Ný saga - 01.01.1996, Síða 87

Ný saga - 01.01.1996, Síða 87
Minjar og ferðamennska nefnda atriðið, draga úr fjölda minjasafna, þótt opinberar fjárveitingar eigi að hvetja til þess. Þvert á móti heldur söfnum áfram að fjölga með tilheyrandi erfiðleikum f markaðs- setningu. En kannski skiptir það ekki megin- máli. Flest þessara safna hafa hlutverki að gegna fyrir silt byggðarlag og það ættu að vera næg rök fyrir tilveru þeirra. Minjasöfn verða ekki öll að höfða til erlendra ferða- manna. Undir berum himni - A markaðssetning Arbæjarsafns Árbæjarsafn er svonefnt útisafn og hefur ætíð notið góðs af því hve vinsæl slík söfn eru, þ.e. þyrpingar sögulegra húsa með tilheyrandi búnaði utan dyra sem innan. Þar finnast bæði heimili og vinnustaðir og fólk í 19. aldar bún- ingum sýnir daglegt líf við leik og störf. Söfn af þessu tagi sameina þannig útivist og upp- fræðingu. Einnig búa þau yfir vissum léttleika og draga börn að. Aðsókn að Árbæjarsafni hefur aukist mik- ið síðustu ár. Á árunum 1971-86 voru gestir á bilinu 8-16 þúsund en hafa síðustu árin verið 30^10 þúsund. Ástæða þess er fyrst og fremst margvíslegar dagskrár (viðburðir), um hand- verk, heimilisiðnað, búskaparhætti, dans, fornbíla, jólahald o.fl., sem var fjölgað mikið um og upp úr 1990. Því til viðbótar hefur upp- setning tímabundinna minjasýninga eflst á safninu og hafa þær gefið gott tilefni til kynn- ingar. Árbæjarsafn hefur þannig náð allgóð- um árangri á sviði markaðssetningar og er ástæða þess ekki síst sú hve margir starfs- menn safnsins hafa tekið þátt í henni, bæði mótun hennar og framkvæmd. Af þessum sökum hafa tekjur Árbæjarsafns sennilega verið óvenjumiklar um árabil miðað við önn- ur minjasöfn, bæði í formi aðgangseyris, sem er hærri en víðast tíðkast, og hagnaði af minjagripasölu. En ætíð má gera betur og er vænlegur kostur að setja á stofn sam- gönguminjadeild eins og áætlanir hafa verið um.M Nýjungar í sýningahaldi Hugmyndaauðgi er mikil um þessar mundir varðandi kynningu og markaðssetningu sög- unnar, og er það til marks um að mörgum er málið hugleikið. Hugmyndirnar koma frá ýmsum aðilum, einstaklingum, nefndum og stofnunum, nokkrar frá söfnum. Meginmark- miðið er venjulega það sama, þ.e. að gera við- komandi bæjarfélag eða hérað eftirsóknar- verðara til dvalar en áður, svo að ferðamenn nýti sér þá þjónustu sem í boði er. Einnig hafa flestar þessara hugmynda gildi fyrir minja- vörsluna. Við margar þeirra eru framkvæmd- ir nú þegar hafnar en aðrar hafa ekki komist lengra en á umræðustigið. Hér á eftir verða nefndar nokkrar hugmyndir síðustu fimm ára eða svo og farinn hringurinn réttsælis um landið. Flugminjasafn á Hnjóti: Um 1990 gaf flug- málastjórn grind fyrsta íslenska flugskýlisins, Vatnagarðaskýlisins í Reykjavík, vestur á Hnjót við Patreksfjörð. Þar hefur verið steyptur sökkull undir það og er það á góðri leið með að rísa. Þegar því er lokið mun „Flugminjasafn Egils Ólafssonar" (safnvarð- ar á Hnjóti) fara þar inn. Það verður um leið formlega séð flugminjasafn Islands, á óvenju- legum stað. - Ljóst er að þarna er flugskýlið ekki í réttu umhverfi. Hins vegar fer betur um það í nánd við Látrabjarg en í brotajárni, eins og mun hafa stefnt í.21 Æskuheimili Jóns forseta: Að Hrafnseyri við Arnarfjörð voru til ársins 1994 tóftir bæj- arhúsanna sem Jón Sigurðsson forseti ólst upp í í byrjun 19. aldar. Á þeim var endur- byggður bær eftir sömu teikningu og sá upp- haflegi. - Nokkur opinber umræða varð um það hvort rétt væri að raska tóftunum, sem samkvæmt lögum voru fornminjar, eða reisa bæinn í nánd við þær. Seinni kosturinn hljóm- ar betur út frá minjasjónarmiði, en einnig skiptir máli hvernig að málum er staðið.22 Viðburðir á ísafirði: Byggðasafnið á ísa- firði hefur á undangengnum árum fengið ýmsa aðila í bænum til samstarfs um að lífga upp á safnbraginn. Meðal annars var haldin afmælisdagskrá sumarið 1995 þar sem Litli Árbæjarsafn hefur þannig náð allgóðum árangri á sviði markaðs- setningar og er ástæða þess ekki síst sú hve margir starfs- menn safnsins hafa tekið þátt í henni, bæði mótun hennar og framkvæmd 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.