þið gerið það ekki nema einu sinni,“ ansaði forstjórinn. Um kvöldið klukkan 6 kallaði Nikólína: „Allar úr pilsunum.“ Og það stóðu ekki nema þrjár eftir, segir í frá- sögn Guðfinnu Vernharðsdóttur verkakonu. Jón sá þann kost vænstan að semja um hálf- tíma sem miðlun. Skömmu síðar kom til orða- skipta Jóns og félaga hans, útgerðarmanns, sem kvað þá „ekki mega gefa eftir“. Jón svar- aði: „Stúlkurnar hjá mér tóku nú hálftíma handa sér með ofbeldi, og það er betur unnið hjá mér síðan.“3 í frásögnum þeirra er ritað hafa um siði og lífsviðhorf eignamanna og afstöðu þeirra til fjármuna, eyðslu og eignarréttar, kemur fram, að mörgum þeirra virðist í mun að sýna auð sinn og vald með ýmsum þeim hætti er geng- ur fram af almúga og því sem haft var í heiðri og talið tilheyra aðgæslu og góðum siðum. Saga er sögð af nokkrum útgerðarmönnum er sátu að drykkju á veitingastað. Var þar drukkið fast og lengi. Þar kom sögu að einn félaganna gekk berserksgang. Braut hann húsgögn, stóla og borð, og horfði til vand- ræða. Þá heyrðust hvatningarorð frá einum félaganna: „Brjóttu Mangi. Eg skal borga.“ Enn er sögð sú saga að þeim félögum hafi hugkvæmst að kveðja á vettvang Matthías Einarsson, einn fremsta lækni bæjarins, og biðja hann að búa um brotinn fót. Kom lækn- irinn á staðinn. Er hann var beðinn að binda um borðfót er sagt að Matthías hafi „bundið um fótbrotið“, en jafnframt sett upp svimháa upphæð fyrir „læknisverkið". Var sá reikning- ur greiddur án athugasemda. Þessar sögur eru ekki sagðar til hnjóðs neinum er hlut átti að máli. Þær varpa ljósi á tíðaranda og skýra for- sendur fyrir samtökum vinnulýðs er snerist öndverður gegn bruðli og sóun fjármuna til munaðar og óþarfa og sparsemi og smásálar- hætti í verkakaupi og vinnutímasamningum. Sé svipast um í hópi verkakvenna og hug- að að tekjum þeirra af saltfiskþvotti er lýsing Hreiðarsínu Hreiðarsdóttur í Arastöð nær- tæk. Hún lýsir verkum sínum fyrir bónda, sem kvartar undan því að erfitt sé að fá stúlkur í kaupavinnu, sem stafi af háu kaupi í fisk- vinnu: „Margur fiskurinn er af þeirri stærð, að þegar hnakkakúlan hvílir á gólfi, þá er sporð- urinn undir hendi mér - í handarkrika mínum - en þessa fiska þurfum við að meðhöndla þannig: þvo bakið allt, undir hvern ugga, snúa honum við, ná saltinu úr, án þess að rífa, draga himnuna af þunnildinu, skera bein- garðinn úr, taka blóð úr kverk, fara í dálkholu og hreinsa blóð úr og ef þetta er ekki vel gert, fáum við fiskinn aftur úr skoðuninni. Fyrir hvern fisk fáum við tvo aura.“4 Hreiðarsína og fiskverkunarkonur Vkf. Framsóknar þurfa að þvo og verka 4 milljón- ir og 500 þúsund fiska til að samsvari upphæð þeirri sem Konráð Hjálmarsson lánaði félög- um sínum til skipakaupa án þess að depla auga. „Ég tapa bæði húsi og jörð ef það á að neyða mig til þess að greiða hærra kaup,“ sagði smáatvinnurekandi við verkakonur. Og verkstjóri hrópaði: „Þarna koma bolsakerl- ingar. Eigum við hlandbolla til að skvetta á þær?“ „Stundum börðu þeir saman hnefun- um framan í okkur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.